Andri Snær – forseti með erindi Eydís Blöndal skrifar 24. júní 2016 08:48 Á laugardaginn eru forsetakosningar. Ég á erfitt með að átta mig á hlutverki forsetans þar sem ég man bara eftir einum forseta. Ég hef enga tilfinningu fyrir því hvort Ólafur hafi verið góður eða slæmur forseti, fyrir mér er forseti Íslands eins og Ólafur er. Sem er eiginlega bara sorglegt. En seinustu mánuði hef ég verið að spyrja mig hvernig forseta ég myndi vilja fá, fengi ég að velja. Fólk talar mikið um að forsetinn eigi að vera sameiningartákn og standa fyrir alla Íslendinga. Fyrir mér er þetta fáránleg krafa. Hvernig á einn einstaklingur að standa fyrir bæði náttúruvernd og náttúrueyðileggingu? Hvernig á einn einstaklingur að sameina fólk sem vill taka á móti flóttafólki og fólk sem vill það ekki? Og svo framvegis. Það eina sem þessi hugmyndafræði skilar okkur er einstaklingur sem talar ekki fyrir neinu og hefur engar opinberar skoðanir, tekur skóflustungur og flytur ávarp um ekki neitt á áramótunum. Og þá sé ég engan tilgang með embættinu.Hvað á forseti að gera? Forseti Íslands getur talað um þá hluti sem skipta máli fyrir framtíðina. Hann getur talað fyrir umhverfismálum (í alvöru, ef við gerum ekkert í þeim málum getum við allt eins sleppt allri annarri umræðu því við munum þurrkast út með næstu kynslóðum), hann getur talað fyrir nýsköpun (hvernig við getum lifað með menguðu vatni, hækkandi sjávarmáli, súrum sjó og fleiri vandamálum sem við höfum ekki enn gert okkur grein fyrir) og hann getur talað fyrir jöfnuði og sanngjörnu samfélagi. Það er það sem ég vil sjá forseta gera, og það merkilega er að ég get valið mér þennan forseta! Eftir að hafa lesið LoveStar og Draumalandið þegar ég var 15 ára, og aftur og aftur seinustu árin, veit ég að Andri Snær mun tala fyrir þessum málefnum sem forseti. Hann hefur lagt mikla vinnu í að ræða við fólkið í landinu, og seinna fólk út um allan heim, um lýðræði, samfélagið, ástina, markaðsöfl, nýsköpun, náttúruvernd og möguleika. Andri Snær sér framtíðina og les í fortíðina af næmi, forvitni og virðingu. Ef þið trúið mér ekki skulið þið lesa bækurnar hans. Það er nákvæmlega þess vegna sem ég skoraði á Andra að bjóða sig fram, og það er þess vegna sem ég get ekki beðið eftir því að kjósa hann sem forseta. Loksins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn eru forsetakosningar. Ég á erfitt með að átta mig á hlutverki forsetans þar sem ég man bara eftir einum forseta. Ég hef enga tilfinningu fyrir því hvort Ólafur hafi verið góður eða slæmur forseti, fyrir mér er forseti Íslands eins og Ólafur er. Sem er eiginlega bara sorglegt. En seinustu mánuði hef ég verið að spyrja mig hvernig forseta ég myndi vilja fá, fengi ég að velja. Fólk talar mikið um að forsetinn eigi að vera sameiningartákn og standa fyrir alla Íslendinga. Fyrir mér er þetta fáránleg krafa. Hvernig á einn einstaklingur að standa fyrir bæði náttúruvernd og náttúrueyðileggingu? Hvernig á einn einstaklingur að sameina fólk sem vill taka á móti flóttafólki og fólk sem vill það ekki? Og svo framvegis. Það eina sem þessi hugmyndafræði skilar okkur er einstaklingur sem talar ekki fyrir neinu og hefur engar opinberar skoðanir, tekur skóflustungur og flytur ávarp um ekki neitt á áramótunum. Og þá sé ég engan tilgang með embættinu.Hvað á forseti að gera? Forseti Íslands getur talað um þá hluti sem skipta máli fyrir framtíðina. Hann getur talað fyrir umhverfismálum (í alvöru, ef við gerum ekkert í þeim málum getum við allt eins sleppt allri annarri umræðu því við munum þurrkast út með næstu kynslóðum), hann getur talað fyrir nýsköpun (hvernig við getum lifað með menguðu vatni, hækkandi sjávarmáli, súrum sjó og fleiri vandamálum sem við höfum ekki enn gert okkur grein fyrir) og hann getur talað fyrir jöfnuði og sanngjörnu samfélagi. Það er það sem ég vil sjá forseta gera, og það merkilega er að ég get valið mér þennan forseta! Eftir að hafa lesið LoveStar og Draumalandið þegar ég var 15 ára, og aftur og aftur seinustu árin, veit ég að Andri Snær mun tala fyrir þessum málefnum sem forseti. Hann hefur lagt mikla vinnu í að ræða við fólkið í landinu, og seinna fólk út um allan heim, um lýðræði, samfélagið, ástina, markaðsöfl, nýsköpun, náttúruvernd og möguleika. Andri Snær sér framtíðina og les í fortíðina af næmi, forvitni og virðingu. Ef þið trúið mér ekki skulið þið lesa bækurnar hans. Það er nákvæmlega þess vegna sem ég skoraði á Andra að bjóða sig fram, og það er þess vegna sem ég get ekki beðið eftir því að kjósa hann sem forseta. Loksins!
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun