Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:35 Hannes í leiknum í kvöld. vísir/getty Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. „Ég er ekkert að ýkja það að mér hefur aldrei liðið eins illa að fá á mig mark," sagði Hannes Þór í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Þetta var eins og að vera sprautaður með einhverri sprautu sem dreifði ógeðistilfinningu um allan líkamann. Þetta var algjörlega hræðilegt að fá á sig mark á þessum tímapunkti." „Þetta var óvænt því síðustu fjögur ár þá man ég ekki eftir því að við höfum verið að halda út og ekki tekist það. Okkur hefur alltaf tekist það að sigla leikjum í hús þegar við erum að reyna að ná í úrslit." „Þeir voru ekki að skapa sér neitt sérstakt. Þetta var hræðileg tilfinning, ég get alveg viðurkennt það." Ísland lá rosalega mikið til baka í leiknum og varðist mjög mikið. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi, en fengu hins vegar ekki mörg færi á sig. „Það var ekki planið að vera svona mikið til baka. Leikurinn þróaðist bara þannig og við erum ekki nægilega ánægðir með það. Við hefðum átt að sýna betri hliðar í dag og vorum ekki nægilega góðir." „Engu að síður þá náum við að koma leiknum í það far að við eigum að geta spilað á okkar styrkleikum og siglt leiknum heim. Við vorum grátlega nálægt því, en afhverju við náum ekki aðeins meira tempói og rhytma í spilið veit ég ekki." „Við verðum við að kíkja yfir núna og laga fyrir leikinn gegn Austurríki þar sem við þurfum að vera betri." Hannes segir að þetta hafi verið löng atburðarás í markinu sem olli því að Ísland fékk einungis eitt stig úr leiknum. „Ég man ekki alveg hvað gerist áður en gæinn sem er með boltann gefur fyrir, en hann gefur fyrir og þetta er erfið staða frá markmanns-sjónarhorninu." „Maður veit ekki hvað er fyrir aftan sig og það er yfirleitt vænlegast til árangurs að láta vaða og fá snertingu á boltann svo maður stýri boltanum frá þeir sem hann er að reyna gefa á." „Ég því miður náði ekki að komast nægilega langt út í boltann og Birkir er í erfiðri stöðu fyrir aftan mig. Ég náði því miður ekki að snerta hann, hann rétt fer framhjá puttunum á mér og tánnum á Kára og smýgur framhjá okkur. Því miður." Aðspurður út í leikinn mikilvæga gegn Austurríki á miðvikudaginn sagði Hannes að lokum: „Það kemst voða lítið annað að en núna annað en svekkelsi því við vorum grátlega nálægt þessu, en ég get lofað ykkur því að við munum gíra okkur upp og við ætlum okkur að klára þetta gegn Austurríki."Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04 Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. „Ég er ekkert að ýkja það að mér hefur aldrei liðið eins illa að fá á mig mark," sagði Hannes Þór í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Þetta var eins og að vera sprautaður með einhverri sprautu sem dreifði ógeðistilfinningu um allan líkamann. Þetta var algjörlega hræðilegt að fá á sig mark á þessum tímapunkti." „Þetta var óvænt því síðustu fjögur ár þá man ég ekki eftir því að við höfum verið að halda út og ekki tekist það. Okkur hefur alltaf tekist það að sigla leikjum í hús þegar við erum að reyna að ná í úrslit." „Þeir voru ekki að skapa sér neitt sérstakt. Þetta var hræðileg tilfinning, ég get alveg viðurkennt það." Ísland lá rosalega mikið til baka í leiknum og varðist mjög mikið. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi, en fengu hins vegar ekki mörg færi á sig. „Það var ekki planið að vera svona mikið til baka. Leikurinn þróaðist bara þannig og við erum ekki nægilega ánægðir með það. Við hefðum átt að sýna betri hliðar í dag og vorum ekki nægilega góðir." „Engu að síður þá náum við að koma leiknum í það far að við eigum að geta spilað á okkar styrkleikum og siglt leiknum heim. Við vorum grátlega nálægt því, en afhverju við náum ekki aðeins meira tempói og rhytma í spilið veit ég ekki." „Við verðum við að kíkja yfir núna og laga fyrir leikinn gegn Austurríki þar sem við þurfum að vera betri." Hannes segir að þetta hafi verið löng atburðarás í markinu sem olli því að Ísland fékk einungis eitt stig úr leiknum. „Ég man ekki alveg hvað gerist áður en gæinn sem er með boltann gefur fyrir, en hann gefur fyrir og þetta er erfið staða frá markmanns-sjónarhorninu." „Maður veit ekki hvað er fyrir aftan sig og það er yfirleitt vænlegast til árangurs að láta vaða og fá snertingu á boltann svo maður stýri boltanum frá þeir sem hann er að reyna gefa á." „Ég því miður náði ekki að komast nægilega langt út í boltann og Birkir er í erfiðri stöðu fyrir aftan mig. Ég náði því miður ekki að snerta hann, hann rétt fer framhjá puttunum á mér og tánnum á Kára og smýgur framhjá okkur. Því miður." Aðspurður út í leikinn mikilvæga gegn Austurríki á miðvikudaginn sagði Hannes að lokum: „Það kemst voða lítið annað að en núna annað en svekkelsi því við vorum grátlega nálægt þessu, en ég get lofað ykkur því að við munum gíra okkur upp og við ætlum okkur að klára þetta gegn Austurríki."Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04 Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04
Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45
Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30