Vöknum og veljum rétt Þóranna Jónsdóttir skrifar 24. júní 2016 13:35 Ég ætla að láta þetta verða síðustu greinina í nokkurskonar þríliðu. Í þessari grein, eins og hinum, ætla ég að setja fram ósk. Óskin er sú að við vöknum, opnum augun og sjáum það augljósa. Að við sjáum að ákvörðunin um val á forsetaefni er þegar allt kemur til alls ekki svo erfið. Hún liggur í augum uppi. Reynslumikil, hlý og kjarkmikil kona hefur boðið sig fram, það er augljóst að við veljum Höllu. „Gefið okkur val“ bað ég fyrstu grein minni sem birtist snemma í maí. Þar bað ég sitjandi forseta að gefa nýju fólki svigrúm. Hann gerði það. Í annarri greininni bað ég fólk „Í fúlustu alvöru“ að hætta að óttast Davíð og gefa reynslu Höllu gaum. Viti menn, tveim dögum síðar hefur fylgi Höllu tvöfaldast og fylgi Davíðs hrunið. Allt er þegar þrennt er. Ég heyrði Elísabetu Jökulsdóttur, sem reyndar hefur sett óvenjulegan og skemmtilegan blæ á þessa kosningabaráttu, koma með áhugavert innlegg í hátíðarræðu þann 19.júní. Hún sagði að einstaklingar sem yrðu fyrir erfiðri lífsreynslu, ofbeldi eða nauðgun, gripu gjarnan til þess ráðs að þykjast sofa til að losna við sársaukann, þættust jafnvel dauðir. Hún velti fram þeirri spurningu hvort Fjallkonan þættist vera dauð. Ég velti því fyrir mér hvort hún hafi ekki einmitt átt við að við höfum síðustu vikurnar, í kjölfarið á Panama rússíbananum í apríl, eða kannski bara alveg síðan 2008, verið hálf dofin, látist vera sofandi. Kannski er það þess vegna sem við höfum ekki gefið þessum kosningum sérstakan gaum, sofið og látið segja okkur fyrir verkum. Síðustu átta vikur hafa ýmsir spekúlantar verið fengnir til að tjá sig um forsetakosningar. „Spekúlasjónirnar“ hafa yfirleitt ekki náð út yfir síðustu skoðanakönnun. Hver á fætur öðrum hefur talið ómögulegt annað en að Guðni beri sigur úr bítum. Áttuðu sig ekki á því að fólk gæti vaknað, að allt gæti gerst. Nú vil ég halda því til haga að ég tel Guðna vera góðan og grandvaran mann, mér dytti ekki í hug að hallmæla honum á nokkurn hátt. Ég held að flestum sé sama hvað hann sagði um Icesave eða Þorskastríðið, nema kannski Davíð. Hann hefur örugglega gert mistök eins og aðrir og það er í góðu lagi, þeir sem aldrei gera mistök læra minna en við hin. Guðni er greindur maður og drengur góður, en fólki er að verða ljóst að hann er ekki eini kosturinn og kannski ekki sá besti. Ég er bjartsýn, kannski er það sumarið, kannski er það frábært gengi á EM, hver veit? En svo mikið er víst að fólk er að vakna af doðanum, vindáttin er að snúast. Ég óska þess að þegar við vöknum á sunnudagsmorgun verðum við dúndur ánægð með þann forseta sem við völdum. Að við vöknum til lífsins, höfum kjark og þor til að velja besta kostinn, að við veljum Höllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla að láta þetta verða síðustu greinina í nokkurskonar þríliðu. Í þessari grein, eins og hinum, ætla ég að setja fram ósk. Óskin er sú að við vöknum, opnum augun og sjáum það augljósa. Að við sjáum að ákvörðunin um val á forsetaefni er þegar allt kemur til alls ekki svo erfið. Hún liggur í augum uppi. Reynslumikil, hlý og kjarkmikil kona hefur boðið sig fram, það er augljóst að við veljum Höllu. „Gefið okkur val“ bað ég fyrstu grein minni sem birtist snemma í maí. Þar bað ég sitjandi forseta að gefa nýju fólki svigrúm. Hann gerði það. Í annarri greininni bað ég fólk „Í fúlustu alvöru“ að hætta að óttast Davíð og gefa reynslu Höllu gaum. Viti menn, tveim dögum síðar hefur fylgi Höllu tvöfaldast og fylgi Davíðs hrunið. Allt er þegar þrennt er. Ég heyrði Elísabetu Jökulsdóttur, sem reyndar hefur sett óvenjulegan og skemmtilegan blæ á þessa kosningabaráttu, koma með áhugavert innlegg í hátíðarræðu þann 19.júní. Hún sagði að einstaklingar sem yrðu fyrir erfiðri lífsreynslu, ofbeldi eða nauðgun, gripu gjarnan til þess ráðs að þykjast sofa til að losna við sársaukann, þættust jafnvel dauðir. Hún velti fram þeirri spurningu hvort Fjallkonan þættist vera dauð. Ég velti því fyrir mér hvort hún hafi ekki einmitt átt við að við höfum síðustu vikurnar, í kjölfarið á Panama rússíbananum í apríl, eða kannski bara alveg síðan 2008, verið hálf dofin, látist vera sofandi. Kannski er það þess vegna sem við höfum ekki gefið þessum kosningum sérstakan gaum, sofið og látið segja okkur fyrir verkum. Síðustu átta vikur hafa ýmsir spekúlantar verið fengnir til að tjá sig um forsetakosningar. „Spekúlasjónirnar“ hafa yfirleitt ekki náð út yfir síðustu skoðanakönnun. Hver á fætur öðrum hefur talið ómögulegt annað en að Guðni beri sigur úr bítum. Áttuðu sig ekki á því að fólk gæti vaknað, að allt gæti gerst. Nú vil ég halda því til haga að ég tel Guðna vera góðan og grandvaran mann, mér dytti ekki í hug að hallmæla honum á nokkurn hátt. Ég held að flestum sé sama hvað hann sagði um Icesave eða Þorskastríðið, nema kannski Davíð. Hann hefur örugglega gert mistök eins og aðrir og það er í góðu lagi, þeir sem aldrei gera mistök læra minna en við hin. Guðni er greindur maður og drengur góður, en fólki er að verða ljóst að hann er ekki eini kosturinn og kannski ekki sá besti. Ég er bjartsýn, kannski er það sumarið, kannski er það frábært gengi á EM, hver veit? En svo mikið er víst að fólk er að vakna af doðanum, vindáttin er að snúast. Ég óska þess að þegar við vöknum á sunnudagsmorgun verðum við dúndur ánægð með þann forseta sem við völdum. Að við vöknum til lífsins, höfum kjark og þor til að velja besta kostinn, að við veljum Höllu.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun