Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:35 Hannes í leiknum í kvöld. vísir/getty Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. „Ég er ekkert að ýkja það að mér hefur aldrei liðið eins illa að fá á mig mark," sagði Hannes Þór í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Þetta var eins og að vera sprautaður með einhverri sprautu sem dreifði ógeðistilfinningu um allan líkamann. Þetta var algjörlega hræðilegt að fá á sig mark á þessum tímapunkti." „Þetta var óvænt því síðustu fjögur ár þá man ég ekki eftir því að við höfum verið að halda út og ekki tekist það. Okkur hefur alltaf tekist það að sigla leikjum í hús þegar við erum að reyna að ná í úrslit." „Þeir voru ekki að skapa sér neitt sérstakt. Þetta var hræðileg tilfinning, ég get alveg viðurkennt það." Ísland lá rosalega mikið til baka í leiknum og varðist mjög mikið. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi, en fengu hins vegar ekki mörg færi á sig. „Það var ekki planið að vera svona mikið til baka. Leikurinn þróaðist bara þannig og við erum ekki nægilega ánægðir með það. Við hefðum átt að sýna betri hliðar í dag og vorum ekki nægilega góðir." „Engu að síður þá náum við að koma leiknum í það far að við eigum að geta spilað á okkar styrkleikum og siglt leiknum heim. Við vorum grátlega nálægt því, en afhverju við náum ekki aðeins meira tempói og rhytma í spilið veit ég ekki." „Við verðum við að kíkja yfir núna og laga fyrir leikinn gegn Austurríki þar sem við þurfum að vera betri." Hannes segir að þetta hafi verið löng atburðarás í markinu sem olli því að Ísland fékk einungis eitt stig úr leiknum. „Ég man ekki alveg hvað gerist áður en gæinn sem er með boltann gefur fyrir, en hann gefur fyrir og þetta er erfið staða frá markmanns-sjónarhorninu." „Maður veit ekki hvað er fyrir aftan sig og það er yfirleitt vænlegast til árangurs að láta vaða og fá snertingu á boltann svo maður stýri boltanum frá þeir sem hann er að reyna gefa á." „Ég því miður náði ekki að komast nægilega langt út í boltann og Birkir er í erfiðri stöðu fyrir aftan mig. Ég náði því miður ekki að snerta hann, hann rétt fer framhjá puttunum á mér og tánnum á Kára og smýgur framhjá okkur. Því miður." Aðspurður út í leikinn mikilvæga gegn Austurríki á miðvikudaginn sagði Hannes að lokum: „Það kemst voða lítið annað að en núna annað en svekkelsi því við vorum grátlega nálægt þessu, en ég get lofað ykkur því að við munum gíra okkur upp og við ætlum okkur að klára þetta gegn Austurríki."Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04 Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. „Ég er ekkert að ýkja það að mér hefur aldrei liðið eins illa að fá á mig mark," sagði Hannes Þór í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Þetta var eins og að vera sprautaður með einhverri sprautu sem dreifði ógeðistilfinningu um allan líkamann. Þetta var algjörlega hræðilegt að fá á sig mark á þessum tímapunkti." „Þetta var óvænt því síðustu fjögur ár þá man ég ekki eftir því að við höfum verið að halda út og ekki tekist það. Okkur hefur alltaf tekist það að sigla leikjum í hús þegar við erum að reyna að ná í úrslit." „Þeir voru ekki að skapa sér neitt sérstakt. Þetta var hræðileg tilfinning, ég get alveg viðurkennt það." Ísland lá rosalega mikið til baka í leiknum og varðist mjög mikið. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi, en fengu hins vegar ekki mörg færi á sig. „Það var ekki planið að vera svona mikið til baka. Leikurinn þróaðist bara þannig og við erum ekki nægilega ánægðir með það. Við hefðum átt að sýna betri hliðar í dag og vorum ekki nægilega góðir." „Engu að síður þá náum við að koma leiknum í það far að við eigum að geta spilað á okkar styrkleikum og siglt leiknum heim. Við vorum grátlega nálægt því, en afhverju við náum ekki aðeins meira tempói og rhytma í spilið veit ég ekki." „Við verðum við að kíkja yfir núna og laga fyrir leikinn gegn Austurríki þar sem við þurfum að vera betri." Hannes segir að þetta hafi verið löng atburðarás í markinu sem olli því að Ísland fékk einungis eitt stig úr leiknum. „Ég man ekki alveg hvað gerist áður en gæinn sem er með boltann gefur fyrir, en hann gefur fyrir og þetta er erfið staða frá markmanns-sjónarhorninu." „Maður veit ekki hvað er fyrir aftan sig og það er yfirleitt vænlegast til árangurs að láta vaða og fá snertingu á boltann svo maður stýri boltanum frá þeir sem hann er að reyna gefa á." „Ég því miður náði ekki að komast nægilega langt út í boltann og Birkir er í erfiðri stöðu fyrir aftan mig. Ég náði því miður ekki að snerta hann, hann rétt fer framhjá puttunum á mér og tánnum á Kára og smýgur framhjá okkur. Því miður." Aðspurður út í leikinn mikilvæga gegn Austurríki á miðvikudaginn sagði Hannes að lokum: „Það kemst voða lítið annað að en núna annað en svekkelsi því við vorum grátlega nálægt þessu, en ég get lofað ykkur því að við munum gíra okkur upp og við ætlum okkur að klára þetta gegn Austurríki."Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04 Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04
Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45
Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30