Saga Kára DJ Árnasonar: „Ég var búaður af sviði eftir tvö lög“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 23:30 Kári Árnason hefur húmor fyrir sjálfum sér. Vísir/Valli Miðvörðurinn Kári Árnason hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir ef svo ber undir. Eitt besta dæmið um það er ball í Fossvogsskóla fyrir heilum 22 árum. Kári segist hafa litið töluvert til bróður síns Daða þegar kom að tónlist til að hlusta á. Hann hafi hlustað á það sem Daði hlustaði á sem á þeim tíma var bandaríska rokkhljómsveitin Pearl Jam. „Það var ekki í tísku hjá mínum aldurshópi að hlusta á hana,“ segir Kári hlæjandi beðinn um að rifja upp söguna sem Andri Tómas Gunnarssson, vinur Kára, sagði Dodda litla á Rás 2 á dögunum. Þannig var að Kári hafði tekið að sér að vera plötusnúður á balli í Fossvogsskóla í tólf ára bekk. „Ég hélt ég væri rosalegur gæi, ætlaði að gerast DJ tólf ára gamall,“ segir Kári. „Ég vissi ekki að það þyrfti að undirbúa sig,“ segir miðvörðurinn sem fór að grúska í plötusafninu en leitaði svo til bróður síns. Skilaboðin voru skír. Hann ætti að hætta að gramsa í plötunum og taka bara tvo Pearl Jam geisladiska. Þetta myndi reddast. „Það er ekkert partý án Pearl Jam,“ hefur Kári eftir bróður sínum og hélt vígreifur á ballið með diskana tvo. „Það endaði ekki vel fyrir mig. Ég var búaður af sviði eftir tvö lög.“ Kári hefur augljóslega húmor fyrir sjálfum sér og misheppnaðri byrjun á ferlinum sem plötusnúður. Staðan er hins vegar enn svipuð. Hann fær ekki að koma nálægt tónlistarvalinu í klefanum hjá landsliðinu. Þar fái yngri leikmennirnir að ráða för.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Mesta eftirsjáin að skipta ekki fyrr yfir í miðvörðinn Kári Árnason ætlaði aldrei að verða atvinnumaður. Miðvörðurinn hefur haft margan skrautfuglinn sem þjálfara. Hann segist munu sakna stundanna í landsliðinu mest. 3. september 2015 13:15 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Miðvörðurinn Kári Árnason hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir ef svo ber undir. Eitt besta dæmið um það er ball í Fossvogsskóla fyrir heilum 22 árum. Kári segist hafa litið töluvert til bróður síns Daða þegar kom að tónlist til að hlusta á. Hann hafi hlustað á það sem Daði hlustaði á sem á þeim tíma var bandaríska rokkhljómsveitin Pearl Jam. „Það var ekki í tísku hjá mínum aldurshópi að hlusta á hana,“ segir Kári hlæjandi beðinn um að rifja upp söguna sem Andri Tómas Gunnarssson, vinur Kára, sagði Dodda litla á Rás 2 á dögunum. Þannig var að Kári hafði tekið að sér að vera plötusnúður á balli í Fossvogsskóla í tólf ára bekk. „Ég hélt ég væri rosalegur gæi, ætlaði að gerast DJ tólf ára gamall,“ segir Kári. „Ég vissi ekki að það þyrfti að undirbúa sig,“ segir miðvörðurinn sem fór að grúska í plötusafninu en leitaði svo til bróður síns. Skilaboðin voru skír. Hann ætti að hætta að gramsa í plötunum og taka bara tvo Pearl Jam geisladiska. Þetta myndi reddast. „Það er ekkert partý án Pearl Jam,“ hefur Kári eftir bróður sínum og hélt vígreifur á ballið með diskana tvo. „Það endaði ekki vel fyrir mig. Ég var búaður af sviði eftir tvö lög.“ Kári hefur augljóslega húmor fyrir sjálfum sér og misheppnaðri byrjun á ferlinum sem plötusnúður. Staðan er hins vegar enn svipuð. Hann fær ekki að koma nálægt tónlistarvalinu í klefanum hjá landsliðinu. Þar fái yngri leikmennirnir að ráða för.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Mesta eftirsjáin að skipta ekki fyrr yfir í miðvörðinn Kári Árnason ætlaði aldrei að verða atvinnumaður. Miðvörðurinn hefur haft margan skrautfuglinn sem þjálfara. Hann segist munu sakna stundanna í landsliðinu mest. 3. september 2015 13:15 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Mesta eftirsjáin að skipta ekki fyrr yfir í miðvörðinn Kári Árnason ætlaði aldrei að verða atvinnumaður. Miðvörðurinn hefur haft margan skrautfuglinn sem þjálfara. Hann segist munu sakna stundanna í landsliðinu mest. 3. september 2015 13:15