Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Víkingur Ó. 2-0 | Gary Martin slökkti í sjóðheitum Ólsurum Tryggvi Páll Tryggvason á Víkingsvelli skrifar 24. júní 2016 21:30 Gary Martin skoraði bæði mörk leiksins. vísir/stefán Heimamenn í Víkingi R. tryggðu sér öll þrjú stigin gegn nöfnum sínum í Víkingi Ó. þegar liðin öttu kappi í fyrsta sinn í efstu deild á Íslandi í 8. umferð Pepsi-deildar karla. Leikurinn byrjaði af krafti og sóttu bæði lið vel í byrjun. Það voru hinsvegar heimamenn sem nýttu sín færi og þegar tólf mínútur liðnar var Gary Martin búinn að skora tvö mörk. Það fyrra kom úr víti eftir að brotið var á Arnþóri Inga Kristinssyni eftir hornspyrnu Ívars Arnar Jónssonar. Martin steig á punktinn og skoraði af fádæma öryggi á tíundu mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar var hann búinn að koma heimamönnum í 2-0 eftir ansi laglegan undirbúning frá Viktori Jónssyni. Hann vippaði boltanum inn fyrir vörn gestanna frá Ólafsvík. Martin hikaði við að skjóta og viðstöðulaust skot hans hafnaði í markinu. Góður sigur heimamanna því í höfn og eru þeir með ellefu stig eftir átta leiki.Af hverju vann Víkingur R. Víkingur R. hafði einfaldlega lausnir við öllu því sem gestirnir reyndu í kvöld. í fyrsta lagi tókst þeim að einangra hin eitraða framherja Hrvoje Tokic einstaklega vel en hann var orðinn pirraður eftir aðeins 20 mínútna leik. Fram á við voru heimamenn einnig mjög sprækir. Sóttu hratt og fjölmenntu vel í sóknina. Þeir leystu hálfpressu Ólafsvíkurmanna af kostgæfni sem gaf þeim tækifæri á góðum sóknum. Viktor Jónsson var mjög erfiður við að eiga í fremstu víglínu á meðan Gary Martin dró varnarlínu gestanna sundur og saman með því að draga sig mikið úti á vinstri kantinn. Þetta opnaði öfluga vörn gestanna oft á tíðum og hefðu heimamenn vel geta bætt við fleiri mörkum hefðu þeir vandað sig örlítið meira á síðasta þriðjungnum.Hvað gekk vel?Miðjuspil heimamanna gekk afar vel í leiknum og þar fór Dofri Snorrason fremstur í flokki. Hann spilar yfirleitt í bakverði en spilaði eins og konungur á miðjunni í kvöld. Gestirnir, með sína tveggja manna miðju, réðu ekkert við þriggja manna miðju heimamanna. Það gerði það að verkum að varnarmenn heimamanna gátu yfirleitt alltaf fundið sinn eigin leikmann á miðjunni og losnað undan hálfpressu gestanna. Þaðan gat miðjumaður heimamanna oft fundið Gary eða Tufegdzic á kantinum. Við þessu höfðu gestirnir frá Ólafsvík fá svör. Að sama skapi gerðu Gary Martin og Viktor Jónsson vel í að skipta reglulega um stöður en þeir tveir léku lausum hala allan leikinn og áttu báðir frábæran leikHvað gekk illa?Gestunum tókst aldrei að ná upp sínum leik. Tokic var alveg einn í framlínunni og fékk enga þjónustu. Setja verður spurningamerki við þá ákvörðun Ejub Purisevic að spila William Dominguez da Silva á miðjunni. Fyrir það fyrsta gerði það það að verkum að Ólsarar söknuðu drifkrafts hans í sókninni og í öðru réði hann ekki neitt við neitt á miðjunni gegn öflugum heimamönnum. Varnarleikur gestanna var einnig ekki upp á marga fiska á öllum vellinum sem gerði það að verkum að heimamenn hefðu vel getað skorað fleiri mörk, hefðu þeir vandað sig örlítið betur.Hvað gerist næst?Víkingar R. fikra ofar í töflunni og eru með 11 stig. Miðað við hvernig deildin hefur spilast á þessu tímabili þarf ekki mikið til þess að komast í efri hlutann og góður sigur gegn spútnik-liði Víkings Ó. ætti að vera góður stökkpallur. Tapið er þó enginn heimsendir fyrir gestina sem hafa staðið sig afar vel á þessu tímabili það sem af er. Liðið er með 14 stig, þremur færri stigum en þeir fengu árið 2013 þegar liðið spilaði síðast í fyrstu deild. Uppskera þeirra er því góð óháp tapinu í kvöld.Milos Milojevic, þjálfari Víkings.Vísir/ernirMilos: Biðst afsökunar á að hafa ekki mætt í viðtalMilos Milojevic var nokkuð kátur með sína menn eftir sigurinn í kvöld en vildi þó byrja á að biðjast afsökunar á að hafa ekki mætt í viðtal eftir tapleik Víkinga gegn Val í síðustu umferð bikarsins. „Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar á því að hafa ekki mætt í viðtöl eftir síðast leik. Það var reyndar sá misskilningur að leikmenn okkar mættu ekki koma í viðtöl. Það var ekki rétt, þetta átti bara við um mig. Maður er oft heitur eftir leiki og ég vildi ekki segja eitthvað rugl,“ sagði Milos. Að öðru leyti var Milos kátur með sína menn en hefði þó viljað fá eitt mark í viðbót sem lið hans hefði sannarlega geta sett enda óð það í færum í leiknum. „Ef ég á að setja eitthvað út á þennan leik, sem er mjög erfitt, þá hefði ég viljað fá eitt mark í viðbót,“ segir Milos sem segir að lið sitt hafi haft leikinn allan tímann í höndum sér gegn erfiðum andstæðingum. „Leikurinn í dag var allan tímann í okkar höndum. Við mættum hér mjög þéttu og skipulögðu liði en það kom mér svolítið á óvart hvað við fengum mikið af færum miðað við liðið sem við vorum að spila við.“ Víkingar hafa blásið heitu og köldu í sumar og aldrei náð að setja saman góða sigurhrinu. Milos er þó vongóður að það takist nú en þó sé erfiður leikur framundan. „Ég held að menn séu meira að að ná því sem við viljum að þeir geri. Við höfum gæðin en við þurfum að vera stöðugri leik eftir leik. Næst er sprengileikur gegn Fylki sem er að leita að líflínu og ég á von á mjög erfiðum leik þar,“ sagði Milos.Ejub og strákarnir eru með 14 stig.vísir/daníelEjub: Erfitt að lenda 2-0 undir í þessari deildEjub Purisevic, þjálfari Víking Ó. var svekktur í leikslok en hann segir að lið sitt hafi ekki spilað nógu vel varnarlega. „Þetta var mjög slakt hjá okkur varnarlega. En að lenda undir á útivelli gegn mjög góðu liði þýðir það að það er erfitt að halda haus og átta sig á því sem er að gerast,“ sagði Ejub sem segir þó að sitt lið hefði vel getað komist aftur inn í leikinn. „Í seinni hálfleik áttum við mjög gott færi og hefðum við skorað þar hefðum við kannski komist inn í leikinn,“ sagði Ejub sem var ekki alveg sáttur við vítaspyrnudóminn á 10. mínútu. „Þetta var víti sem mér fannst vera tæpt og þetta var stór ákvörðun hjá dómaranum,“ segir Ejub sem telur, að þrátt fyrir gott gengi liðsins, séu veikleikar þess ef til vill að koma í ljós. „Það eru stundum að sýna sig þessir veikleikar sem við eigum, varnarlega og á miðjunni og við göngum í gegnum breytingar leik frá leik,“ sagði Ejub.Gary MartinVísirGary Martin: Ég er kominn afturGary Martin, framherji Víkings R. gerði varnarmönnum Víkings. Ó lífið leitt í kvöld í 2-0 sigri þar sem Gary skoraði bæði mörkin. Hann spilaði feykivel og því lá beint við að spyrja hvort hinn gamli Gary Martin, sem spilaði svo vel með ÍA og KR sé mættur aftur. „Já, hann er kominn aftur,“ svaraði Gary. „Milos sagði að hann vildi fá gamla Gary aftur og ég fann fyrir pressu á sjálfum mér.“ Gary var út um allan völl og dró varnarmenn gestanna sundur og saman sem auðveldaði allan sóknarleik heimamanna til muna. Gary segir að Milos hafi gefið sér frelsi til þess að hlaupa út um allan völl. „Ég kom hingað sem framherji og Milos sagðist vilja fá að sjá hlaupin mín. Hann sagði að ég ætti að hlaupa þangað sem ég vildi hlaupa. Ég fékk frelsi eins og þegar ég var að spila með Rúnari hjá KR,“ segir Gary sem var þó svekktur með að ná ekki þrennunni. „Að sjálfsögðu vildi ég þrennunna en ég sagði í hálfleik að mér væri alveg sama um hana, það eina sem ég vildi voru þrjú stig,“ sagði Gary. Hann er viss um að mörkin muni nú flæða enda sé nú það tímabil sumars þar sem hann fer að finna sinn leik á ný. „Mörkin munu koma hjá mér og ég byrja alltaf að spila vel um mitt tímabil þegar vellirnir eru orðnir betri. Það sést á hverju tímabili ef menn skoða minn árangur. Ég er knattspyrnumaður en ekki bardagamaður.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Heimamenn í Víkingi R. tryggðu sér öll þrjú stigin gegn nöfnum sínum í Víkingi Ó. þegar liðin öttu kappi í fyrsta sinn í efstu deild á Íslandi í 8. umferð Pepsi-deildar karla. Leikurinn byrjaði af krafti og sóttu bæði lið vel í byrjun. Það voru hinsvegar heimamenn sem nýttu sín færi og þegar tólf mínútur liðnar var Gary Martin búinn að skora tvö mörk. Það fyrra kom úr víti eftir að brotið var á Arnþóri Inga Kristinssyni eftir hornspyrnu Ívars Arnar Jónssonar. Martin steig á punktinn og skoraði af fádæma öryggi á tíundu mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar var hann búinn að koma heimamönnum í 2-0 eftir ansi laglegan undirbúning frá Viktori Jónssyni. Hann vippaði boltanum inn fyrir vörn gestanna frá Ólafsvík. Martin hikaði við að skjóta og viðstöðulaust skot hans hafnaði í markinu. Góður sigur heimamanna því í höfn og eru þeir með ellefu stig eftir átta leiki.Af hverju vann Víkingur R. Víkingur R. hafði einfaldlega lausnir við öllu því sem gestirnir reyndu í kvöld. í fyrsta lagi tókst þeim að einangra hin eitraða framherja Hrvoje Tokic einstaklega vel en hann var orðinn pirraður eftir aðeins 20 mínútna leik. Fram á við voru heimamenn einnig mjög sprækir. Sóttu hratt og fjölmenntu vel í sóknina. Þeir leystu hálfpressu Ólafsvíkurmanna af kostgæfni sem gaf þeim tækifæri á góðum sóknum. Viktor Jónsson var mjög erfiður við að eiga í fremstu víglínu á meðan Gary Martin dró varnarlínu gestanna sundur og saman með því að draga sig mikið úti á vinstri kantinn. Þetta opnaði öfluga vörn gestanna oft á tíðum og hefðu heimamenn vel geta bætt við fleiri mörkum hefðu þeir vandað sig örlítið meira á síðasta þriðjungnum.Hvað gekk vel?Miðjuspil heimamanna gekk afar vel í leiknum og þar fór Dofri Snorrason fremstur í flokki. Hann spilar yfirleitt í bakverði en spilaði eins og konungur á miðjunni í kvöld. Gestirnir, með sína tveggja manna miðju, réðu ekkert við þriggja manna miðju heimamanna. Það gerði það að verkum að varnarmenn heimamanna gátu yfirleitt alltaf fundið sinn eigin leikmann á miðjunni og losnað undan hálfpressu gestanna. Þaðan gat miðjumaður heimamanna oft fundið Gary eða Tufegdzic á kantinum. Við þessu höfðu gestirnir frá Ólafsvík fá svör. Að sama skapi gerðu Gary Martin og Viktor Jónsson vel í að skipta reglulega um stöður en þeir tveir léku lausum hala allan leikinn og áttu báðir frábæran leikHvað gekk illa?Gestunum tókst aldrei að ná upp sínum leik. Tokic var alveg einn í framlínunni og fékk enga þjónustu. Setja verður spurningamerki við þá ákvörðun Ejub Purisevic að spila William Dominguez da Silva á miðjunni. Fyrir það fyrsta gerði það það að verkum að Ólsarar söknuðu drifkrafts hans í sókninni og í öðru réði hann ekki neitt við neitt á miðjunni gegn öflugum heimamönnum. Varnarleikur gestanna var einnig ekki upp á marga fiska á öllum vellinum sem gerði það að verkum að heimamenn hefðu vel getað skorað fleiri mörk, hefðu þeir vandað sig örlítið betur.Hvað gerist næst?Víkingar R. fikra ofar í töflunni og eru með 11 stig. Miðað við hvernig deildin hefur spilast á þessu tímabili þarf ekki mikið til þess að komast í efri hlutann og góður sigur gegn spútnik-liði Víkings Ó. ætti að vera góður stökkpallur. Tapið er þó enginn heimsendir fyrir gestina sem hafa staðið sig afar vel á þessu tímabili það sem af er. Liðið er með 14 stig, þremur færri stigum en þeir fengu árið 2013 þegar liðið spilaði síðast í fyrstu deild. Uppskera þeirra er því góð óháp tapinu í kvöld.Milos Milojevic, þjálfari Víkings.Vísir/ernirMilos: Biðst afsökunar á að hafa ekki mætt í viðtalMilos Milojevic var nokkuð kátur með sína menn eftir sigurinn í kvöld en vildi þó byrja á að biðjast afsökunar á að hafa ekki mætt í viðtal eftir tapleik Víkinga gegn Val í síðustu umferð bikarsins. „Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar á því að hafa ekki mætt í viðtöl eftir síðast leik. Það var reyndar sá misskilningur að leikmenn okkar mættu ekki koma í viðtöl. Það var ekki rétt, þetta átti bara við um mig. Maður er oft heitur eftir leiki og ég vildi ekki segja eitthvað rugl,“ sagði Milos. Að öðru leyti var Milos kátur með sína menn en hefði þó viljað fá eitt mark í viðbót sem lið hans hefði sannarlega geta sett enda óð það í færum í leiknum. „Ef ég á að setja eitthvað út á þennan leik, sem er mjög erfitt, þá hefði ég viljað fá eitt mark í viðbót,“ segir Milos sem segir að lið sitt hafi haft leikinn allan tímann í höndum sér gegn erfiðum andstæðingum. „Leikurinn í dag var allan tímann í okkar höndum. Við mættum hér mjög þéttu og skipulögðu liði en það kom mér svolítið á óvart hvað við fengum mikið af færum miðað við liðið sem við vorum að spila við.“ Víkingar hafa blásið heitu og köldu í sumar og aldrei náð að setja saman góða sigurhrinu. Milos er þó vongóður að það takist nú en þó sé erfiður leikur framundan. „Ég held að menn séu meira að að ná því sem við viljum að þeir geri. Við höfum gæðin en við þurfum að vera stöðugri leik eftir leik. Næst er sprengileikur gegn Fylki sem er að leita að líflínu og ég á von á mjög erfiðum leik þar,“ sagði Milos.Ejub og strákarnir eru með 14 stig.vísir/daníelEjub: Erfitt að lenda 2-0 undir í þessari deildEjub Purisevic, þjálfari Víking Ó. var svekktur í leikslok en hann segir að lið sitt hafi ekki spilað nógu vel varnarlega. „Þetta var mjög slakt hjá okkur varnarlega. En að lenda undir á útivelli gegn mjög góðu liði þýðir það að það er erfitt að halda haus og átta sig á því sem er að gerast,“ sagði Ejub sem segir þó að sitt lið hefði vel getað komist aftur inn í leikinn. „Í seinni hálfleik áttum við mjög gott færi og hefðum við skorað þar hefðum við kannski komist inn í leikinn,“ sagði Ejub sem var ekki alveg sáttur við vítaspyrnudóminn á 10. mínútu. „Þetta var víti sem mér fannst vera tæpt og þetta var stór ákvörðun hjá dómaranum,“ segir Ejub sem telur, að þrátt fyrir gott gengi liðsins, séu veikleikar þess ef til vill að koma í ljós. „Það eru stundum að sýna sig þessir veikleikar sem við eigum, varnarlega og á miðjunni og við göngum í gegnum breytingar leik frá leik,“ sagði Ejub.Gary MartinVísirGary Martin: Ég er kominn afturGary Martin, framherji Víkings R. gerði varnarmönnum Víkings. Ó lífið leitt í kvöld í 2-0 sigri þar sem Gary skoraði bæði mörkin. Hann spilaði feykivel og því lá beint við að spyrja hvort hinn gamli Gary Martin, sem spilaði svo vel með ÍA og KR sé mættur aftur. „Já, hann er kominn aftur,“ svaraði Gary. „Milos sagði að hann vildi fá gamla Gary aftur og ég fann fyrir pressu á sjálfum mér.“ Gary var út um allan völl og dró varnarmenn gestanna sundur og saman sem auðveldaði allan sóknarleik heimamanna til muna. Gary segir að Milos hafi gefið sér frelsi til þess að hlaupa út um allan völl. „Ég kom hingað sem framherji og Milos sagðist vilja fá að sjá hlaupin mín. Hann sagði að ég ætti að hlaupa þangað sem ég vildi hlaupa. Ég fékk frelsi eins og þegar ég var að spila með Rúnari hjá KR,“ segir Gary sem var þó svekktur með að ná ekki þrennunni. „Að sjálfsögðu vildi ég þrennunna en ég sagði í hálfleik að mér væri alveg sama um hana, það eina sem ég vildi voru þrjú stig,“ sagði Gary. Hann er viss um að mörkin muni nú flæða enda sé nú það tímabil sumars þar sem hann fer að finna sinn leik á ný. „Mörkin munu koma hjá mér og ég byrja alltaf að spila vel um mitt tímabil þegar vellirnir eru orðnir betri. Það sést á hverju tímabili ef menn skoða minn árangur. Ég er knattspyrnumaður en ekki bardagamaður.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira