Forseti fyrir framtíðina Halla Tómasdóttir skrifar 25. júní 2016 07:00 Í dag velur þjóðin nýjan forseta. Kosningarétturinn er hornsteinn lýðræðisins, tækifæri sem hvert og eitt okkar hefur til að hafa bein áhrif. Ég vil hvetja alla til að nýta sinn rétt og velja þann sem þeir einlæglega telja besta kostinn í starfið. Það skiptir máli hver verður forseti Íslands. Ég hef fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga. Ég heyri að fólk vill kynna sér málin, vita hvað frambjóðandinn sem það greiðir atkvæði stendur fyrir, hefur gert og reynt, og hvernig fulltrúi lands og þjóðar hann mun verða. Mikilvægasta verk forseta Íslands er að vinna fyrir fólkið í landinu. Ég bý að fjölbreyttri reynslu og góðu alþjóðlegu tengslaneti og mun leggja mig fram um að gera gagn. Ég held að persónulegir eiginleikar mínir henti þessu starfi vel, og ég hef kjark til að standa með sjálfri mér og minni þjóð. Ég heiti því að beita mínu áhrifavaldi til þess að hér ríki víðtækt jafnrétti og að við sýnum hvert öðru virðingu. Á Íslandi skipta allir máli: aldur, búseta, kyn, uppruni eða atgervi eiga ekki að standa í vegi fyrir því að við fáum tækifæri til að blómstra. Við eigum að styðja við þá sem minna mega sín og tryggja eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld. Börnin og náttúra landsins eru það dýrmætasta sem okkur er falið að annast. Börnin okkar eru framtíðin og ég ber ómælda virðingu fyrir þeim sem sinna menntun þeirra og þroska. Það er mikilvægt að börnin okkar og unga fólkið fái tækifæri til að reyna á sig og sjá heiminn, en ég vil að þau velji að setjast að og búa sitt framtíðarheimili á Íslandi. Það er okkar að gæta þess að það samfélag sem við byggjum upp sé aðlaðandi kostur fyrir unga fólkið. Náttúra Íslands er einstök og ómetanleg. Við eigum að koma fram við hana af virðingu og auðmýkt, njóta gjafa hennar en gæta þess að skila henni heilbrigðri til næstu kynslóðar. Íslendingar hafa margoft sýnt í verki að þeir standa saman þegar á reynir. Þegar við stöndum saman eru okkur allir vegir færir. Stöndum saman að vali næsta forseta, nýtum kosningaréttinn og veljum hæfasta frambjóðandann! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag velur þjóðin nýjan forseta. Kosningarétturinn er hornsteinn lýðræðisins, tækifæri sem hvert og eitt okkar hefur til að hafa bein áhrif. Ég vil hvetja alla til að nýta sinn rétt og velja þann sem þeir einlæglega telja besta kostinn í starfið. Það skiptir máli hver verður forseti Íslands. Ég hef fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga. Ég heyri að fólk vill kynna sér málin, vita hvað frambjóðandinn sem það greiðir atkvæði stendur fyrir, hefur gert og reynt, og hvernig fulltrúi lands og þjóðar hann mun verða. Mikilvægasta verk forseta Íslands er að vinna fyrir fólkið í landinu. Ég bý að fjölbreyttri reynslu og góðu alþjóðlegu tengslaneti og mun leggja mig fram um að gera gagn. Ég held að persónulegir eiginleikar mínir henti þessu starfi vel, og ég hef kjark til að standa með sjálfri mér og minni þjóð. Ég heiti því að beita mínu áhrifavaldi til þess að hér ríki víðtækt jafnrétti og að við sýnum hvert öðru virðingu. Á Íslandi skipta allir máli: aldur, búseta, kyn, uppruni eða atgervi eiga ekki að standa í vegi fyrir því að við fáum tækifæri til að blómstra. Við eigum að styðja við þá sem minna mega sín og tryggja eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld. Börnin og náttúra landsins eru það dýrmætasta sem okkur er falið að annast. Börnin okkar eru framtíðin og ég ber ómælda virðingu fyrir þeim sem sinna menntun þeirra og þroska. Það er mikilvægt að börnin okkar og unga fólkið fái tækifæri til að reyna á sig og sjá heiminn, en ég vil að þau velji að setjast að og búa sitt framtíðarheimili á Íslandi. Það er okkar að gæta þess að það samfélag sem við byggjum upp sé aðlaðandi kostur fyrir unga fólkið. Náttúra Íslands er einstök og ómetanleg. Við eigum að koma fram við hana af virðingu og auðmýkt, njóta gjafa hennar en gæta þess að skila henni heilbrigðri til næstu kynslóðar. Íslendingar hafa margoft sýnt í verki að þeir standa saman þegar á reynir. Þegar við stöndum saman eru okkur allir vegir færir. Stöndum saman að vali næsta forseta, nýtum kosningaréttinn og veljum hæfasta frambjóðandann!
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun