Plant segist ekki muna eftir ýkja mörgu frá upphafi áttunda áratugarins Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. júní 2016 11:42 Liðsmenn Led Zeppelin segjast aldrei hafa heyrt lagið Taurus sem er vissulega keimlíkt Stairway to Heaven. Vísir/Getty Eitt af athyglisverðari málum tónlistarsögunnar hvað ásakanir um lagastuld varðar er við því að ljúka. Meðlimir hljómsveitarinnar Led Zeppelin hafa verið dregnir fyrir dómstóla ásakaðir um að hafa stolið laginu Stairway to Heaven frá hljómsveitinni Spirit fyrir 45 árum síðan. Söngvarinn Robert Plant og gítarleikarinn Jimmy Page hafa báðir mætt í vitnastúkuna til þess að verja sig en báðir segjast þeir ekki hafa þekkt lagið frá Spirit þegar þeir sömdu rokkslagarann ódauðlega. Randy Wolfe höfundur lagsins Taurus, sem Page og Plant eiga að hafa stolið frá Spirit, er látinn en ættingjar hans höfðuðu málið gegn Led Zeppelin.Lenti í bílslysi sama kvöld og hann hitti lagahöfundinnSaksóknarinn í málinu segir að Page og Plant hljóti að hafa þekkt lagið þar sem Jimmy Page og Robert Plant eiga að hafa kynnst liðsmönnum Spirit árið 1970 þegar hljómsveitirnar komu fram saman á tvennum tónleikum í Birmingham. Eftir tónleikana á Plant að hafa eytt kvöldstund með Wolfe. Aðspurður um málið sagði Plant því miður ekki muna neitt eftir lagahöfundinum né eftir ýkja mörgu sem gerðist við upphaf áttunda áratug síðustu aldar. Það var mikið um hlátrasköll í réttarsalnum þegar Plant lét þau ummæli falla. Sér til varnar bar Page fyrir sig að þetta sama kvöld hafi hann lent í bílslysi og fengið högg á höfuðið.Greindi frá uppruna lagsinsBæði Plant og Page þurftu að fara ítarlega í það hvernig lagið hafi orðið til, aðdáendum sveitarinnar til mikils fagnaðar, því það hafa þeir sjaldan gert. Plant sagði að Page hefði spilað gítarlínuna fyrir sig yfir varðeldi og í kjölfarið hafi hugmyndir af melódíu og texta sprottið upp hjá sér. Hann hafi þá farið inn í hús til þess virkja sköpunarflæði sitt og komið til baka með textabrotið; „there is a lady who‘s sure all that glitters is gold, and she‘s buying a stairway to heaven.“ Lögfræðingur Led Zeppelin ber það til varnar sveitarinnar að hljómagangurinn í Stairway to Heaven sé frekar algengur og hafi oft verið notaður við lagasmíðar síðastliðin 300 ár. Búist er við niðurstöðu í málinu fljótlega. Tónlist Tengdar fréttir Jimmy Page endurskrifaði sögu Led Zeppelin í dómsal Sagan af tilurð Led Zeppelin ekki rétt. 17. júní 2016 13:07 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Eitt af athyglisverðari málum tónlistarsögunnar hvað ásakanir um lagastuld varðar er við því að ljúka. Meðlimir hljómsveitarinnar Led Zeppelin hafa verið dregnir fyrir dómstóla ásakaðir um að hafa stolið laginu Stairway to Heaven frá hljómsveitinni Spirit fyrir 45 árum síðan. Söngvarinn Robert Plant og gítarleikarinn Jimmy Page hafa báðir mætt í vitnastúkuna til þess að verja sig en báðir segjast þeir ekki hafa þekkt lagið frá Spirit þegar þeir sömdu rokkslagarann ódauðlega. Randy Wolfe höfundur lagsins Taurus, sem Page og Plant eiga að hafa stolið frá Spirit, er látinn en ættingjar hans höfðuðu málið gegn Led Zeppelin.Lenti í bílslysi sama kvöld og hann hitti lagahöfundinnSaksóknarinn í málinu segir að Page og Plant hljóti að hafa þekkt lagið þar sem Jimmy Page og Robert Plant eiga að hafa kynnst liðsmönnum Spirit árið 1970 þegar hljómsveitirnar komu fram saman á tvennum tónleikum í Birmingham. Eftir tónleikana á Plant að hafa eytt kvöldstund með Wolfe. Aðspurður um málið sagði Plant því miður ekki muna neitt eftir lagahöfundinum né eftir ýkja mörgu sem gerðist við upphaf áttunda áratug síðustu aldar. Það var mikið um hlátrasköll í réttarsalnum þegar Plant lét þau ummæli falla. Sér til varnar bar Page fyrir sig að þetta sama kvöld hafi hann lent í bílslysi og fengið högg á höfuðið.Greindi frá uppruna lagsinsBæði Plant og Page þurftu að fara ítarlega í það hvernig lagið hafi orðið til, aðdáendum sveitarinnar til mikils fagnaðar, því það hafa þeir sjaldan gert. Plant sagði að Page hefði spilað gítarlínuna fyrir sig yfir varðeldi og í kjölfarið hafi hugmyndir af melódíu og texta sprottið upp hjá sér. Hann hafi þá farið inn í hús til þess virkja sköpunarflæði sitt og komið til baka með textabrotið; „there is a lady who‘s sure all that glitters is gold, and she‘s buying a stairway to heaven.“ Lögfræðingur Led Zeppelin ber það til varnar sveitarinnar að hljómagangurinn í Stairway to Heaven sé frekar algengur og hafi oft verið notaður við lagasmíðar síðastliðin 300 ár. Búist er við niðurstöðu í málinu fljótlega.
Tónlist Tengdar fréttir Jimmy Page endurskrifaði sögu Led Zeppelin í dómsal Sagan af tilurð Led Zeppelin ekki rétt. 17. júní 2016 13:07 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Jimmy Page endurskrifaði sögu Led Zeppelin í dómsal Sagan af tilurð Led Zeppelin ekki rétt. 17. júní 2016 13:07