Halla mælist með meira fylgi en Andri Snær Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júní 2016 07:38 Halla Tómasdóttir athafnakona sagðist sjálf ekki taka mark á könnunum fyrr en eftir 21. maí. Vísir/AntonBrink Rúmlega helmingur segist ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing, í embætti forseta Íslands í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið. Halla Tómasdóttir, athafnakona, bætir mestu við sig frá síðustu könnun og fær nú liðlega 12 prósent og er nú komin upp fyrir Andra Snæ Magnason, rithöfund, sem dalar lítillega frá síðustu könnun. Davíð Oddsson er með næst mesta fylgið, eða tæp 16 prósent, en dalar líka frá síðustu könnun.Allir frambjóðendurnir níu.VísirGuðni hefur mælst með nokkuð stöðugt fylgi undanfarnar vikur en í byrjun júní mældist fylgi hans í könnun Félagsvísindastofnunar háskólans 55 prósent en það var talsverð lækkun frá könnunin sem farið var í fyrir mánuði síðan, 12. og 13. maí, þegar Guðni mældist með 67 prósent atkvæða. Fylgi ritstjóra Morgunblaðsins, fyrrum Seðlabankastjóra og fyrrum forsætisráðherra minnkar um heil fjögur prósentustig frá síðustu könnun þegar það mældist hátt í 20 prósent. Andri Snær virðist hafa fundið sinn kjósendahóp og situr sem fastast áfram með fylgið 11 prósent. Það merkilegasta við könnunina er ef til vill að Halla mælist í fyrsta sinn í kosningabaráttunni með meira fylgi en Andri Snær og nálgast Davíð óðfluga. Halla hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum mánuði en í könnun stofnunarinnar fyrir mánuði mældist Halla aðeins með 1,5 prósent fylgi. Aðrir frambjóðendur eru talsvert langt á eftir efstu fjórum frambjóðendunum en af þeim nýtur Sturla Jónsson mest fylgis með 2,2 prósent. Ástþór Magnússon mælist með 1,7 prósent fylgi, Elísabet Jökulsdóttir með 1,1 prósent, Guðrún M. Pálsdóttir með 0,5 prósent og Hildur Þórðardóttir rekur lestina með 0,2 prósent. Þau bæta þó öll lítillega við fylgi sitt. Könnunin var framkvæmd í netpanel Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og náði til 2000 meðlima netpanelsins. Svarhlutfallið var 54 prósent. Hópur kjósenda á bakvið hvern frambjóðanda er nokkuð áhugaverður en sem fyrr hefur Guðni Th. mest fylgi á meðal yngri kjósenda, 18-29, en næstur á eftir honum er Andri Snær sem hefur 20 prósent fylgi meðal kjósendahópsins. Guðni nýtur einnig mesta fylgisins á meðal eldri kjósenda en hann er með 59 prósent hjá kjósendum 60 ára og eldri. Á eftir honum fylgir Davíð sem hefur atkvæði 26 prósent eldri kjósenda. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Rúmlega helmingur segist ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing, í embætti forseta Íslands í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið. Halla Tómasdóttir, athafnakona, bætir mestu við sig frá síðustu könnun og fær nú liðlega 12 prósent og er nú komin upp fyrir Andra Snæ Magnason, rithöfund, sem dalar lítillega frá síðustu könnun. Davíð Oddsson er með næst mesta fylgið, eða tæp 16 prósent, en dalar líka frá síðustu könnun.Allir frambjóðendurnir níu.VísirGuðni hefur mælst með nokkuð stöðugt fylgi undanfarnar vikur en í byrjun júní mældist fylgi hans í könnun Félagsvísindastofnunar háskólans 55 prósent en það var talsverð lækkun frá könnunin sem farið var í fyrir mánuði síðan, 12. og 13. maí, þegar Guðni mældist með 67 prósent atkvæða. Fylgi ritstjóra Morgunblaðsins, fyrrum Seðlabankastjóra og fyrrum forsætisráðherra minnkar um heil fjögur prósentustig frá síðustu könnun þegar það mældist hátt í 20 prósent. Andri Snær virðist hafa fundið sinn kjósendahóp og situr sem fastast áfram með fylgið 11 prósent. Það merkilegasta við könnunina er ef til vill að Halla mælist í fyrsta sinn í kosningabaráttunni með meira fylgi en Andri Snær og nálgast Davíð óðfluga. Halla hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum mánuði en í könnun stofnunarinnar fyrir mánuði mældist Halla aðeins með 1,5 prósent fylgi. Aðrir frambjóðendur eru talsvert langt á eftir efstu fjórum frambjóðendunum en af þeim nýtur Sturla Jónsson mest fylgis með 2,2 prósent. Ástþór Magnússon mælist með 1,7 prósent fylgi, Elísabet Jökulsdóttir með 1,1 prósent, Guðrún M. Pálsdóttir með 0,5 prósent og Hildur Þórðardóttir rekur lestina með 0,2 prósent. Þau bæta þó öll lítillega við fylgi sitt. Könnunin var framkvæmd í netpanel Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og náði til 2000 meðlima netpanelsins. Svarhlutfallið var 54 prósent. Hópur kjósenda á bakvið hvern frambjóðanda er nokkuð áhugaverður en sem fyrr hefur Guðni Th. mest fylgi á meðal yngri kjósenda, 18-29, en næstur á eftir honum er Andri Snær sem hefur 20 prósent fylgi meðal kjósendahópsins. Guðni nýtur einnig mesta fylgisins á meðal eldri kjósenda en hann er með 59 prósent hjá kjósendum 60 ára og eldri. Á eftir honum fylgir Davíð sem hefur atkvæði 26 prósent eldri kjósenda.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira