Er forseti yfir það hafinn? Halla Tómasdóttir skrifar 22. júní 2016 07:00 Mikilvægur þáttur í ákvörðun minni um að bjóða mig fram til embættis forseta var löngun mín til að gera gagn. Forseti er í þjónustu þjóðarinnar og á að vinna í hennar þágu. Það vakti því undrun mína að heyra forsetaframbjóðanda halda því fram í fyrsta samtali allra frambjóðenda á RÚV að hann teldi að forseti ætti að vera yfir það hafinn að styðja við einkafyrirtæki. Að mínu mati á forseti ekki að vera yfir það hafinn að styðja gott fólk til góðra verka. Hvorki samlanda sína né aðrar manneskjur. Forseti á ekki að telja eftir sér að styðja við fólkið í landinu: íþróttafólk, listamenn, fræðimenn, frumkvöðla og forystufólk sem vinnur samfélaginu gagn. Forseti á að styðja við menntun, náttúruvernd, landgræðslu, hugverk og handverk, menningu og listsköpun. Forseti á einnig að styðja við íslenskt atvinnulíf. Atvinnulíf er ekki og má ekki vera skammaryrði. Heilbrigt atvinnulíf er grunnur verðmætasköpunar og útflutningstekna og forsenda atvinnusköpunar. Atvinnulífið skapar einstaklingum atvinnu og fjölskyldum lífsviðurværi. Ferðaþjónustan sem hefur reynst drjúg búbót á síðari árum er hluti af atvinnulífinu, sem og ýmis menningartengd frumkvöðlastarfsemi. Forseti getur opnað dyr tækifæra fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Það eru fjölmargir Íslendingar sem notið hafa góðs af þeim tækifærum sem fulltingi forseta hefur skapað þeim á erlendum vettvangi. Handverk, listir, líftækni, hugbúnaðargerð að ógleymdri ferðaþjónustunni eru meðal þeirra geira sem hafa notið góðs af slíkum tækifærum.Í þágu heildarinnar Það er þó ekki sama hvernig forseti beitir sér í þágu þjóðarinnar eða fyrir hönd einkafyrirtækja. Það er til dæmis ekki í lagi að forseti njóti sérstakra fríðinda vegna þeirrar aðstoðar sem hann veitir fyrirtækjum. Það er ekki í lagi að forseti njóti persónulegs ávinnings, hvort sem er í formi greiðslna eða annarra hlunninda. Sú aðstoð sem forseti veitir fyrirtækjum verður að vera í þágu heildarinnar og eiga sér stað á grunni góðs siðferðis. Þá þarf að gæta jafnræðis og koma í veg fyrir að hagsmunatengsl myndist. Gagnsæi verður að vera í fyrirrúmi og setja á embættinu siðareglur. Ég tel reyndar furðulegt að forsetaembættinu hafi ekki verið settar siðareglur. Reglur sem ykju gagnsæi og kæmu í veg fyrir hagsmunaárekstra. Það er mun skynsamlegra en sú aðferð að flokka viðfangsefni eftir hentisemi og draga í dilka eftir því hvort um er að ræða opinberan geira eða einkageira, bókmenntir eða hugbúnaðargerð. Forseta ber að beita sér í þágu lands og þjóðar. Opna tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vinna á heilbrigðan og skynsaman máta að verðmætasköpun, landi og þjóð til gagns. Reynsla skiptir máli, ég hef fjölbreytta og verðmæta reynslu sem getur nýst þjóðinni vel. Á starfsferli mínum hef ég byggt upp víðtækt alþjóðlegt tengslanet sem ég mun svo sannarlega nýta til að leggja fólki lið og opna þannig dyr í þágu Íslands. Forseti getur ekki verið hafinn yfir fólkið í landinu og verkefni þeirra, forseti á að vinna fyrir þjóðina. Forseti á að gera gagn, þannig forseti vil ég vera.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Mikilvægur þáttur í ákvörðun minni um að bjóða mig fram til embættis forseta var löngun mín til að gera gagn. Forseti er í þjónustu þjóðarinnar og á að vinna í hennar þágu. Það vakti því undrun mína að heyra forsetaframbjóðanda halda því fram í fyrsta samtali allra frambjóðenda á RÚV að hann teldi að forseti ætti að vera yfir það hafinn að styðja við einkafyrirtæki. Að mínu mati á forseti ekki að vera yfir það hafinn að styðja gott fólk til góðra verka. Hvorki samlanda sína né aðrar manneskjur. Forseti á ekki að telja eftir sér að styðja við fólkið í landinu: íþróttafólk, listamenn, fræðimenn, frumkvöðla og forystufólk sem vinnur samfélaginu gagn. Forseti á að styðja við menntun, náttúruvernd, landgræðslu, hugverk og handverk, menningu og listsköpun. Forseti á einnig að styðja við íslenskt atvinnulíf. Atvinnulíf er ekki og má ekki vera skammaryrði. Heilbrigt atvinnulíf er grunnur verðmætasköpunar og útflutningstekna og forsenda atvinnusköpunar. Atvinnulífið skapar einstaklingum atvinnu og fjölskyldum lífsviðurværi. Ferðaþjónustan sem hefur reynst drjúg búbót á síðari árum er hluti af atvinnulífinu, sem og ýmis menningartengd frumkvöðlastarfsemi. Forseti getur opnað dyr tækifæra fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Það eru fjölmargir Íslendingar sem notið hafa góðs af þeim tækifærum sem fulltingi forseta hefur skapað þeim á erlendum vettvangi. Handverk, listir, líftækni, hugbúnaðargerð að ógleymdri ferðaþjónustunni eru meðal þeirra geira sem hafa notið góðs af slíkum tækifærum.Í þágu heildarinnar Það er þó ekki sama hvernig forseti beitir sér í þágu þjóðarinnar eða fyrir hönd einkafyrirtækja. Það er til dæmis ekki í lagi að forseti njóti sérstakra fríðinda vegna þeirrar aðstoðar sem hann veitir fyrirtækjum. Það er ekki í lagi að forseti njóti persónulegs ávinnings, hvort sem er í formi greiðslna eða annarra hlunninda. Sú aðstoð sem forseti veitir fyrirtækjum verður að vera í þágu heildarinnar og eiga sér stað á grunni góðs siðferðis. Þá þarf að gæta jafnræðis og koma í veg fyrir að hagsmunatengsl myndist. Gagnsæi verður að vera í fyrirrúmi og setja á embættinu siðareglur. Ég tel reyndar furðulegt að forsetaembættinu hafi ekki verið settar siðareglur. Reglur sem ykju gagnsæi og kæmu í veg fyrir hagsmunaárekstra. Það er mun skynsamlegra en sú aðferð að flokka viðfangsefni eftir hentisemi og draga í dilka eftir því hvort um er að ræða opinberan geira eða einkageira, bókmenntir eða hugbúnaðargerð. Forseta ber að beita sér í þágu lands og þjóðar. Opna tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vinna á heilbrigðan og skynsaman máta að verðmætasköpun, landi og þjóð til gagns. Reynsla skiptir máli, ég hef fjölbreytta og verðmæta reynslu sem getur nýst þjóðinni vel. Á starfsferli mínum hef ég byggt upp víðtækt alþjóðlegt tengslanet sem ég mun svo sannarlega nýta til að leggja fólki lið og opna þannig dyr í þágu Íslands. Forseti getur ekki verið hafinn yfir fólkið í landinu og verkefni þeirra, forseti á að vinna fyrir þjóðina. Forseti á að gera gagn, þannig forseti vil ég vera.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun