„Alltaf ánægjulegt að finna fyrir auknu fylgi“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2016 10:31 Halla Tómasdóttir vísir/hanna „Það er alltaf ánægjulegt að finna fyrir auknu fylgi. Það er auðvitað gleðiefni,“ segir Halla Tómasdóttir sem bætir töluverðu fylgi við sig í könnun sem félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Þar mælist Halla með 12 prósenta fylgi og fer í fyrsta skiptið upp fyrir Andra Snæ Magnason sem mælist með 11 prósenta fylgi. Halla hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum mánuði en í könnun stofnunarinnar fyrir mánuði mældist Halla aðeins með 1,5 prósent fylgi. „Ég hef haldið áfram að hitta fólk og tala fyrir því sem ég hef trú á og þá er auðvitað bara jákvætt að finna að það er að komast í gegn og fleiri sem vita hver ég er og hafa fengið tækifæri til að heyra fyrir hvað ég vil standa og hvaða framtíðarsýn ég hef,“ segir Halla í samtali við Vísi um fylgisaukninguna. Hún er nú á leið til Frakklands til að fylgjast með landsliði karla keppa á Evrópumótinu í knattspyrnu en hún vildi ekki ganga svo langt að sjá fylgisaukningu sína sem einhvern fyrirboða um árangur okkar manna á mótinu. „Allavega veit ég að landsliðin okkar, bæði kvenna og karla, hafa náð árangri því þau lögðu góðan grunn og settu sér framtíðarsýn og unnu ötullega á grunni góðra gilda. Ég held að það hafi verið leiðtogar eða þjálfarar sem komu inn á réttum tíma sem létu þennan árangur þeirra gerast með sígandi lukku. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að sú sýn sem ég hef fyrir Ísland er sú sama og þeir þjálfarar höfðu fyrir landsliðin. Ef maður byggir á góðum gildum kemur árangurinn með tíma en það útheimtir vinnu.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
„Það er alltaf ánægjulegt að finna fyrir auknu fylgi. Það er auðvitað gleðiefni,“ segir Halla Tómasdóttir sem bætir töluverðu fylgi við sig í könnun sem félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Þar mælist Halla með 12 prósenta fylgi og fer í fyrsta skiptið upp fyrir Andra Snæ Magnason sem mælist með 11 prósenta fylgi. Halla hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum mánuði en í könnun stofnunarinnar fyrir mánuði mældist Halla aðeins með 1,5 prósent fylgi. „Ég hef haldið áfram að hitta fólk og tala fyrir því sem ég hef trú á og þá er auðvitað bara jákvætt að finna að það er að komast í gegn og fleiri sem vita hver ég er og hafa fengið tækifæri til að heyra fyrir hvað ég vil standa og hvaða framtíðarsýn ég hef,“ segir Halla í samtali við Vísi um fylgisaukninguna. Hún er nú á leið til Frakklands til að fylgjast með landsliði karla keppa á Evrópumótinu í knattspyrnu en hún vildi ekki ganga svo langt að sjá fylgisaukningu sína sem einhvern fyrirboða um árangur okkar manna á mótinu. „Allavega veit ég að landsliðin okkar, bæði kvenna og karla, hafa náð árangri því þau lögðu góðan grunn og settu sér framtíðarsýn og unnu ötullega á grunni góðra gilda. Ég held að það hafi verið leiðtogar eða þjálfarar sem komu inn á réttum tíma sem létu þennan árangur þeirra gerast með sígandi lukku. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að sú sýn sem ég hef fyrir Ísland er sú sama og þeir þjálfarar höfðu fyrir landsliðin. Ef maður byggir á góðum gildum kemur árangurinn með tíma en það útheimtir vinnu.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira