Stelpurnar unnu Skotana sannfærandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2016 16:51 Frá leik með íslenska kvennalandsliðinu. Vísir/Ernir Íslenska kvennalandsliðið í blaki byrjar mjög vel í undankeppni fyrir HM 2018 og EM Smáþjóða 2017. Íslensku stelpurnar áttu mjög góðan leik á móti Skotum og unnu hann 3-0. Íslenska liðið byrjaði að krafti og vann hrinurnar þrjár 25-21, 25-14 og 25-17. Það er hætt við að verkefnið verði strax erfiðara á morgun þegar íslenska liðið mætir heimaliði Lúxemborgar en góður leikur í dag gefur góð fyrirheit. Þær Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir voru stighæstar hjá íslenska liðinu á móti Skotum með fjórtán stig hvor en upplýsingar um gang leiksins má finna á heimasíðu Blaksambands Íslands. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur, fyrirliða og Elísabetu Einarsdóttur á köntunum, á miðjunni voru þær Fríða Sigurðardóttir og Fjóla Rut Svavarsdóttir og í uppspilinu var Kristín Salín Þórhallsdóttir og á móti henni í díó stöðunni var Thelma Dögg Grétarsdóttir. Frelsingjar liðsins voru Steinunn Helga Björgólfsdóttir og Birta Björnsdóttir. Ísland byrjaði betur í leiknum og komst í 5-1. Skotar jöfnuðu leikinn og var jafnt á flestum tölum upp í 19-19. Íslenska liðið gerði þá tvöfalda skiptingu þar sem Berglind Gígja Jónsdóttir kom inn fyrir Thelmu og Hjördís Eiríksdóttir kom inn fyrir Kristínu. Hrinan kláraðist 25-21 fyrir Íslandi. Ísland náði strax tökum á annarri hrinunni og gáfu ekki tommu eftir í baráttunni um þennan sigur. Staðan var orðin 20-10 á tímabili en þá var María Rún Karlsdóttir komin inná til að leysa fyrirliða liðsins af velli. Hrinan endaði 25-14, Íslandi í vil og liðið í góðri stöðu í leiknum. Sama byrjunarlið var í öllum hrinunum en þriðja hrinan var lík annarri hrinunni. Þjálfarateymið beitti tvöföldu skiptingunni í öllum hrinunum og virkaði það mjög vel. Þriðja hrinan endaði 25-17 með frábæru varnarstigi frá Karen Björgu Gunnarsdóttur sem hafði komið inná fyrir Jónu Guðlaugu undir lokin á hrinunni. Ísland vann leikinn 3-0 og voru stigahæstu leikmenn Íslands Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir með 14 stig hvor. Jóna Guðlaug skoraði 10 stig í leiknum og Fríða Sigurðardóttir 8 stig. Tölfræði leiksins má finna hér.Íslenska landsliðið.Mynd/Blaksamband Íslands Aðrar íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna Man City sagt ætla að keppa við Liverpool og Man. United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í blaki byrjar mjög vel í undankeppni fyrir HM 2018 og EM Smáþjóða 2017. Íslensku stelpurnar áttu mjög góðan leik á móti Skotum og unnu hann 3-0. Íslenska liðið byrjaði að krafti og vann hrinurnar þrjár 25-21, 25-14 og 25-17. Það er hætt við að verkefnið verði strax erfiðara á morgun þegar íslenska liðið mætir heimaliði Lúxemborgar en góður leikur í dag gefur góð fyrirheit. Þær Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir voru stighæstar hjá íslenska liðinu á móti Skotum með fjórtán stig hvor en upplýsingar um gang leiksins má finna á heimasíðu Blaksambands Íslands. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur, fyrirliða og Elísabetu Einarsdóttur á köntunum, á miðjunni voru þær Fríða Sigurðardóttir og Fjóla Rut Svavarsdóttir og í uppspilinu var Kristín Salín Þórhallsdóttir og á móti henni í díó stöðunni var Thelma Dögg Grétarsdóttir. Frelsingjar liðsins voru Steinunn Helga Björgólfsdóttir og Birta Björnsdóttir. Ísland byrjaði betur í leiknum og komst í 5-1. Skotar jöfnuðu leikinn og var jafnt á flestum tölum upp í 19-19. Íslenska liðið gerði þá tvöfalda skiptingu þar sem Berglind Gígja Jónsdóttir kom inn fyrir Thelmu og Hjördís Eiríksdóttir kom inn fyrir Kristínu. Hrinan kláraðist 25-21 fyrir Íslandi. Ísland náði strax tökum á annarri hrinunni og gáfu ekki tommu eftir í baráttunni um þennan sigur. Staðan var orðin 20-10 á tímabili en þá var María Rún Karlsdóttir komin inná til að leysa fyrirliða liðsins af velli. Hrinan endaði 25-14, Íslandi í vil og liðið í góðri stöðu í leiknum. Sama byrjunarlið var í öllum hrinunum en þriðja hrinan var lík annarri hrinunni. Þjálfarateymið beitti tvöföldu skiptingunni í öllum hrinunum og virkaði það mjög vel. Þriðja hrinan endaði 25-17 með frábæru varnarstigi frá Karen Björgu Gunnarsdóttur sem hafði komið inná fyrir Jónu Guðlaugu undir lokin á hrinunni. Ísland vann leikinn 3-0 og voru stigahæstu leikmenn Íslands Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir með 14 stig hvor. Jóna Guðlaug skoraði 10 stig í leiknum og Fríða Sigurðardóttir 8 stig. Tölfræði leiksins má finna hér.Íslenska landsliðið.Mynd/Blaksamband Íslands
Aðrar íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna Man City sagt ætla að keppa við Liverpool og Man. United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Sjá meira