Tvær vikur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar 10. júní 2016 12:47 Það er ekkert grín að kjósa forseta þó svo að fjölmargir Íslendingar hafi látið hafa það eftir sér að þessi kosningabarátta sé ekkert annað en einn stór brandari. Forseti Íslands er fulltrúi landsins út á við og getur haft mikil áhrif á samfélagið hvort sem það sé með því að neita að skrifa undir lög, flytja ræður á ráðstefnum eða bjóða kóngafólki í vöfflukaffi á Bessastöðum. Í dag markar tvær vikur í kjördag. Atkvæðagreiðsla utankjörstaða hefur veriðí gangi í þó nokkurn tíma, fólk er farið að mynda sér skoðun og byrjað að ákveða hvaða frambjóðandi hlýtur þeirra atkvæði. Eftir margar vikur í óvissu hef ég tekið ákvörðun. Ég kýs Höllu Tómasdóttur sem minn forseta næstu fjögur árin. Hér koma mín rök. Byrjum á af hverju ég ætla ekki að kjósa aðra frambjóðendur: Af hverju ekki Guðna? Ég ætla að vera sú óvinsæla við matarborðið og segja það hreint og beint út að mér þykir hann ekki frambærilegasti kosturinn til þess að gegna embættinu. Fínn kall, eflaust en eins og ég segi ekki sá sem ég myndi setja í 1. sæti. Guðni er vinsæll maður og þekktur kennari en mér þykir hann vera of pólitískur í tali sínu um stök málefni. Forseti á að vera hlutlaus gagnvart þjóðinni sinni innávið en það er Guðni ekki. Af hverju ekki Davíð? Sem ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi ákvað Davíð að skrifa fjölmarga hlutdræga pistla um mótframboð sitt í blaðið og fáþví dreift inn áöll heimili landsins, þeim að kostnaðarlausu. Ég vil ekki forseta sem nýtir sér aðstöðu sína sem ritstjóri eins stærsta fjölmiðils landsins til að koma mótframboði sínu í vesen. Það er ljótur leikur sem hæfir ekki forseta. Af hverju ekki Andra ? Helsta ástæðan fyrir því að ég kýs ekki Andra er vegna þess aðég trúi því að hann eigi heima á Alþingi þar sem hann getur tekið róttæka afstöðu og komið öllum sínum hugmyndum í verk með lagabreytingum. Mér þykja kraftar hans ekki koma að gagni sem forseti sem þarf að hafa hemil á sér. Ég trúi því að hann geti breytt heiminum sem þingmaður. Ég ætla mér ekki að telja upp fleiri frambjóðendur þar sem ég hef hreinlega ekki verið sammála því sem þeir hafa sagt í kappræðum. Af hverju kýs ég Höllu?Hún hefur verið frambærilegasti frambjóðandinn í öllum þeim kappræðum, viðtölum og spjöllum sem hún hefur tekið þátt í.Hún er harðkjarna töffari á alla veguHún klár frumkvöðull sem hefur reynslu sem mér ber að líta upp tilHún hefur ferðast um allan heim, búiðíöðrum löndum, talar fjölmörg tungumál og er vel liðin utan landsteinana.Hún er sáttasemjari í eðli sínu og fær fólk til að slaka á í kringum sig. Það gleður mig að fylgi Höllu hafi margfaldast seinustu vikur. Það gleður mig að það sé farið að ræða hana sem alvöru möguleika í embættið. Mér finnst Halla Tómasdóttir frambjóðandi sem vert er fyrir alla að kynna sér, sama hvar þeir standa í stjórnmálum og öðrum skoðunum. Kosningarétturinn er mikilvægur og þeir sem hafa réttinn til að kjósa ber að nýta hann samkvæmt eigin sannfæringu, til þess að hann þjóni sínum tilgangi. Lýðræði virkar ekki þannig að fólk kýs þann sem það vill í 2. sæti vegna þess að það vill hægja áþeim sem lítur best út fyrir kosningar. Eins og vitur maður skrifaði einu sinni: „Frekar þann versta en þann næstbesta.“ Þegar allt kemur til alls gildir hvert atkvæði jafnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er ekkert grín að kjósa forseta þó svo að fjölmargir Íslendingar hafi látið hafa það eftir sér að þessi kosningabarátta sé ekkert annað en einn stór brandari. Forseti Íslands er fulltrúi landsins út á við og getur haft mikil áhrif á samfélagið hvort sem það sé með því að neita að skrifa undir lög, flytja ræður á ráðstefnum eða bjóða kóngafólki í vöfflukaffi á Bessastöðum. Í dag markar tvær vikur í kjördag. Atkvæðagreiðsla utankjörstaða hefur veriðí gangi í þó nokkurn tíma, fólk er farið að mynda sér skoðun og byrjað að ákveða hvaða frambjóðandi hlýtur þeirra atkvæði. Eftir margar vikur í óvissu hef ég tekið ákvörðun. Ég kýs Höllu Tómasdóttur sem minn forseta næstu fjögur árin. Hér koma mín rök. Byrjum á af hverju ég ætla ekki að kjósa aðra frambjóðendur: Af hverju ekki Guðna? Ég ætla að vera sú óvinsæla við matarborðið og segja það hreint og beint út að mér þykir hann ekki frambærilegasti kosturinn til þess að gegna embættinu. Fínn kall, eflaust en eins og ég segi ekki sá sem ég myndi setja í 1. sæti. Guðni er vinsæll maður og þekktur kennari en mér þykir hann vera of pólitískur í tali sínu um stök málefni. Forseti á að vera hlutlaus gagnvart þjóðinni sinni innávið en það er Guðni ekki. Af hverju ekki Davíð? Sem ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi ákvað Davíð að skrifa fjölmarga hlutdræga pistla um mótframboð sitt í blaðið og fáþví dreift inn áöll heimili landsins, þeim að kostnaðarlausu. Ég vil ekki forseta sem nýtir sér aðstöðu sína sem ritstjóri eins stærsta fjölmiðils landsins til að koma mótframboði sínu í vesen. Það er ljótur leikur sem hæfir ekki forseta. Af hverju ekki Andra ? Helsta ástæðan fyrir því að ég kýs ekki Andra er vegna þess aðég trúi því að hann eigi heima á Alþingi þar sem hann getur tekið róttæka afstöðu og komið öllum sínum hugmyndum í verk með lagabreytingum. Mér þykja kraftar hans ekki koma að gagni sem forseti sem þarf að hafa hemil á sér. Ég trúi því að hann geti breytt heiminum sem þingmaður. Ég ætla mér ekki að telja upp fleiri frambjóðendur þar sem ég hef hreinlega ekki verið sammála því sem þeir hafa sagt í kappræðum. Af hverju kýs ég Höllu?Hún hefur verið frambærilegasti frambjóðandinn í öllum þeim kappræðum, viðtölum og spjöllum sem hún hefur tekið þátt í.Hún er harðkjarna töffari á alla veguHún klár frumkvöðull sem hefur reynslu sem mér ber að líta upp tilHún hefur ferðast um allan heim, búiðíöðrum löndum, talar fjölmörg tungumál og er vel liðin utan landsteinana.Hún er sáttasemjari í eðli sínu og fær fólk til að slaka á í kringum sig. Það gleður mig að fylgi Höllu hafi margfaldast seinustu vikur. Það gleður mig að það sé farið að ræða hana sem alvöru möguleika í embættið. Mér finnst Halla Tómasdóttir frambjóðandi sem vert er fyrir alla að kynna sér, sama hvar þeir standa í stjórnmálum og öðrum skoðunum. Kosningarétturinn er mikilvægur og þeir sem hafa réttinn til að kjósa ber að nýta hann samkvæmt eigin sannfæringu, til þess að hann þjóni sínum tilgangi. Lýðræði virkar ekki þannig að fólk kýs þann sem það vill í 2. sæti vegna þess að það vill hægja áþeim sem lítur best út fyrir kosningar. Eins og vitur maður skrifaði einu sinni: „Frekar þann versta en þann næstbesta.“ Þegar allt kemur til alls gildir hvert atkvæði jafnt.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar