Íslenski boltinn

Sonur Eiðs Smára skoraði annan leikinn í röð | Leiknir F. skellti Haukum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hákon Ingi var á skotskónum í dag.
Hákon Ingi var á skotskónum í dag. vísir/vísir
Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, var á skotskónum þeagr HK fór upp úr fallsæti með sigri gegn Grindavík í Inkasso-deild karla í dag, 3-2.

Þetta var þriðja mark Sveins Arons í síðustu tveimur leikjum, en hann kom HK á bragðið á 50. mínútu.

Hákon Ingi Jónsson tvöfaldaði forystuna á 85. mínútu, en William Daniels minnkaði muninn á 87. mínútu. Lokatölur 2-1.

HK er því komið upp úr fallsæti, en þeir eru í tíunda sæti deildarinnar með fimm stig. Grindavík er í öðru sætinu með tólf stig.

Leiknir Fáskrúðsfirði vann sinn fyrsta sigur í Inkasso-deildinni, en þeir skelltu Haukum með fjórum mörkum gegn engu á heimavelli.

Hilmar Freyr Bjartþórsson kom Leikni yfir og Ignacio Gaona tvöfaldaði forystuna. Almar Daði Jónsson bætti við tveimur mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 4-0.

Leiknir er þó enn í fallsæti með þrjú stig, en Haukarnir eru í sjöunda sætinu með sjö stig.

Jóhann Helgi Hannesson tryggði Þór sigri með nánast síðustu spyrnu leiksins gegn Huginn á heimavelli, en lokatölur 2-1.

Gauti Gautason kom Huginn yfir með sjálfsmarki, en Birkir Heimisson jafnaði í síðari hálfleik. Jóhann Helgi tryggði svo sigurinn í uppbótartíma.

Þór er jafnt nágrönnunum í KA á toppnum með þrettán stig, en lakari markatölu. Huginn er á botninum með þrjú stig.

Úrslit og markaskorar:

Leiknir F. - Haukar 4-0

1-0 Hilmar Freyr Bjartþórsson (4.), 2-0 Ignacio Poveda Gaona (22.), 3-0 Almar Daði Jónsson (31.), 4-0 Almar Daði Jónsson (51.).

HK - Grindavík 2-1

1-0 Sveinn Aron Guðjohnsen (50.), 2-0 Hákon Ingi Jónsson (85.), 2-1 William Daniels (87.).

Þór - Huginn 2-1

0-1 Gauti Gautason - sjálfsmark (26.), 1-1 Birkir Heimisson (67.), 2-1 Jóhann Helgi Hannesson (93.).

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×