Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Birgir Olgeirsson skrifar 20. júní 2016 21:35 Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöldum einn í herbergi. Vísir/GVA/Hanna „Reynið þá ekki að þagga niður í mér,“ sagði Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi sem reiddist mikið í Speglinum á Rás 1 í dag þar sem forsetaframbjóðendur mættust. Var æsingurinn það mikill að þáttastjórnendur hótuðu að henda Ástþóri úr hljóðveri ef hann ætlaði sér að taka yfir stjórn þáttarins og eyðileggja hann. Ástþór hefur haldið því fram að framboð Guðna Th. Jóhannessonar sé gert út af fólki úr Sjálfstæðisflokknum. Þáttastjórnandi spurði Guðna hvað væri til í þessu og svaraði Guðni því að þeir sem eru í stjórn framboðsins séu vinir hans frá fornu fari og hann spyrji ekki vina sína um flokksskírteini.Ástþór Magnússon. Vísir/Anton„Má ég klára?“ „Svo eru margir fleiri sem kom að framboðinu, blessunarlega og mér finnst ekki sanngjarnt að Ástþór stilli þessu upp með þessum hætti ,“ sagði Guðni en Ástþór greip þá fram í fyrir Guðna og sagði málið borðleggjandi, Guðni væri frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og að hann hafi þrætt fyrir það í myndveri í Efstaleiti. „Má ég klára?,“ spurði Guðni og fékk leyfi frá Ástþóri til að gera það. „Förum þá aðeins yfir þetta ef þetta á að vera mál málanna. Fyrst var ég sakaður af Ástþóri um að vera handbendi ykkar hér á RÚV...“ sagði Guðni en komst ekki lengra fyrir Ástþóri. „Ég sagði að framboðinu hefði verið skotið á loft af RÚV.“ Guðni sagði að hann hefði einnig verið bendlaður við Samfylkinguna. Hann sagði Þorgerði Önnu Arnardóttur vera í stjórn framboðsins og að þau tvö hefðu alist upp í sömu götu í Garðabænum. „Hún er í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, láttu þá fylgja allt með,“ bætti Ástþór við. Því næst taldi Guðni upp Friðjón Friðjónsson en hann sagði þá eiga það sameiginlegt að konur þeirra eru báðar að utan og þau öll góðir vinir. „Líka í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Þetta er allt fólk þaðan,“ hrópaði Ástþór en þá greip þáttastjórnandi Spegilsins inn í og spurði Ástþór hvort það væri stór mál. „Og hvaða máli skiptir það? Gefur þú upp flokksskírteini þeirra sem starfa við þitt framboð?“ var Ástþór spurður og svaraði hann því neitandi en bætti við að framboð Guðna væri gert út af „klíkunni á bak við Sjálfstæðisflokkinn“. „Ástþór, við skulum taka þetta mál af dagskrá,“ sagði þáttastjórnandinn. Guðni hélt þó áfram og taldi upp Magnús Lyngdal sem hann sagðist þekkja af fornu fari úr Háskóla Íslands. „Allt þetta fólk tengist Sjálfstæðisflokknum,“ kallaði Ástþór. Guðni sagðist aldrei hafa verið í flokki og aldrei látið flokkspólitík ráða gerðum sínum, það sýni öll hans verk, og sé ekki að fara að byrja á því núna.„Hver er að borga svona heilsíðuauglýsingar?“ Þáttastjórnandi lýsti því yfir að ekki yrði varið meiri tíma í þessar umræður en þá fékk Ástþór nóg. „Hver er að borga svona heilsíðuauglýsingar? Að vera að auglýsa hérna hérna heiðarlegan fulltrúa fólksins. Þú ert ekkert fulltrúi fólksins. Þú ert fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins,“ sagði Ástþór. Þáttastjórnendur reyndu að ná orðinu en Ástþór lét ekki segjast: „Já, já, þið reynið að þagga niður í mér en þetta er bara staðreyndin og þjóðin þarf að vita þetta.“Frá kappræðum frambjóðenda í sjónvarpssal. Vísir/EyþórÞáttastjórnandi bað Ástþór um að sýna meðframbjóðendum sínum virðingu. „Þetta eru ekki meðframbjóðendur mínir. Ég er ekki með þeim í framboði. Alls ekki. Ég á ekkert sameiginlegt með mönnum sem eru gerðir út af flokksklíkum og peningavöldum til að blekkja þjóðina. Ég á ekkert sameiginlegt með því fólki,“ sagði Ástþór og var orðinn frekar æstur á þessum tímapunkti. „Eigum við ekki að hafa smá frið í þessum þætti,“ spurði þáttastjórnandi og var Ástþór snöggur til svars: „Já, reynið þá ekki að þagga niður í því sem fólkið þarf að vita.“„Ég held að þú gætir startað styrjöld einn í herbergi vinur“ Ástþór skoraði því næst á Guðna í kappræður á Harmageddon á X-inu á morgun þar sem þeir tveir myndu mætast og hefðu tvo klukkutíma til að ræða þetta mál. „Ég held að þú gætir startað styrjöld einn í herbergi vinur,“ svaraði Guðni. Ástþór bað um einfalt svar frá Guðna, já eða nei, hvort hann myndi mæta í þáttinn en Guðni sagði að hann væri ekki í yfirheyrslu hjá Ástþóri og að Ástþór stjórnaði ekki þessum þætti. „Ástþór, ef þú ætlar að taka yfir stjórn þáttarins þá verðum við að biðja þig um að gera svo vel að yfirgefa þáttinn,“ sagði annar af þáttastjórnendum við Ástþór sem sagðist ekki vera að reyna að taka yfir stjórn þáttarins.„Viltu hlusta!“ „Viltu hlusta!,“ sagði þáttastjórnandinn . „Þú verður að sýna fólki sem er hér þá tillitsemi að reyna ekki að taka af því þáttinn og eyðileggja hann.“ Þátturinn hélt síðan áfram óáreittur til enda og kom ekki til þess að þurfa að henda Ástþóri úr honum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér. Umræðan byrjar þegar um tuttugu mínútur eru liðnar af þættinum. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
„Reynið þá ekki að þagga niður í mér,“ sagði Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi sem reiddist mikið í Speglinum á Rás 1 í dag þar sem forsetaframbjóðendur mættust. Var æsingurinn það mikill að þáttastjórnendur hótuðu að henda Ástþóri úr hljóðveri ef hann ætlaði sér að taka yfir stjórn þáttarins og eyðileggja hann. Ástþór hefur haldið því fram að framboð Guðna Th. Jóhannessonar sé gert út af fólki úr Sjálfstæðisflokknum. Þáttastjórnandi spurði Guðna hvað væri til í þessu og svaraði Guðni því að þeir sem eru í stjórn framboðsins séu vinir hans frá fornu fari og hann spyrji ekki vina sína um flokksskírteini.Ástþór Magnússon. Vísir/Anton„Má ég klára?“ „Svo eru margir fleiri sem kom að framboðinu, blessunarlega og mér finnst ekki sanngjarnt að Ástþór stilli þessu upp með þessum hætti ,“ sagði Guðni en Ástþór greip þá fram í fyrir Guðna og sagði málið borðleggjandi, Guðni væri frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og að hann hafi þrætt fyrir það í myndveri í Efstaleiti. „Má ég klára?,“ spurði Guðni og fékk leyfi frá Ástþóri til að gera það. „Förum þá aðeins yfir þetta ef þetta á að vera mál málanna. Fyrst var ég sakaður af Ástþóri um að vera handbendi ykkar hér á RÚV...“ sagði Guðni en komst ekki lengra fyrir Ástþóri. „Ég sagði að framboðinu hefði verið skotið á loft af RÚV.“ Guðni sagði að hann hefði einnig verið bendlaður við Samfylkinguna. Hann sagði Þorgerði Önnu Arnardóttur vera í stjórn framboðsins og að þau tvö hefðu alist upp í sömu götu í Garðabænum. „Hún er í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, láttu þá fylgja allt með,“ bætti Ástþór við. Því næst taldi Guðni upp Friðjón Friðjónsson en hann sagði þá eiga það sameiginlegt að konur þeirra eru báðar að utan og þau öll góðir vinir. „Líka í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Þetta er allt fólk þaðan,“ hrópaði Ástþór en þá greip þáttastjórnandi Spegilsins inn í og spurði Ástþór hvort það væri stór mál. „Og hvaða máli skiptir það? Gefur þú upp flokksskírteini þeirra sem starfa við þitt framboð?“ var Ástþór spurður og svaraði hann því neitandi en bætti við að framboð Guðna væri gert út af „klíkunni á bak við Sjálfstæðisflokkinn“. „Ástþór, við skulum taka þetta mál af dagskrá,“ sagði þáttastjórnandinn. Guðni hélt þó áfram og taldi upp Magnús Lyngdal sem hann sagðist þekkja af fornu fari úr Háskóla Íslands. „Allt þetta fólk tengist Sjálfstæðisflokknum,“ kallaði Ástþór. Guðni sagðist aldrei hafa verið í flokki og aldrei látið flokkspólitík ráða gerðum sínum, það sýni öll hans verk, og sé ekki að fara að byrja á því núna.„Hver er að borga svona heilsíðuauglýsingar?“ Þáttastjórnandi lýsti því yfir að ekki yrði varið meiri tíma í þessar umræður en þá fékk Ástþór nóg. „Hver er að borga svona heilsíðuauglýsingar? Að vera að auglýsa hérna hérna heiðarlegan fulltrúa fólksins. Þú ert ekkert fulltrúi fólksins. Þú ert fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins,“ sagði Ástþór. Þáttastjórnendur reyndu að ná orðinu en Ástþór lét ekki segjast: „Já, já, þið reynið að þagga niður í mér en þetta er bara staðreyndin og þjóðin þarf að vita þetta.“Frá kappræðum frambjóðenda í sjónvarpssal. Vísir/EyþórÞáttastjórnandi bað Ástþór um að sýna meðframbjóðendum sínum virðingu. „Þetta eru ekki meðframbjóðendur mínir. Ég er ekki með þeim í framboði. Alls ekki. Ég á ekkert sameiginlegt með mönnum sem eru gerðir út af flokksklíkum og peningavöldum til að blekkja þjóðina. Ég á ekkert sameiginlegt með því fólki,“ sagði Ástþór og var orðinn frekar æstur á þessum tímapunkti. „Eigum við ekki að hafa smá frið í þessum þætti,“ spurði þáttastjórnandi og var Ástþór snöggur til svars: „Já, reynið þá ekki að þagga niður í því sem fólkið þarf að vita.“„Ég held að þú gætir startað styrjöld einn í herbergi vinur“ Ástþór skoraði því næst á Guðna í kappræður á Harmageddon á X-inu á morgun þar sem þeir tveir myndu mætast og hefðu tvo klukkutíma til að ræða þetta mál. „Ég held að þú gætir startað styrjöld einn í herbergi vinur,“ svaraði Guðni. Ástþór bað um einfalt svar frá Guðna, já eða nei, hvort hann myndi mæta í þáttinn en Guðni sagði að hann væri ekki í yfirheyrslu hjá Ástþóri og að Ástþór stjórnaði ekki þessum þætti. „Ástþór, ef þú ætlar að taka yfir stjórn þáttarins þá verðum við að biðja þig um að gera svo vel að yfirgefa þáttinn,“ sagði annar af þáttastjórnendum við Ástþór sem sagðist ekki vera að reyna að taka yfir stjórn þáttarins.„Viltu hlusta!“ „Viltu hlusta!,“ sagði þáttastjórnandinn . „Þú verður að sýna fólki sem er hér þá tillitsemi að reyna ekki að taka af því þáttinn og eyðileggja hann.“ Þátturinn hélt síðan áfram óáreittur til enda og kom ekki til þess að þurfa að henda Ástþóri úr honum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér. Umræðan byrjar þegar um tuttugu mínútur eru liðnar af þættinum.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira