Heimir: Kom enginn hingað til að taka í höndina á Ronaldo Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2016 11:16 Viðbrögð Cristiano Ronaldo eftir jafntefli Íslands og Portúgals í gær hafa vakið sterk viðbrögð um allan heims, eins og ítrekað hefur verið fjallað um. Ronaldo tók ekki í hendur leikmanna íslenska liðsins eftir leik og lét svo hafa eftir sér að fögnuður íslensku leikmannanna lýstu lélegu hugarfari og að Ísland myndi ekkert gera á mótinu. Sjá einnig: Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland „Það kemur okkur í raun okkur ekki við. Það var enginn af okkur að koma hingað til að fá að heilsa Ronaldo. Okkur er alveg sama þó svo að hann hafi ekki viljað taka í höndina á neinum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í dag rétt áður en Ísland hóf æfingu í Annecy.„Hvað hann segir eftir leik verður hann bara að svara fyrir en maður skilur hann svo sem alveg. Það er miklu meiri pressa á besta leikmanni heims að standa sig og gera eitthvað. Það var búið að gera mikið úr því fyrir leik að hann gæti slegið met í þessum leik en sem betur fer gerði hann það ekki.“ Sjá einnig: Portúgalskur sjónvarpsmaður: Framar öllu að við sýnum andstæðingum virðingu „Það hlýtur að vera svekkjandi fyrir hann að hafa ekki náð að sýna betri leik en hann gerði í gær. Ég skil hann því vel að hann hafi ekki verið glaður í gær.“ Knattspyrnusamband Evrópu er umhugað um gildi líkt og virðingu en Heimir vill ekki segja hvort að þetta hafi verið taktlaust í því samhengi. „Eins og ég segi, ég var bara ekkert að spá í því. Ég ætla heldur ekkert að vera að spá í því. Hann má haga sér eins og hann vill. Það er bara hans mál.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15 EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði Okkar menn gerðu upp jafnteflið sögulega á meðan vallarstarfsmenn í Saint-Étienne gerðu að grasinu. 15. júní 2016 09:00 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Viðbrögð Cristiano Ronaldo eftir jafntefli Íslands og Portúgals í gær hafa vakið sterk viðbrögð um allan heims, eins og ítrekað hefur verið fjallað um. Ronaldo tók ekki í hendur leikmanna íslenska liðsins eftir leik og lét svo hafa eftir sér að fögnuður íslensku leikmannanna lýstu lélegu hugarfari og að Ísland myndi ekkert gera á mótinu. Sjá einnig: Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland „Það kemur okkur í raun okkur ekki við. Það var enginn af okkur að koma hingað til að fá að heilsa Ronaldo. Okkur er alveg sama þó svo að hann hafi ekki viljað taka í höndina á neinum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í dag rétt áður en Ísland hóf æfingu í Annecy.„Hvað hann segir eftir leik verður hann bara að svara fyrir en maður skilur hann svo sem alveg. Það er miklu meiri pressa á besta leikmanni heims að standa sig og gera eitthvað. Það var búið að gera mikið úr því fyrir leik að hann gæti slegið met í þessum leik en sem betur fer gerði hann það ekki.“ Sjá einnig: Portúgalskur sjónvarpsmaður: Framar öllu að við sýnum andstæðingum virðingu „Það hlýtur að vera svekkjandi fyrir hann að hafa ekki náð að sýna betri leik en hann gerði í gær. Ég skil hann því vel að hann hafi ekki verið glaður í gær.“ Knattspyrnusamband Evrópu er umhugað um gildi líkt og virðingu en Heimir vill ekki segja hvort að þetta hafi verið taktlaust í því samhengi. „Eins og ég segi, ég var bara ekkert að spá í því. Ég ætla heldur ekkert að vera að spá í því. Hann má haga sér eins og hann vill. Það er bara hans mál.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15 EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði Okkar menn gerðu upp jafnteflið sögulega á meðan vallarstarfsmenn í Saint-Étienne gerðu að grasinu. 15. júní 2016 09:00 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15
EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði Okkar menn gerðu upp jafnteflið sögulega á meðan vallarstarfsmenn í Saint-Étienne gerðu að grasinu. 15. júní 2016 09:00