Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 13:00 Aron Einar Gunnarsson í viðtali á liðshóteli strákanna. vísir/vilhelm liði Portúgal. Strákarnir okkar hefja leik á EM í kvöld þegar þeir mæta Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne. Íslenska liðið mætir vel undirbúið til leiks en Lars og Heimir hafa leikgreint mótherjanna ýtarlega ásamt Ólafi Kristjánssyni sem er búinn að njósna um Portúgalana í nokkra mánuði. „Við erum búnir að fara vel yfir þá. Þeir eru virkilega fljótir fram á við og nýta sér skyndisóknir ef boltinn tapast hjá mótherjanum. Svo hafa þeir þessa bónuskarla í liðinu sínu og geta haldið bolta vel,“ segir Aron Einar við Vísi. „Hvort þeir komi til með að mæta okkur framarlega á vellinum veit ég ekki alveg. Þeir eru að mæta öðruvísi landsliði. Við erum með tvo frammi og þeir eru ekki vanir því. Það verður vonandi erfitt fyrir þá að ráða við. En þeir hafa pottþétt leikgreint okkur í tætlur líka.“Aron Einar Gunnarsson í meðhöndlun á æfingu.vísir/epaÞurfum að glíma við föstu leikatriðin Portúgalska liðið er virkilega gott og rústaði sínum riðli í undankeppninni þar sem það vann sjö leiki og tapaði aðeins einum. Að margra mati hefur Portúgal ekki verið með sterkara lið í mörg ár. „Ég veit ekki hvort fólk geri sér grein fyrir því að það er ekki bara Ronaldo sem er góður þarna. Þarna eru ungir strákar eins og Renato Sanches sem eru virkilega góðir í fótbolta,“ segir Aron Einar. „Það býst enginn við því að við fáum eitthvað úr þessum leik. Það spilar bara upp í okkar hendur. Við höfum komið á óvart áður og vonandi höldum við því áfram." Aron segir að íslenska liðið þurfi að ná upp sínum besta leik og spila eins og það gerði í undankeppninni. Föstu leikatriðin verða lykill á Stade Geoffroy-Guichard í kvöld. "Ég held að þeir komi ekki til með að nenna neitt sérstaklega að verjst okkur í föstum leikatriðum en þeir þurfa að glíma við það. Það er alveg klárt,“ segir fyrirliðinn. „Við þurfum bara að spila okkar leik og vera þéttir. Það hefur vantað aðeins upp á það í æfingaleikjunum en ég hef fulla trú á því að við náum því aftur í gang,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
liði Portúgal. Strákarnir okkar hefja leik á EM í kvöld þegar þeir mæta Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne. Íslenska liðið mætir vel undirbúið til leiks en Lars og Heimir hafa leikgreint mótherjanna ýtarlega ásamt Ólafi Kristjánssyni sem er búinn að njósna um Portúgalana í nokkra mánuði. „Við erum búnir að fara vel yfir þá. Þeir eru virkilega fljótir fram á við og nýta sér skyndisóknir ef boltinn tapast hjá mótherjanum. Svo hafa þeir þessa bónuskarla í liðinu sínu og geta haldið bolta vel,“ segir Aron Einar við Vísi. „Hvort þeir komi til með að mæta okkur framarlega á vellinum veit ég ekki alveg. Þeir eru að mæta öðruvísi landsliði. Við erum með tvo frammi og þeir eru ekki vanir því. Það verður vonandi erfitt fyrir þá að ráða við. En þeir hafa pottþétt leikgreint okkur í tætlur líka.“Aron Einar Gunnarsson í meðhöndlun á æfingu.vísir/epaÞurfum að glíma við föstu leikatriðin Portúgalska liðið er virkilega gott og rústaði sínum riðli í undankeppninni þar sem það vann sjö leiki og tapaði aðeins einum. Að margra mati hefur Portúgal ekki verið með sterkara lið í mörg ár. „Ég veit ekki hvort fólk geri sér grein fyrir því að það er ekki bara Ronaldo sem er góður þarna. Þarna eru ungir strákar eins og Renato Sanches sem eru virkilega góðir í fótbolta,“ segir Aron Einar. „Það býst enginn við því að við fáum eitthvað úr þessum leik. Það spilar bara upp í okkar hendur. Við höfum komið á óvart áður og vonandi höldum við því áfram." Aron segir að íslenska liðið þurfi að ná upp sínum besta leik og spila eins og það gerði í undankeppninni. Föstu leikatriðin verða lykill á Stade Geoffroy-Guichard í kvöld. "Ég held að þeir komi ekki til með að nenna neitt sérstaklega að verjst okkur í föstum leikatriðum en þeir þurfa að glíma við það. Það er alveg klárt,“ segir fyrirliðinn. „Við þurfum bara að spila okkar leik og vera þéttir. Það hefur vantað aðeins upp á það í æfingaleikjunum en ég hef fulla trú á því að við náum því aftur í gang,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00
Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00
Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00