Frambjóðendur rökræða um hvernig skilgreina skuli árásina Þórgnýr Albert Einarsson skrifar 14. júní 2016 07:00 Íbúar Washington DC halda á skiltum til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Orlando. Nordicphotos/AFP Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa deilt um skilgreiningar á skotárásinni í Orlandó á sunnudag. Donald Trump, frambjóðandi repúblikana, hefur kallað eftir því að Hillary Clinton, líklegur frambjóðandi demókrata, kalli árásina hryðjuverk róttækra íslamista“. Repúblikanar hafa kallað eftir því að demókratar noti slíka skilgreiningu á hryðjuverkum undanfarin misseri.Donald TrumpVísir/AFPClinton sagði hins vegar að skilgreiningar skiptu ekki máli í viðtali á CNN í gær. „Mér finnst meiru máli skipta hvað við gerum en hvað við segjum. Það sem skiptir máli er að við náðum [Osama] bin Laden, ekki hvað við kölluðum hann.“ Clinton hefur hins vegar kallað árásina hatursglæp gegn hinsegin fólki. Það hefur Trump ekki gert. „Leiðtogar okkar eru veikir. Ég sagði að þetta myndi gerast og þetta mun einungis versna. Ég er að reyna að bjarga mannslífum og koma í veg fyrir næstu árás. Við höfum ekki efni á pólitískri rétthugsun núna,“ sagði Trump í yfirlýsingu sinni í fyrrinótt.Hillary ClintonTengsl árásarmannsins, Omars Mateen, við hryðjuverkasamtök eru óljós. Heimildir CNN herma að Mateen hafi verið yfirheyrður af Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna hugsanlegra tengsla við hryðjverkahópa og fullyrða að hann hafi svarið hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hollustueið í símtali við neyðarlínuna á sunnudag. Árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna en skotárásir eru tíðar í landinu. Alls voru rúmlega 350 skotárásir þar sem fleiri en fjórir eru skotnir í Bandaríkjunum á síðasta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa deilt um skilgreiningar á skotárásinni í Orlandó á sunnudag. Donald Trump, frambjóðandi repúblikana, hefur kallað eftir því að Hillary Clinton, líklegur frambjóðandi demókrata, kalli árásina hryðjuverk róttækra íslamista“. Repúblikanar hafa kallað eftir því að demókratar noti slíka skilgreiningu á hryðjuverkum undanfarin misseri.Donald TrumpVísir/AFPClinton sagði hins vegar að skilgreiningar skiptu ekki máli í viðtali á CNN í gær. „Mér finnst meiru máli skipta hvað við gerum en hvað við segjum. Það sem skiptir máli er að við náðum [Osama] bin Laden, ekki hvað við kölluðum hann.“ Clinton hefur hins vegar kallað árásina hatursglæp gegn hinsegin fólki. Það hefur Trump ekki gert. „Leiðtogar okkar eru veikir. Ég sagði að þetta myndi gerast og þetta mun einungis versna. Ég er að reyna að bjarga mannslífum og koma í veg fyrir næstu árás. Við höfum ekki efni á pólitískri rétthugsun núna,“ sagði Trump í yfirlýsingu sinni í fyrrinótt.Hillary ClintonTengsl árásarmannsins, Omars Mateen, við hryðjuverkasamtök eru óljós. Heimildir CNN herma að Mateen hafi verið yfirheyrður af Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna hugsanlegra tengsla við hryðjverkahópa og fullyrða að hann hafi svarið hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hollustueið í símtali við neyðarlínuna á sunnudag. Árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna en skotárásir eru tíðar í landinu. Alls voru rúmlega 350 skotárásir þar sem fleiri en fjórir eru skotnir í Bandaríkjunum á síðasta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira