Hvers vegna styð ég Guðna Th. Jóhannesson Ísak Kári Kárason skrifar 22. júní 2016 10:01 Þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti framboð sitt þann 5. maí batt það enda á óvissu af minni hálfu. Ég hafði upplifað sama forseta í 20 ár af mínum 24 árum en hafði ekki enn fundið minn fulltrúa af þeim sem höfðu stigið fram. Loks steig Guðni fram og þar var kominn einstaklingur sem ég vissi að gæti verið forseti allra Íslendinga. Ég naut þeirra forréttinda að vera nemandi Guðna í sagnfræðideild Háskóla Íslands þar sem kenndi af sinni stöku snilld. Guðni var þar maður fólksins innan Háskólans þar sem auðvelt og gott var að leita til hans, það voru allir nemendur sammála þessu. Ég er viss um að þessi kostur teygi sig út fyrir veggi Háskólans. Þó það hafi verið einkennileg tilfinning í fyrstu að sjá sinn gamla kennara bjóða sig fram til forseta þá sá ég fljótlega að þar er nákvæmlega sami maður að baki. Einstaklingur sem er til staðar fyrir alla, lítur jöfnum augum á fólkið í kringum sig og minnir mann á að það er leyfilegt að líta björtum augum til framtíðar. Það gleður mig að hafa tækifæri til þess að kjósa einstakling eins og Guðna vegna þess ég hef ekki enn, þó á minni tiltölulega stuttu ævi, fylgst með einstaklingi í framboði sem leiðir baráttu sína jafn drengilega og Guðni. Það er til fyrirmyndar og tilefni fyrir ungan mann til að dást að. Hann hefur staðið af sér alls kyns ásakanir og ákveðið að kynna hugsjónir sínar um framtíð þjóðarinnar frekar en að slást í leðjunni um fortíðina. Ég lærði það í sagnfræðinni að vitneskja um fortíðina getur verið gott verkfæri fyrir ákvarðanir í framtíðinni. Guðni þekkir forsetaembætti einna best hér á landi og því á þetta sérstaklega vel við hér. Þær misheppnuðu tilraunir til að staðsetja Guðna á hinu gamla pólitíska litrófi sýnir að hann er yfirhafinn þessa gömlu skilgreiningu og stendur ekki fyrir einn hóp frekar en annan, hann stendur ekki fyrir neina sérstaka fylkingu nema íslensku þjóðina sameinaða. Þegar maður fylgist með Guðna og Elizu Reid ræða við landsmenn sér maður hversu sterkt fólk er þar á ferðinni sem á auðvelt með að ná til viðmælenda sinna og fylla þá trausti. Þau hjón gefa okkur ástæðu til þess að líta björtum augum á framtíðina því Guðni ætlar að leiða þjóðina í nýja átt sem gefur okkur Íslendingum tækifæri til að byrja í raun og veru að gera upp atburðarás síðastliðinna ára í okkar sögu. Guðni Th. yrði sá forseti sem ég gæti sagt um á mínum eldri árum „Guðni Th. já, það var minn forseti“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti framboð sitt þann 5. maí batt það enda á óvissu af minni hálfu. Ég hafði upplifað sama forseta í 20 ár af mínum 24 árum en hafði ekki enn fundið minn fulltrúa af þeim sem höfðu stigið fram. Loks steig Guðni fram og þar var kominn einstaklingur sem ég vissi að gæti verið forseti allra Íslendinga. Ég naut þeirra forréttinda að vera nemandi Guðna í sagnfræðideild Háskóla Íslands þar sem kenndi af sinni stöku snilld. Guðni var þar maður fólksins innan Háskólans þar sem auðvelt og gott var að leita til hans, það voru allir nemendur sammála þessu. Ég er viss um að þessi kostur teygi sig út fyrir veggi Háskólans. Þó það hafi verið einkennileg tilfinning í fyrstu að sjá sinn gamla kennara bjóða sig fram til forseta þá sá ég fljótlega að þar er nákvæmlega sami maður að baki. Einstaklingur sem er til staðar fyrir alla, lítur jöfnum augum á fólkið í kringum sig og minnir mann á að það er leyfilegt að líta björtum augum til framtíðar. Það gleður mig að hafa tækifæri til þess að kjósa einstakling eins og Guðna vegna þess ég hef ekki enn, þó á minni tiltölulega stuttu ævi, fylgst með einstaklingi í framboði sem leiðir baráttu sína jafn drengilega og Guðni. Það er til fyrirmyndar og tilefni fyrir ungan mann til að dást að. Hann hefur staðið af sér alls kyns ásakanir og ákveðið að kynna hugsjónir sínar um framtíð þjóðarinnar frekar en að slást í leðjunni um fortíðina. Ég lærði það í sagnfræðinni að vitneskja um fortíðina getur verið gott verkfæri fyrir ákvarðanir í framtíðinni. Guðni þekkir forsetaembætti einna best hér á landi og því á þetta sérstaklega vel við hér. Þær misheppnuðu tilraunir til að staðsetja Guðna á hinu gamla pólitíska litrófi sýnir að hann er yfirhafinn þessa gömlu skilgreiningu og stendur ekki fyrir einn hóp frekar en annan, hann stendur ekki fyrir neina sérstaka fylkingu nema íslensku þjóðina sameinaða. Þegar maður fylgist með Guðna og Elizu Reid ræða við landsmenn sér maður hversu sterkt fólk er þar á ferðinni sem á auðvelt með að ná til viðmælenda sinna og fylla þá trausti. Þau hjón gefa okkur ástæðu til þess að líta björtum augum á framtíðina því Guðni ætlar að leiða þjóðina í nýja átt sem gefur okkur Íslendingum tækifæri til að byrja í raun og veru að gera upp atburðarás síðastliðinna ára í okkar sögu. Guðni Th. yrði sá forseti sem ég gæti sagt um á mínum eldri árum „Guðni Th. já, það var minn forseti“.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun