Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2016 10:06 Það var létt yfir landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á æfingu íslenska landsliðsins í Annecy í morgun en nú eru aðeins þrír dagar í að Ísland spili sinn fyrsta leik á EM. Strákarnir hafa nú verið í Frakklandi í fjóra daga og var æfing gærdagsins opin fyrir fjölmiðla og stuðningsmenn. „Það var gaman. Maður hefur ekki upplifað það áður. Það var reyndar svolítið heitt í gær. Þú hefur ekki brunnið, er það nokkuð?“ spurði hann blaðamann í léttum dúr. Sjá einnig: Íslensk fjölskylda í Annecy: Hér styðja allir Ísland Aron Einar lenti í smá samstuði á æfingunni en segir að það hafi ekki verið alvarlegt. „Menn taka á því á æfingu og svo fer allur dagurinn í endurheimt. Það er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Fyrirliðinn hefur verið að glíma við ökklameiðsli en í ökklanum er beinflís sem hefur verið að valda honum erfiðleikum. Hann segist sem betur fer ekkert finna fyrir henni „Það tekur að vísu á að hafa ekki náð að æfa nógu mikið áður en ég mætti hingað út. Það tekur á aðra vöðva og þess háttar. En þá er gott að hafa þessa sjúkraþjálfara sem eru ýmsu vanir.“ Sjá einnig: Þú þekkir mig betur en það Hann hefur ekki áhyggjur af því að það komi bakslag þegar út í alvöruna er komið. „Ég held að adrenalínið verði það hátt að maður finni ekki fyrir því. Svo tjaslar maður sér saman næsta dag. Það er helst spurning með hausinn og hugarfarið. Ef það er 100 prósent þá er ekkert að fara að stöðva mig.“ Það gekk mikið á þegar íslenska landsliðið flaug til Frakklands, eins og þjóðin öll tók eftir. Aron Einar segir að það hafi verið gott að komast upp á hótel og núllstilla sig. „Nú sé ég að menn eru afslappaðir og fullir tilhlökkunar. Það er góð blanda,“ segir hann. Kristbjörg Jónasdóttir, kærasta Arons Einars, var í hópi þeirra sem var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins í dag en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði hún að hún væri ekki einu sinni búin að bóka flug heim - hún hafði það mikla trú á íslenska liðinu. Sjá einnig: Hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki búin að bóka flug heim „Stuðningur fjölskyldunnar er partur af þessu og maður kann að meta það. En ég læt þau alfarið sjá um hvenær þau bóka flug heim. Það er ekki undir mér komið,“ segir hann í léttum dúr. „Auðvitað er virkilega gaman að sjá allan þann áhuga sem er heima á Íslandi fyrir keppninni. Þjóðin hefur fylgst með EM í gegnum tíðina og það er gaman hún fái nú sitt lið á mótið.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira
Það var létt yfir landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á æfingu íslenska landsliðsins í Annecy í morgun en nú eru aðeins þrír dagar í að Ísland spili sinn fyrsta leik á EM. Strákarnir hafa nú verið í Frakklandi í fjóra daga og var æfing gærdagsins opin fyrir fjölmiðla og stuðningsmenn. „Það var gaman. Maður hefur ekki upplifað það áður. Það var reyndar svolítið heitt í gær. Þú hefur ekki brunnið, er það nokkuð?“ spurði hann blaðamann í léttum dúr. Sjá einnig: Íslensk fjölskylda í Annecy: Hér styðja allir Ísland Aron Einar lenti í smá samstuði á æfingunni en segir að það hafi ekki verið alvarlegt. „Menn taka á því á æfingu og svo fer allur dagurinn í endurheimt. Það er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Fyrirliðinn hefur verið að glíma við ökklameiðsli en í ökklanum er beinflís sem hefur verið að valda honum erfiðleikum. Hann segist sem betur fer ekkert finna fyrir henni „Það tekur að vísu á að hafa ekki náð að æfa nógu mikið áður en ég mætti hingað út. Það tekur á aðra vöðva og þess háttar. En þá er gott að hafa þessa sjúkraþjálfara sem eru ýmsu vanir.“ Sjá einnig: Þú þekkir mig betur en það Hann hefur ekki áhyggjur af því að það komi bakslag þegar út í alvöruna er komið. „Ég held að adrenalínið verði það hátt að maður finni ekki fyrir því. Svo tjaslar maður sér saman næsta dag. Það er helst spurning með hausinn og hugarfarið. Ef það er 100 prósent þá er ekkert að fara að stöðva mig.“ Það gekk mikið á þegar íslenska landsliðið flaug til Frakklands, eins og þjóðin öll tók eftir. Aron Einar segir að það hafi verið gott að komast upp á hótel og núllstilla sig. „Nú sé ég að menn eru afslappaðir og fullir tilhlökkunar. Það er góð blanda,“ segir hann. Kristbjörg Jónasdóttir, kærasta Arons Einars, var í hópi þeirra sem var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins í dag en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði hún að hún væri ekki einu sinni búin að bóka flug heim - hún hafði það mikla trú á íslenska liðinu. Sjá einnig: Hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki búin að bóka flug heim „Stuðningur fjölskyldunnar er partur af þessu og maður kann að meta það. En ég læt þau alfarið sjá um hvenær þau bóka flug heim. Það er ekki undir mér komið,“ segir hann í léttum dúr. „Auðvitað er virkilega gaman að sjá allan þann áhuga sem er heima á Íslandi fyrir keppninni. Þjóðin hefur fylgst með EM í gegnum tíðina og það er gaman hún fái nú sitt lið á mótið.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira