Þegar Vigdís forseti mætti Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 22. júní 2016 12:43 Sumarið 1996 kusu Íslendingar nýjan forseta eins og nú en tveimur dögum fyrir kjördag gerðist annað stórmerkilegt í Íslandssögunni. Lög um staðfesta samvist öðluðust gildi sem veittu sambúðarfólki af sama kyni grundvallarréttindi. Á þessum tíma voru engar gleðigöngur í ágúst og langt frá því að þjóðin væri einhuga í stuðningi sínum við réttindabaráttu hinsegin fólks enda var það alls ekki ávísun á pólitískan frama að taka sér þar stöðu. Forstöðumaður safnaðarins Betel sagði í DV daginn fyrir lögfestinguna um sorgardag að ræða og að „[s]taðfest samvist breytir því ekki að Guð hefur andstyggð á kynvillu. Staðfest samvist hreinsar engan frá synd villunnar. Staðfest samvist gerir Ísland sekt um yfirtroðslur og að hafna Guðs lögum.“ Í ræðustól Alþingis vitnaði þingmaðurinn Árni Johnsen í biblíuna og í sjálfri þjóðkirkjunni voru harðlæstar dyr þrátt fyrir velvilja einstaka presta sem fæstir þorðu að koma fram undir merkjum opinberlega. Ári síðar var reyndar kjörinn biskup sem hlustaði bæði á svartstakka og tók á móti hinsegin fólki en gerði svo ekkert markvert í málunum og var á þann veginn gagnslaus forystumaður og jafnvel verri en nokkur andstæðingur málsins, en það er önnur saga. Það var í þessu andrúmslofti sem forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, þáði boð um að gerast heiðursgestur á frelsishátíð Samtakanna ´78 í Borgarleikhúsinu þar sem lagasetningunni og þýðingu hennar var fagnað. Ekki kom hún þangað til að fella sleggjudóma eða til að gefa út hástemmdar yfirlýsingar sem hristu upp í flokkapólitíkinni. Hún bara mætti og það í sjálfu sér var rammpólitískt útspil. Með blíðu brosi stillti forseti Íslands sér upp fyrir blaðaljósmyndara með jaðarsettum og smáðum minnihlutahópi og engum gat dulist að Vigdís Finnbogadóttir var vinur hinsegin fólks. Það skipti gríðarlega miklu máli fyrir homma og lesbíur inn á við og sendi út sterk skilaboð um að nýir og betri tímar væru handan við hornið. Þannig virkar áhrifamáttur forseta Íslands. Lög um staðfesta samvist og öll önnur seinni baráttumál Samtakanna ´78 urðu stjórnmálamenn á Alþingi að takast á um og samþykkja en þegar Vigdís forseti mætti á þennan vettvang mátti öllum vera ljóst að fullnaðarsigurinn yrði hinsegin fólks að lokum. Þannig hefur forsetinn áhrif og lyftir málum en Alþingi sjálf völdin. Skjáskot af vef timarit.is. Forseti Íslands á að standa fyrir það sem hún eða hann trúir á í hjarta sínu og fylgja eftir þeim gildum af sannfæringu. Forsetinn á að hafa kjark og þor til að hreyfa við þjóðinni í mikilvægum málum og vekja fólk til umhugsunar þegar hætt er við að það fljóti sofandi að feigðarósi. Aðeins þannig á forseti þess kost að vera þjóðinni fyrirmynd og verða minnst í sögunni fyrir að hafa gert það sem rétt var og satt. Andri Snær Magnason er sá forsetaframbjóðandi sem skilur áhrifamátt forseta Íslands. Hann hefur sýnt að hann þorir að lyfta málum sem aðrir vilja ekki snerta á. Andri Snær og Margrét Sjöfn kona hans eiga hugsjónir og framtíðarsýn fyrir land og þjóð og eru til þjónustu reiðubúin. Þau geta miðlað nýjum gildum og betra Íslandi áfram til annarra þjóða með sóma og reisn og markað þannig þáttaskilin sem beðið hefur verið eftir. Til þess hafa þau minn stuðning því raunverulegra breytinga hér á landi er svo sannarlega þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Guðfinnur Sigurvinsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Sumarið 1996 kusu Íslendingar nýjan forseta eins og nú en tveimur dögum fyrir kjördag gerðist annað stórmerkilegt í Íslandssögunni. Lög um staðfesta samvist öðluðust gildi sem veittu sambúðarfólki af sama kyni grundvallarréttindi. Á þessum tíma voru engar gleðigöngur í ágúst og langt frá því að þjóðin væri einhuga í stuðningi sínum við réttindabaráttu hinsegin fólks enda var það alls ekki ávísun á pólitískan frama að taka sér þar stöðu. Forstöðumaður safnaðarins Betel sagði í DV daginn fyrir lögfestinguna um sorgardag að ræða og að „[s]taðfest samvist breytir því ekki að Guð hefur andstyggð á kynvillu. Staðfest samvist hreinsar engan frá synd villunnar. Staðfest samvist gerir Ísland sekt um yfirtroðslur og að hafna Guðs lögum.“ Í ræðustól Alþingis vitnaði þingmaðurinn Árni Johnsen í biblíuna og í sjálfri þjóðkirkjunni voru harðlæstar dyr þrátt fyrir velvilja einstaka presta sem fæstir þorðu að koma fram undir merkjum opinberlega. Ári síðar var reyndar kjörinn biskup sem hlustaði bæði á svartstakka og tók á móti hinsegin fólki en gerði svo ekkert markvert í málunum og var á þann veginn gagnslaus forystumaður og jafnvel verri en nokkur andstæðingur málsins, en það er önnur saga. Það var í þessu andrúmslofti sem forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, þáði boð um að gerast heiðursgestur á frelsishátíð Samtakanna ´78 í Borgarleikhúsinu þar sem lagasetningunni og þýðingu hennar var fagnað. Ekki kom hún þangað til að fella sleggjudóma eða til að gefa út hástemmdar yfirlýsingar sem hristu upp í flokkapólitíkinni. Hún bara mætti og það í sjálfu sér var rammpólitískt útspil. Með blíðu brosi stillti forseti Íslands sér upp fyrir blaðaljósmyndara með jaðarsettum og smáðum minnihlutahópi og engum gat dulist að Vigdís Finnbogadóttir var vinur hinsegin fólks. Það skipti gríðarlega miklu máli fyrir homma og lesbíur inn á við og sendi út sterk skilaboð um að nýir og betri tímar væru handan við hornið. Þannig virkar áhrifamáttur forseta Íslands. Lög um staðfesta samvist og öll önnur seinni baráttumál Samtakanna ´78 urðu stjórnmálamenn á Alþingi að takast á um og samþykkja en þegar Vigdís forseti mætti á þennan vettvang mátti öllum vera ljóst að fullnaðarsigurinn yrði hinsegin fólks að lokum. Þannig hefur forsetinn áhrif og lyftir málum en Alþingi sjálf völdin. Skjáskot af vef timarit.is. Forseti Íslands á að standa fyrir það sem hún eða hann trúir á í hjarta sínu og fylgja eftir þeim gildum af sannfæringu. Forsetinn á að hafa kjark og þor til að hreyfa við þjóðinni í mikilvægum málum og vekja fólk til umhugsunar þegar hætt er við að það fljóti sofandi að feigðarósi. Aðeins þannig á forseti þess kost að vera þjóðinni fyrirmynd og verða minnst í sögunni fyrir að hafa gert það sem rétt var og satt. Andri Snær Magnason er sá forsetaframbjóðandi sem skilur áhrifamátt forseta Íslands. Hann hefur sýnt að hann þorir að lyfta málum sem aðrir vilja ekki snerta á. Andri Snær og Margrét Sjöfn kona hans eiga hugsjónir og framtíðarsýn fyrir land og þjóð og eru til þjónustu reiðubúin. Þau geta miðlað nýjum gildum og betra Íslandi áfram til annarra þjóða með sóma og reisn og markað þannig þáttaskilin sem beðið hefur verið eftir. Til þess hafa þau minn stuðning því raunverulegra breytinga hér á landi er svo sannarlega þörf.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun