Hildur: Glamúr Pálína ein í heiminum Birgir Örn Steinarsson skrifar 16. júní 2016 12:00 Hildur Kristín Stefánsdóttir tónlistarkona eða bara Hildur sú sem sló ærlega í gegn með laginu Walk With You sleppir nýju lagi og myndbandi lausu í dag. Lagið heitir Bumpy Road er í stíl við slagarann hennar síðasta og á myndbandinu að dæma er þar verið að fjalla um hvernig einmanaleikinn spyr ekki um þjóðfélagsstöðu. Það sýnir Hildi í glæsihúsi að berjast við að drepa tímann.Myndbandið er frumsýnt á Vísi og það má sjá hér að ofan.„Hugmyndin er kannski sú að fólk lítur kannski út fyrir að eiga besta lífið séð utan frá en þegar það er skoðað betur þá á það ekkert endilega besta lífið bak við tjöldin,“ segir Hildur. „Þetta er svona nútíma Palli er einn í heiminum, nema bara glamúrkona.“Kastali í ReykjanesbæMyndbandið er tekið í fallegu einbýlishúsi í Reykjanesbæ sem Hildur og leikstjórarnir Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir og Birta Rán Björgvinsdóttir fundu á netinu. „Þetta er mjög óíslenskt hús. Lítur út eins og kastali að utan og allt mjög glæsilegt að innanverðu.“Allt annar heimur en með RökkurróHildur starfaði með hljómsveitinni Rökkurró áður en fór að gera sykurhúðaða popptónlist á eigin vegum. Rökkurró spilar angurværa og á tímabili sveimkennda rokktónlist og er því stökkið töluvert. „Það er mjög fyndið að hafa verið í bandi sem aðeins þeir sem voru mjög mikið að spá í tónlist sem hlustuðu. Fara svo út í það að gera tónlist þar sem maður nær til allra, barna og gamals fólks. Það er skemmtilegt að prófa bæði, þetta er allt annar heimur.“Ertu byrjuð að vera vör við það að krakkar séu að stara á þig út á götu?„Já, það er byrjað að gerast. Það er bara krúttlegt. Ég hef líka lent í því að krakkar eru að dingla bjöllunni minni heima bara til að spjalla.“ Hildur stefnir á tónleikahald í sumar og næstu tónleikar verða á KexPort í næsta mánuði.Hér fyrir neðan má svo sjá myndbandið við slagarann hennar I´ll Walk With You. Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Sjá meira
Hildur Kristín Stefánsdóttir tónlistarkona eða bara Hildur sú sem sló ærlega í gegn með laginu Walk With You sleppir nýju lagi og myndbandi lausu í dag. Lagið heitir Bumpy Road er í stíl við slagarann hennar síðasta og á myndbandinu að dæma er þar verið að fjalla um hvernig einmanaleikinn spyr ekki um þjóðfélagsstöðu. Það sýnir Hildi í glæsihúsi að berjast við að drepa tímann.Myndbandið er frumsýnt á Vísi og það má sjá hér að ofan.„Hugmyndin er kannski sú að fólk lítur kannski út fyrir að eiga besta lífið séð utan frá en þegar það er skoðað betur þá á það ekkert endilega besta lífið bak við tjöldin,“ segir Hildur. „Þetta er svona nútíma Palli er einn í heiminum, nema bara glamúrkona.“Kastali í ReykjanesbæMyndbandið er tekið í fallegu einbýlishúsi í Reykjanesbæ sem Hildur og leikstjórarnir Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir og Birta Rán Björgvinsdóttir fundu á netinu. „Þetta er mjög óíslenskt hús. Lítur út eins og kastali að utan og allt mjög glæsilegt að innanverðu.“Allt annar heimur en með RökkurróHildur starfaði með hljómsveitinni Rökkurró áður en fór að gera sykurhúðaða popptónlist á eigin vegum. Rökkurró spilar angurværa og á tímabili sveimkennda rokktónlist og er því stökkið töluvert. „Það er mjög fyndið að hafa verið í bandi sem aðeins þeir sem voru mjög mikið að spá í tónlist sem hlustuðu. Fara svo út í það að gera tónlist þar sem maður nær til allra, barna og gamals fólks. Það er skemmtilegt að prófa bæði, þetta er allt annar heimur.“Ertu byrjuð að vera vör við það að krakkar séu að stara á þig út á götu?„Já, það er byrjað að gerast. Það er bara krúttlegt. Ég hef líka lent í því að krakkar eru að dingla bjöllunni minni heima bara til að spjalla.“ Hildur stefnir á tónleikahald í sumar og næstu tónleikar verða á KexPort í næsta mánuði.Hér fyrir neðan má svo sjá myndbandið við slagarann hennar I´ll Walk With You.
Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“