Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 15:00 Lars Lagerbäck er alltaf raunsær en bjartsýnn. vísir/vilhelm Fyrsti mótherji strákanna okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta á Evrópumótinu í Frakklandi er Portúgal. Ísland mætir Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard klukkan 19.00 í kvöld en um er að ræða fyrsta leik karlalandsliðsins á stórmóti í sögunni. Lars ber mikla virðingu fyrir portúgalska liðinu og þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera flotta hluti með liðið. „Portúgal er virkilega gott lið. Ég hef aldrei séð portúgalska liðið jafngott og það er núna. Liðið er stútfullt af hæfileikum með mjög góða spilara,“ segir Lars í samtali við Vísi. Lars talar alltaf um að öll lið eigi möguleika í fótboltaleikjum en til þess að eiga möguleika á að vinna lið eins og Portúgal þarf nánast allt að ganga upp. „Ef við ætlum okkur að gera eitthvað í þessum leik þurfum við að spila nánast fullkominn varnarleik. Ef við gerum það eigum við fínan möguleika,“ segir Lars. „Þeir eru ekki alveg jafngóðir ef við náum aðeins að sækja á þá. Ég segi alltaf að maður eigi möguleika. Hversu mikill möguleikinn er veit ég ekki en það er tækifæri fyrir okkur að ná úrslitum.“Lars Lagerbäck á blaðamannafundi með Alfreð og Birki Bjarna.vísir/vilhelmÞurfum ekki að vera hræddir Það þarf ekkert að ræða lengi um hver er aðalstjarnan í portúgalska liðinu. Það er auðvitað Cristiano Ronaldo, þrefaldur sigurvegari í Meistaradeildinni og einn besti fótboltamaður sögunnar. Hann er í svakalegu formi og skoraði tvö mörk í vináttuleik rétt fyrir EM. „Við þurfum ekki að vera hræddir við Ronaldo en við þurfum að sýna honum virðingu. Hann er frábær leikmaður. Við verðum að gera eins og með Robben og loka á hann en samt passa upp á heildarvarnarleik liðsins. Portúgalarnir eru mjög góðir að sækja og hafa fleiri leikmenn en bara Ronaldo,“ segir Lars. Nokkrir sænskir blaðamenn fylgja íslenska liðinu eftir og hafa mikinn áhuga á sínum fyrrverandi landsliðsþjálfara, Lars Lagerbäck. Aðspurður út í þennan áhuga gerði Lars ekki mikið úr sjálfum sér frekar en vanalega. „Þeir hafa meiri áhuga á Íslandi og þessu afreki liðsins heldur en bara mér. Það eru fleiri sem hafa áhuga á íslenska liðinu heldur en Svíarnir eins og áhuginn hefur sýnt að undanförnu. Við erum fámenn þjóð og þess vegna vekur það áhuga að við séum á EM,“ segir Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Fyrsti mótherji strákanna okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta á Evrópumótinu í Frakklandi er Portúgal. Ísland mætir Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard klukkan 19.00 í kvöld en um er að ræða fyrsta leik karlalandsliðsins á stórmóti í sögunni. Lars ber mikla virðingu fyrir portúgalska liðinu og þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera flotta hluti með liðið. „Portúgal er virkilega gott lið. Ég hef aldrei séð portúgalska liðið jafngott og það er núna. Liðið er stútfullt af hæfileikum með mjög góða spilara,“ segir Lars í samtali við Vísi. Lars talar alltaf um að öll lið eigi möguleika í fótboltaleikjum en til þess að eiga möguleika á að vinna lið eins og Portúgal þarf nánast allt að ganga upp. „Ef við ætlum okkur að gera eitthvað í þessum leik þurfum við að spila nánast fullkominn varnarleik. Ef við gerum það eigum við fínan möguleika,“ segir Lars. „Þeir eru ekki alveg jafngóðir ef við náum aðeins að sækja á þá. Ég segi alltaf að maður eigi möguleika. Hversu mikill möguleikinn er veit ég ekki en það er tækifæri fyrir okkur að ná úrslitum.“Lars Lagerbäck á blaðamannafundi með Alfreð og Birki Bjarna.vísir/vilhelmÞurfum ekki að vera hræddir Það þarf ekkert að ræða lengi um hver er aðalstjarnan í portúgalska liðinu. Það er auðvitað Cristiano Ronaldo, þrefaldur sigurvegari í Meistaradeildinni og einn besti fótboltamaður sögunnar. Hann er í svakalegu formi og skoraði tvö mörk í vináttuleik rétt fyrir EM. „Við þurfum ekki að vera hræddir við Ronaldo en við þurfum að sýna honum virðingu. Hann er frábær leikmaður. Við verðum að gera eins og með Robben og loka á hann en samt passa upp á heildarvarnarleik liðsins. Portúgalarnir eru mjög góðir að sækja og hafa fleiri leikmenn en bara Ronaldo,“ segir Lars. Nokkrir sænskir blaðamenn fylgja íslenska liðinu eftir og hafa mikinn áhuga á sínum fyrrverandi landsliðsþjálfara, Lars Lagerbäck. Aðspurður út í þennan áhuga gerði Lars ekki mikið úr sjálfum sér frekar en vanalega. „Þeir hafa meiri áhuga á Íslandi og þessu afreki liðsins heldur en bara mér. Það eru fleiri sem hafa áhuga á íslenska liðinu heldur en Svíarnir eins og áhuginn hefur sýnt að undanförnu. Við erum fámenn þjóð og þess vegna vekur það áhuga að við séum á EM,“ segir Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00
Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00
Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00