Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur 14. júní 2016 05:00 Nú styttist í alþingiskosningar. Ef marka má yfirlýsingu leiðtoga ríkisstjórnarinnar verður kosið í október. Það er stuttur tími til stefnu og ekki seinna vænna að athuga hvað á að kjósa. Ég tel, að aldraðir og öryrkjar eigi að athuga hvaða flokkar og stjórnmálamenn styðji kjarabætur þeim til handa. Kjörseðillinn er eina vopn aldraðra og öryrkja. Kjörseðillinn er þeirra „verkfallsvopn“. Það ríður á að beita því rétt. Það þarf að kanna kvaða stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn stóðu með öldruðum og öryrkjum við afgreiðslu frumvarps til fjárlaga í desember 2015. Það þarf að athuga hvaða flokkar og stjórnmálamenn hafa viljað hækka lífeyri aldraðra í 300 þúsund krónur á mánuði eins og verkafólk á að fá samkvæmt samningum. Það þarf að kanna hverjir vildu veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur eins og ráðherrar, þingmenn, dómarar og umboðsmaður Alþingis fengu. Og hvaða þingmenn stóðu gegn því. Það er nokkur vinna í að að athuga þetta. En þetta er nauðsynleg vinna svo unnt sé að greiða atkvæði með kjarabótum til handa öldruðum og öryrkjum. En svo þarf einnig að athuga núna hvort stjórnarflokkarnir eru búnir að efna kosningaloforðin, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir alþingiskosningarnar 2013. Ef alþingismenn vilja komast í vinnu hjá okkur áfram þarf að athuga hvernig þeir hafa staðið sig. Niðurstaðan er þessi: Leiðtogar og frambjóðendur stjórnarflokkanna gáfu öldruðum og öryrkjum það loforð fyrir alþingiskosningarnar 2013, að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar krepputímans 2009-2013. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að gera þetta þannig, að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður til samræmis við hækkun lægstu launa 2009-2013. Framsóknarflokkurinn samþykkti, að lífeyrir yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar ( kjaraskerðingar) krepputímans. Það er ekki farið að efna þetta stóra loforð ennþá nú rétt fyrr kosningar. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sendi öldruðum bréf 2013 og lofaði þeim því, að allar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga yrðu afnumdar. Það þýddi að hætta að skerða lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Þetta þýddi miklar kjarabætur fyrir aldraða, ef efnt yrði. Það þýðir ekki fyrir Bjarna að biðja um vinnu áfram hjá þjóðinni nema hann efni þetta stóra loforð fyrst. Og loforðin voru fleiri. Stjórnarflokkarnir lofuðu að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Það voru sex atriði. Það er búið að efna þrjú þeirra en þrjú eru eftir. Það verður að efna þau líka Kjörseðillinn er beitt vopn, ef hann er notaður rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í alþingiskosningar. Ef marka má yfirlýsingu leiðtoga ríkisstjórnarinnar verður kosið í október. Það er stuttur tími til stefnu og ekki seinna vænna að athuga hvað á að kjósa. Ég tel, að aldraðir og öryrkjar eigi að athuga hvaða flokkar og stjórnmálamenn styðji kjarabætur þeim til handa. Kjörseðillinn er eina vopn aldraðra og öryrkja. Kjörseðillinn er þeirra „verkfallsvopn“. Það ríður á að beita því rétt. Það þarf að kanna kvaða stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn stóðu með öldruðum og öryrkjum við afgreiðslu frumvarps til fjárlaga í desember 2015. Það þarf að athuga hvaða flokkar og stjórnmálamenn hafa viljað hækka lífeyri aldraðra í 300 þúsund krónur á mánuði eins og verkafólk á að fá samkvæmt samningum. Það þarf að kanna hverjir vildu veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur eins og ráðherrar, þingmenn, dómarar og umboðsmaður Alþingis fengu. Og hvaða þingmenn stóðu gegn því. Það er nokkur vinna í að að athuga þetta. En þetta er nauðsynleg vinna svo unnt sé að greiða atkvæði með kjarabótum til handa öldruðum og öryrkjum. En svo þarf einnig að athuga núna hvort stjórnarflokkarnir eru búnir að efna kosningaloforðin, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir alþingiskosningarnar 2013. Ef alþingismenn vilja komast í vinnu hjá okkur áfram þarf að athuga hvernig þeir hafa staðið sig. Niðurstaðan er þessi: Leiðtogar og frambjóðendur stjórnarflokkanna gáfu öldruðum og öryrkjum það loforð fyrir alþingiskosningarnar 2013, að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar krepputímans 2009-2013. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að gera þetta þannig, að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður til samræmis við hækkun lægstu launa 2009-2013. Framsóknarflokkurinn samþykkti, að lífeyrir yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar ( kjaraskerðingar) krepputímans. Það er ekki farið að efna þetta stóra loforð ennþá nú rétt fyrr kosningar. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sendi öldruðum bréf 2013 og lofaði þeim því, að allar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga yrðu afnumdar. Það þýddi að hætta að skerða lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Þetta þýddi miklar kjarabætur fyrir aldraða, ef efnt yrði. Það þýðir ekki fyrir Bjarna að biðja um vinnu áfram hjá þjóðinni nema hann efni þetta stóra loforð fyrst. Og loforðin voru fleiri. Stjórnarflokkarnir lofuðu að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Það voru sex atriði. Það er búið að efna þrjú þeirra en þrjú eru eftir. Það verður að efna þau líka Kjörseðillinn er beitt vopn, ef hann er notaður rétt.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun