Íslenskir stuðningsmenn þurfa ekki að óttast um öryggi sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júní 2016 22:00 Íslenskur lögreglumaður sem er hluti af öryggisteymi á Evrópumótinu í knattspyrnu á ekki von á vandræðum þegar íslenskir og portúgalskir stuðningsmenn koma saman í Saint-Étienne á þriðjudaginn. Til átaka kom milli stuðningsmanna Rússa og Englendinga í Marseille í gærkvöldi. Englendingar eru í sárum eftir að hafa misst unninn leik niður í jafntefli á lokamínútunum í gær. Athygli fjölmiðla eftir leik fór þó fljótlega að beinast að átökum stuðningsmanna þjóðanna, bæði í stúkunni og á götum Marseille. Reiknað er með því að UEFA refsi Rússum harðlega fyrir framkomu sinna stuðningsmanna.“ Stuðningsmenn Rússa eru sakaðir um kynþáttaníð og ofbeldi á áhorfendapöllunum á Stade Velodrome. Að leik loknum þurfti lögregla að beita táragasi til að sundra stuðningsmönnum þjóðanna. Ekki slagsmál úti um alla borg Tjörvi Einarsson, íslenskur lögreglufulltrúi sem er hluti af öryggisteymi Evrópumótsins, segir að þótt átökin séu alvarleg verði að hafa í huga að þau séu staðbundin og eigi aðeins við um brotabrot stuðningsmanna „Átökin virðast ekki vera jafnútbreidd og má lesa út úr fjölmiðlum. Og þau virðast vera bundin við hópa af bullum,“ segir Tjörvi. Það séu þær sem eru að slást á milli sín og ekki þannig að um sé að ræða slagsmál úti um alla borg. Langflestir stuðningsmenn ætli að skemmta sér í Frakklandi og hvetur Tjörvi stuðningsmenn til að mæta á svokölluð Fan Zone þar sem eru risaskjáir, ókeypis inn og mikið öryggi. „Því miður eru ekki alveg allir sem hafa sömu skilgreiningu á skemmtun og við hin. Við brýnum fyrir fólki að vera ekki að ögra, það er ekki víst að því verði vel tekið, og kannski ekki öllum sem finnst stríðni jafnfyndin,“ segir Tjörvi. Það séu almennar varúðarráðleggingar.Ekki fyrir venjulegt fólk að hafa áhyggjur Ísland mætir Portúgal í Saint-Étienne á þriðjudaginn og hefur ekki áhyggjur af öryggi Íslendinga. „Það er haldið vel utan um öryggismál og 99% ætla ég að leyfa mér að fullyrða eru komin til að gera þetta á friðsamlegum nótum. Við venjulega fólkið eigum ekki að hafa of miklar áhyggjur af þeim. Bara þekkja að þetta sé til og vera ekki að sogast inn í svoleiðis vitlteysu.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Fréttamenn 365 12. júní 2016 09:00 Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03 UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Íslenskur lögreglumaður sem er hluti af öryggisteymi á Evrópumótinu í knattspyrnu á ekki von á vandræðum þegar íslenskir og portúgalskir stuðningsmenn koma saman í Saint-Étienne á þriðjudaginn. Til átaka kom milli stuðningsmanna Rússa og Englendinga í Marseille í gærkvöldi. Englendingar eru í sárum eftir að hafa misst unninn leik niður í jafntefli á lokamínútunum í gær. Athygli fjölmiðla eftir leik fór þó fljótlega að beinast að átökum stuðningsmanna þjóðanna, bæði í stúkunni og á götum Marseille. Reiknað er með því að UEFA refsi Rússum harðlega fyrir framkomu sinna stuðningsmanna.“ Stuðningsmenn Rússa eru sakaðir um kynþáttaníð og ofbeldi á áhorfendapöllunum á Stade Velodrome. Að leik loknum þurfti lögregla að beita táragasi til að sundra stuðningsmönnum þjóðanna. Ekki slagsmál úti um alla borg Tjörvi Einarsson, íslenskur lögreglufulltrúi sem er hluti af öryggisteymi Evrópumótsins, segir að þótt átökin séu alvarleg verði að hafa í huga að þau séu staðbundin og eigi aðeins við um brotabrot stuðningsmanna „Átökin virðast ekki vera jafnútbreidd og má lesa út úr fjölmiðlum. Og þau virðast vera bundin við hópa af bullum,“ segir Tjörvi. Það séu þær sem eru að slást á milli sín og ekki þannig að um sé að ræða slagsmál úti um alla borg. Langflestir stuðningsmenn ætli að skemmta sér í Frakklandi og hvetur Tjörvi stuðningsmenn til að mæta á svokölluð Fan Zone þar sem eru risaskjáir, ókeypis inn og mikið öryggi. „Því miður eru ekki alveg allir sem hafa sömu skilgreiningu á skemmtun og við hin. Við brýnum fyrir fólki að vera ekki að ögra, það er ekki víst að því verði vel tekið, og kannski ekki öllum sem finnst stríðni jafnfyndin,“ segir Tjörvi. Það séu almennar varúðarráðleggingar.Ekki fyrir venjulegt fólk að hafa áhyggjur Ísland mætir Portúgal í Saint-Étienne á þriðjudaginn og hefur ekki áhyggjur af öryggi Íslendinga. „Það er haldið vel utan um öryggismál og 99% ætla ég að leyfa mér að fullyrða eru komin til að gera þetta á friðsamlegum nótum. Við venjulega fólkið eigum ekki að hafa of miklar áhyggjur af þeim. Bara þekkja að þetta sé til og vera ekki að sogast inn í svoleiðis vitlteysu.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Fréttamenn 365 12. júní 2016 09:00 Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03 UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39
Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Birkir Björnsson varð vitni að óeirðunum í strandborginni í Frakklandi í gær. 12. júní 2016 13:03
UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22