Þjálfari Portúgals: Ísland getur ekki breyst á einni nóttu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2016 17:11 Fernando Santos á æfingu portúgalska liðsins. vísir/afp „Við erum að fara að mæta mjög skipulögðu liði Íslands sem er með frábæran þjálfara sem veit nákvæmlega hvað hann vill. Íslenska liðið var næstum komið á HM en er nú komi á EM. Þetta er ákveðið lið.“ Þetta sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgals, á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag en Santos og lærisveinar hans mæta strákunum okkar í fyrsta leik liðanna í F-riðli EM 2016 annað kvöld. Santos er búinn að leikgreina íslenska liðið ítarlega. Í raun er hann búinn að liggja yfir leikjum með strákunum okkar. Hann sagðist bera miklu virðingu fyrir Íslandi. „Íslensku leikmennirnir eru allir góðir. Þeir eru ákveðnir og vita hvað þeir vilja. Ég er búinn að sjá tíu leiki með íslenska liðinu og veit að það er með rosalega öfluga og einbeitta leikmenn,“ sagði Santos. „Íslenska liðið er mjög sterkt og hefur sterka einstaklinga líka. Sumt sem liðið gerir er betra en annað en ég ætla ekki að gefa það út hér hvað það er.“ Santos býst ekki við neinu rosalega óvæntu frá Lars og Heimi á morgun þegar liðin mætast en sagði að þjálfarar reyna alltaf að koma hvor öðrum eitthvað á óvart. „Stundum sýnir maður öll spilin en stundum heldur maður ásnum í erminni. Íslenska liðið hefur verið sögulega gott undanfarið og spilað ótrúlega vel síðustu fjögur ár,“ sagði Santos. „Ísland getur ekki breyst yfir nóttu. Það er komið á stórmót með því að spila á ákveðinn hátt. Við þurfum að passa okkur á Íslandi. Þjálfararnir geta alltaf komið með eitthvað nýtt og því þurfum við að vera klárir í allt,“ sagði Fernando Santos.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Joao Moutinho: Flókinn leikur gegn frábæru íslensku liði Miðjumaðurinn sterki sat fyrir spurningum á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 16:10 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Sjáðu myndirnar: Strákarnir æfðu á Stade Geoffroy-Guichard Okkar menn virkuðu vel stemmdir á æfingunni. 13. júní 2016 16:15 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
„Við erum að fara að mæta mjög skipulögðu liði Íslands sem er með frábæran þjálfara sem veit nákvæmlega hvað hann vill. Íslenska liðið var næstum komið á HM en er nú komi á EM. Þetta er ákveðið lið.“ Þetta sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgals, á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag en Santos og lærisveinar hans mæta strákunum okkar í fyrsta leik liðanna í F-riðli EM 2016 annað kvöld. Santos er búinn að leikgreina íslenska liðið ítarlega. Í raun er hann búinn að liggja yfir leikjum með strákunum okkar. Hann sagðist bera miklu virðingu fyrir Íslandi. „Íslensku leikmennirnir eru allir góðir. Þeir eru ákveðnir og vita hvað þeir vilja. Ég er búinn að sjá tíu leiki með íslenska liðinu og veit að það er með rosalega öfluga og einbeitta leikmenn,“ sagði Santos. „Íslenska liðið er mjög sterkt og hefur sterka einstaklinga líka. Sumt sem liðið gerir er betra en annað en ég ætla ekki að gefa það út hér hvað það er.“ Santos býst ekki við neinu rosalega óvæntu frá Lars og Heimi á morgun þegar liðin mætast en sagði að þjálfarar reyna alltaf að koma hvor öðrum eitthvað á óvart. „Stundum sýnir maður öll spilin en stundum heldur maður ásnum í erminni. Íslenska liðið hefur verið sögulega gott undanfarið og spilað ótrúlega vel síðustu fjögur ár,“ sagði Santos. „Ísland getur ekki breyst yfir nóttu. Það er komið á stórmót með því að spila á ákveðinn hátt. Við þurfum að passa okkur á Íslandi. Þjálfararnir geta alltaf komið með eitthvað nýtt og því þurfum við að vera klárir í allt,“ sagði Fernando Santos.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Joao Moutinho: Flókinn leikur gegn frábæru íslensku liði Miðjumaðurinn sterki sat fyrir spurningum á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 16:10 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Sjáðu myndirnar: Strákarnir æfðu á Stade Geoffroy-Guichard Okkar menn virkuðu vel stemmdir á æfingunni. 13. júní 2016 16:15 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13
Joao Moutinho: Flókinn leikur gegn frábæru íslensku liði Miðjumaðurinn sterki sat fyrir spurningum á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 16:10
Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21
Sjáðu myndirnar: Strákarnir æfðu á Stade Geoffroy-Guichard Okkar menn virkuðu vel stemmdir á æfingunni. 13. júní 2016 16:15