Þegar Vigdís forseti mætti Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 22. júní 2016 12:43 Sumarið 1996 kusu Íslendingar nýjan forseta eins og nú en tveimur dögum fyrir kjördag gerðist annað stórmerkilegt í Íslandssögunni. Lög um staðfesta samvist öðluðust gildi sem veittu sambúðarfólki af sama kyni grundvallarréttindi. Á þessum tíma voru engar gleðigöngur í ágúst og langt frá því að þjóðin væri einhuga í stuðningi sínum við réttindabaráttu hinsegin fólks enda var það alls ekki ávísun á pólitískan frama að taka sér þar stöðu. Forstöðumaður safnaðarins Betel sagði í DV daginn fyrir lögfestinguna um sorgardag að ræða og að „[s]taðfest samvist breytir því ekki að Guð hefur andstyggð á kynvillu. Staðfest samvist hreinsar engan frá synd villunnar. Staðfest samvist gerir Ísland sekt um yfirtroðslur og að hafna Guðs lögum.“ Í ræðustól Alþingis vitnaði þingmaðurinn Árni Johnsen í biblíuna og í sjálfri þjóðkirkjunni voru harðlæstar dyr þrátt fyrir velvilja einstaka presta sem fæstir þorðu að koma fram undir merkjum opinberlega. Ári síðar var reyndar kjörinn biskup sem hlustaði bæði á svartstakka og tók á móti hinsegin fólki en gerði svo ekkert markvert í málunum og var á þann veginn gagnslaus forystumaður og jafnvel verri en nokkur andstæðingur málsins, en það er önnur saga. Það var í þessu andrúmslofti sem forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, þáði boð um að gerast heiðursgestur á frelsishátíð Samtakanna ´78 í Borgarleikhúsinu þar sem lagasetningunni og þýðingu hennar var fagnað. Ekki kom hún þangað til að fella sleggjudóma eða til að gefa út hástemmdar yfirlýsingar sem hristu upp í flokkapólitíkinni. Hún bara mætti og það í sjálfu sér var rammpólitískt útspil. Með blíðu brosi stillti forseti Íslands sér upp fyrir blaðaljósmyndara með jaðarsettum og smáðum minnihlutahópi og engum gat dulist að Vigdís Finnbogadóttir var vinur hinsegin fólks. Það skipti gríðarlega miklu máli fyrir homma og lesbíur inn á við og sendi út sterk skilaboð um að nýir og betri tímar væru handan við hornið. Þannig virkar áhrifamáttur forseta Íslands. Lög um staðfesta samvist og öll önnur seinni baráttumál Samtakanna ´78 urðu stjórnmálamenn á Alþingi að takast á um og samþykkja en þegar Vigdís forseti mætti á þennan vettvang mátti öllum vera ljóst að fullnaðarsigurinn yrði hinsegin fólks að lokum. Þannig hefur forsetinn áhrif og lyftir málum en Alþingi sjálf völdin. Skjáskot af vef timarit.is. Forseti Íslands á að standa fyrir það sem hún eða hann trúir á í hjarta sínu og fylgja eftir þeim gildum af sannfæringu. Forsetinn á að hafa kjark og þor til að hreyfa við þjóðinni í mikilvægum málum og vekja fólk til umhugsunar þegar hætt er við að það fljóti sofandi að feigðarósi. Aðeins þannig á forseti þess kost að vera þjóðinni fyrirmynd og verða minnst í sögunni fyrir að hafa gert það sem rétt var og satt. Andri Snær Magnason er sá forsetaframbjóðandi sem skilur áhrifamátt forseta Íslands. Hann hefur sýnt að hann þorir að lyfta málum sem aðrir vilja ekki snerta á. Andri Snær og Margrét Sjöfn kona hans eiga hugsjónir og framtíðarsýn fyrir land og þjóð og eru til þjónustu reiðubúin. Þau geta miðlað nýjum gildum og betra Íslandi áfram til annarra þjóða með sóma og reisn og markað þannig þáttaskilin sem beðið hefur verið eftir. Til þess hafa þau minn stuðning því raunverulegra breytinga hér á landi er svo sannarlega þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Guðfinnur Sigurvinsson Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sumarið 1996 kusu Íslendingar nýjan forseta eins og nú en tveimur dögum fyrir kjördag gerðist annað stórmerkilegt í Íslandssögunni. Lög um staðfesta samvist öðluðust gildi sem veittu sambúðarfólki af sama kyni grundvallarréttindi. Á þessum tíma voru engar gleðigöngur í ágúst og langt frá því að þjóðin væri einhuga í stuðningi sínum við réttindabaráttu hinsegin fólks enda var það alls ekki ávísun á pólitískan frama að taka sér þar stöðu. Forstöðumaður safnaðarins Betel sagði í DV daginn fyrir lögfestinguna um sorgardag að ræða og að „[s]taðfest samvist breytir því ekki að Guð hefur andstyggð á kynvillu. Staðfest samvist hreinsar engan frá synd villunnar. Staðfest samvist gerir Ísland sekt um yfirtroðslur og að hafna Guðs lögum.“ Í ræðustól Alþingis vitnaði þingmaðurinn Árni Johnsen í biblíuna og í sjálfri þjóðkirkjunni voru harðlæstar dyr þrátt fyrir velvilja einstaka presta sem fæstir þorðu að koma fram undir merkjum opinberlega. Ári síðar var reyndar kjörinn biskup sem hlustaði bæði á svartstakka og tók á móti hinsegin fólki en gerði svo ekkert markvert í málunum og var á þann veginn gagnslaus forystumaður og jafnvel verri en nokkur andstæðingur málsins, en það er önnur saga. Það var í þessu andrúmslofti sem forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, þáði boð um að gerast heiðursgestur á frelsishátíð Samtakanna ´78 í Borgarleikhúsinu þar sem lagasetningunni og þýðingu hennar var fagnað. Ekki kom hún þangað til að fella sleggjudóma eða til að gefa út hástemmdar yfirlýsingar sem hristu upp í flokkapólitíkinni. Hún bara mætti og það í sjálfu sér var rammpólitískt útspil. Með blíðu brosi stillti forseti Íslands sér upp fyrir blaðaljósmyndara með jaðarsettum og smáðum minnihlutahópi og engum gat dulist að Vigdís Finnbogadóttir var vinur hinsegin fólks. Það skipti gríðarlega miklu máli fyrir homma og lesbíur inn á við og sendi út sterk skilaboð um að nýir og betri tímar væru handan við hornið. Þannig virkar áhrifamáttur forseta Íslands. Lög um staðfesta samvist og öll önnur seinni baráttumál Samtakanna ´78 urðu stjórnmálamenn á Alþingi að takast á um og samþykkja en þegar Vigdís forseti mætti á þennan vettvang mátti öllum vera ljóst að fullnaðarsigurinn yrði hinsegin fólks að lokum. Þannig hefur forsetinn áhrif og lyftir málum en Alþingi sjálf völdin. Skjáskot af vef timarit.is. Forseti Íslands á að standa fyrir það sem hún eða hann trúir á í hjarta sínu og fylgja eftir þeim gildum af sannfæringu. Forsetinn á að hafa kjark og þor til að hreyfa við þjóðinni í mikilvægum málum og vekja fólk til umhugsunar þegar hætt er við að það fljóti sofandi að feigðarósi. Aðeins þannig á forseti þess kost að vera þjóðinni fyrirmynd og verða minnst í sögunni fyrir að hafa gert það sem rétt var og satt. Andri Snær Magnason er sá forsetaframbjóðandi sem skilur áhrifamátt forseta Íslands. Hann hefur sýnt að hann þorir að lyfta málum sem aðrir vilja ekki snerta á. Andri Snær og Margrét Sjöfn kona hans eiga hugsjónir og framtíðarsýn fyrir land og þjóð og eru til þjónustu reiðubúin. Þau geta miðlað nýjum gildum og betra Íslandi áfram til annarra þjóða með sóma og reisn og markað þannig þáttaskilin sem beðið hefur verið eftir. Til þess hafa þau minn stuðning því raunverulegra breytinga hér á landi er svo sannarlega þörf.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun