Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2016 10:06 Það var létt yfir landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á æfingu íslenska landsliðsins í Annecy í morgun en nú eru aðeins þrír dagar í að Ísland spili sinn fyrsta leik á EM. Strákarnir hafa nú verið í Frakklandi í fjóra daga og var æfing gærdagsins opin fyrir fjölmiðla og stuðningsmenn. „Það var gaman. Maður hefur ekki upplifað það áður. Það var reyndar svolítið heitt í gær. Þú hefur ekki brunnið, er það nokkuð?“ spurði hann blaðamann í léttum dúr. Sjá einnig: Íslensk fjölskylda í Annecy: Hér styðja allir Ísland Aron Einar lenti í smá samstuði á æfingunni en segir að það hafi ekki verið alvarlegt. „Menn taka á því á æfingu og svo fer allur dagurinn í endurheimt. Það er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Fyrirliðinn hefur verið að glíma við ökklameiðsli en í ökklanum er beinflís sem hefur verið að valda honum erfiðleikum. Hann segist sem betur fer ekkert finna fyrir henni „Það tekur að vísu á að hafa ekki náð að æfa nógu mikið áður en ég mætti hingað út. Það tekur á aðra vöðva og þess háttar. En þá er gott að hafa þessa sjúkraþjálfara sem eru ýmsu vanir.“ Sjá einnig: Þú þekkir mig betur en það Hann hefur ekki áhyggjur af því að það komi bakslag þegar út í alvöruna er komið. „Ég held að adrenalínið verði það hátt að maður finni ekki fyrir því. Svo tjaslar maður sér saman næsta dag. Það er helst spurning með hausinn og hugarfarið. Ef það er 100 prósent þá er ekkert að fara að stöðva mig.“ Það gekk mikið á þegar íslenska landsliðið flaug til Frakklands, eins og þjóðin öll tók eftir. Aron Einar segir að það hafi verið gott að komast upp á hótel og núllstilla sig. „Nú sé ég að menn eru afslappaðir og fullir tilhlökkunar. Það er góð blanda,“ segir hann. Kristbjörg Jónasdóttir, kærasta Arons Einars, var í hópi þeirra sem var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins í dag en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði hún að hún væri ekki einu sinni búin að bóka flug heim - hún hafði það mikla trú á íslenska liðinu. Sjá einnig: Hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki búin að bóka flug heim „Stuðningur fjölskyldunnar er partur af þessu og maður kann að meta það. En ég læt þau alfarið sjá um hvenær þau bóka flug heim. Það er ekki undir mér komið,“ segir hann í léttum dúr. „Auðvitað er virkilega gaman að sjá allan þann áhuga sem er heima á Íslandi fyrir keppninni. Þjóðin hefur fylgst með EM í gegnum tíðina og það er gaman hún fái nú sitt lið á mótið.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira
Það var létt yfir landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni á æfingu íslenska landsliðsins í Annecy í morgun en nú eru aðeins þrír dagar í að Ísland spili sinn fyrsta leik á EM. Strákarnir hafa nú verið í Frakklandi í fjóra daga og var æfing gærdagsins opin fyrir fjölmiðla og stuðningsmenn. „Það var gaman. Maður hefur ekki upplifað það áður. Það var reyndar svolítið heitt í gær. Þú hefur ekki brunnið, er það nokkuð?“ spurði hann blaðamann í léttum dúr. Sjá einnig: Íslensk fjölskylda í Annecy: Hér styðja allir Ísland Aron Einar lenti í smá samstuði á æfingunni en segir að það hafi ekki verið alvarlegt. „Menn taka á því á æfingu og svo fer allur dagurinn í endurheimt. Það er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ Fyrirliðinn hefur verið að glíma við ökklameiðsli en í ökklanum er beinflís sem hefur verið að valda honum erfiðleikum. Hann segist sem betur fer ekkert finna fyrir henni „Það tekur að vísu á að hafa ekki náð að æfa nógu mikið áður en ég mætti hingað út. Það tekur á aðra vöðva og þess háttar. En þá er gott að hafa þessa sjúkraþjálfara sem eru ýmsu vanir.“ Sjá einnig: Þú þekkir mig betur en það Hann hefur ekki áhyggjur af því að það komi bakslag þegar út í alvöruna er komið. „Ég held að adrenalínið verði það hátt að maður finni ekki fyrir því. Svo tjaslar maður sér saman næsta dag. Það er helst spurning með hausinn og hugarfarið. Ef það er 100 prósent þá er ekkert að fara að stöðva mig.“ Það gekk mikið á þegar íslenska landsliðið flaug til Frakklands, eins og þjóðin öll tók eftir. Aron Einar segir að það hafi verið gott að komast upp á hótel og núllstilla sig. „Nú sé ég að menn eru afslappaðir og fullir tilhlökkunar. Það er góð blanda,“ segir hann. Kristbjörg Jónasdóttir, kærasta Arons Einars, var í hópi þeirra sem var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins í dag en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði hún að hún væri ekki einu sinni búin að bóka flug heim - hún hafði það mikla trú á íslenska liðinu. Sjá einnig: Hefur svo mikla trú á strákunum að hún er ekki búin að bóka flug heim „Stuðningur fjölskyldunnar er partur af þessu og maður kann að meta það. En ég læt þau alfarið sjá um hvenær þau bóka flug heim. Það er ekki undir mér komið,“ segir hann í léttum dúr. „Auðvitað er virkilega gaman að sjá allan þann áhuga sem er heima á Íslandi fyrir keppninni. Þjóðin hefur fylgst með EM í gegnum tíðina og það er gaman hún fái nú sitt lið á mótið.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira