Hillary Clinton leiðir kapphlaupið um Hvíta húsið um ellefu prósentustig samkvæmt nýrri könnun Reuters fréttaveitunnar. Hún mælist með 46 prósenta fylgi fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum en mótherji hennar Donald Trump mælist með 34,8 prósent.
Nærri því fimmtungur segist styðja hvorugan frambjóðandann.
Bæði Demókratar og Repúblikanar halda flokksþing sín í júlí þar sem frambjóðendur flokkanna verða formlega ákveðnir. Bæði Clinton og Trump hafa náð lágmarksfjölda kjörmanna í forvali til að tryggja sér tilnefninguna.
Samkvæmt frétt Reuters er Clinton með svipað fylgi og í síðustu viku, áður en hún tryggði sér lágmarksfjölda kjörmanna.
Clinton mælist hærri en Trump
Samúel Karl Ólason skrifar
