Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að heilt yfir hafi fyrstu dagar íslenska landsliðsins gengið vel í Frakklandi en Ísland á sinn fyrsta leik á EM gegn Portúgal á þriðjudag.
„Það er ekki allt eins og við ætluðum okkur en maður tekur þá afstöðu að vera ekki að láta litlu hlutina fara í taugarnar á okkur. Það eru pínulitlir hlutir sem eiga ekki að vera að skemma þetta fyrir okkur,“ sagði Heimir fyrir æfingu íslenska liðsins í dag.
Hann segir að það sem hefur verið í ólagi snúi fyrst og fremst að skipulagsmálum.
„Það er ekki allt eins og við vildum hafa það og Frakkarnir eru svolítið hægir. Hægari en Íslendingar. Það er ekkert verið að bretta upp ermar og rumpa hlutunum af. En þetta eru litlir hlutir sem skipta engu máli í stóra samhenginu.“
Heyra má allt viðtalið við Heimi hér fyrir ofan þar sem hann ræðir aðstöðu Íslands í EM og stemninguna í íslenska hópnum.
Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur
Tengdar fréttir

Heimir um Lars við BBC: Ég hef mjólkað hann eins og kú
BBC gerði mikið úr því að Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands á EM, sé tannlæknir í hálfu starfi í umfjöllun stöðvarinnar um íslenska fótboltalandsliðið en þjálfarar liðsins fá þar mikið hrós fyrir að hafa komið litla Íslandi inn á EM karla í fótbolta.

Heimir ekki eini þjálfarinn á EM sem á afmæli í dag
Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins, heldur upp á 49 ára afmæli sitt í dag.

Sjáðu þegar Heimir truflaði Lars: I'm taking over!
Stórskemmtileg uppákoma átti sér stað í viðtali við Lars Lagerbäck eftir landsleikinn gegn Liechtenstein.

Heimir: Óvissan er stærsta hindrunin
„Hann hefur gert þetta áður,“ sagði Heimir við Lars sem bað hann, í léttum tón, að halda "kúlinu“.