Lars þráspurður um leikaraskap: „Ég er ekki sérfræðingur í leiklist“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 14:08 "Ég hef lengi sagt að ég sé ekki aðdáandi leikskapar,“ sagði Lars. Það væri hans skoðun að það ætti að vera hægt að setja menn í bann fyrir leikaraskap. Vísir/Vilhelm Portúgalskur blaðamaður spurði Lars Lagerbäck á blaðamannafundi í dag út í hver væri mesti leikarinn sem kæmi við sögu á leik Íslands og Portúgal á EM á morgun. „Það eru kannski margir, það verður að koma í ljós,“ sagði Lars. „Ég er ekki sérfræðingur í leiklist.“ Lagerbäck hefur áður tjáð sig um leikaraskap og minntist sérstaklega á Portúgalann Pepe í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Þá var Lars í teymi sérfræðinga í beinni útsendingu í sjónvarpi í Svíþjóð. Lars var aftur spurður út í leikaraskap á blaðamannafundinum í dag og útskýrði þá betur skoðun sína. „Ég hef lengi sagt að ég sé ekki aðdáandi leikskapar,“ sagði Lars. Það væri hans skoðun að það ætti að vera hægt að setja menn í bann fyrir leikaraskap. „Sérstaklega ef þú færð smá högg en reynir að láta lita út eins og um stórslys sé að ræða,“ sagði Lars. Það yrði góð breyting fyrir fótboltann að geta refsað mönnum sem hegði sér svo. „Ég minntist ekkert sérstaklega á portúgalska leikmenn. Þetta er úti um allt í alþjóðafótbolta,“ sagði Lars og útskýrði aðkomu sína að leik Real Madrid og Atletico Madrid í Mílanó á dögunum. „Það sáu væntanlega allir hér inni þann leik,“ sagði Lars og minntist á Pepe. „Ég er bara að benda á staðreyndir og þetta eru bara almennar pælingar mínar um leikaraskap.“ Þá bætti sá sænski við að leikirnir á EM væru ekki margir og fáránlegt ef menn fengju gul spjöld vegna þess að andstæðingar þeirra væru með leikaraskap.Fundinn í heild má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Aron Einar: Verðum að passa okkur að ofpeppast ekki "Við erum með þaulreyndan þjálfara sem hefur upplifað þetta margoft og hann miðlar sinni reynslu,“ segir landsliðsfyrirliðinn. 13. júní 2016 13:53 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Portúgalskur blaðamaður spurði Lars Lagerbäck á blaðamannafundi í dag út í hver væri mesti leikarinn sem kæmi við sögu á leik Íslands og Portúgal á EM á morgun. „Það eru kannski margir, það verður að koma í ljós,“ sagði Lars. „Ég er ekki sérfræðingur í leiklist.“ Lagerbäck hefur áður tjáð sig um leikaraskap og minntist sérstaklega á Portúgalann Pepe í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Þá var Lars í teymi sérfræðinga í beinni útsendingu í sjónvarpi í Svíþjóð. Lars var aftur spurður út í leikaraskap á blaðamannafundinum í dag og útskýrði þá betur skoðun sína. „Ég hef lengi sagt að ég sé ekki aðdáandi leikskapar,“ sagði Lars. Það væri hans skoðun að það ætti að vera hægt að setja menn í bann fyrir leikaraskap. „Sérstaklega ef þú færð smá högg en reynir að láta lita út eins og um stórslys sé að ræða,“ sagði Lars. Það yrði góð breyting fyrir fótboltann að geta refsað mönnum sem hegði sér svo. „Ég minntist ekkert sérstaklega á portúgalska leikmenn. Þetta er úti um allt í alþjóðafótbolta,“ sagði Lars og útskýrði aðkomu sína að leik Real Madrid og Atletico Madrid í Mílanó á dögunum. „Það sáu væntanlega allir hér inni þann leik,“ sagði Lars og minntist á Pepe. „Ég er bara að benda á staðreyndir og þetta eru bara almennar pælingar mínar um leikaraskap.“ Þá bætti sá sænski við að leikirnir á EM væru ekki margir og fáránlegt ef menn fengju gul spjöld vegna þess að andstæðingar þeirra væru með leikaraskap.Fundinn í heild má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Aron Einar: Verðum að passa okkur að ofpeppast ekki "Við erum með þaulreyndan þjálfara sem hefur upplifað þetta margoft og hann miðlar sinni reynslu,“ segir landsliðsfyrirliðinn. 13. júní 2016 13:53 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13
Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21
Aron Einar: Verðum að passa okkur að ofpeppast ekki "Við erum með þaulreyndan þjálfara sem hefur upplifað þetta margoft og hann miðlar sinni reynslu,“ segir landsliðsfyrirliðinn. 13. júní 2016 13:53