Hratt og hljótt Erling Freyr Guðmundsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Það er sama hvort fólk ætlar að hittast í matarboði, hóa til ættarmóts eða hafa samband við fjarstaddan félaga að tæknin sem við notum til að koma þessu í kring hefur gjörbreyst á örfáum árum. Áður hefðum við líklega notað heimasímann til flestra þessara hluta en nú hafa tölvurnar okkar og snjallsímarnir leyst hann af hólmi. Raunar hefur heimasímatengingum, sem heita fastlínutengingar á fagmálinu, fækkað um næstum 30 þúsund á einum áratug. Sífellt færri eru með heimasíma. Gögnin eru annars konar og fara eftir öðrum leiðum. Fyrirsögnin hér að ofan, sem er útúrsnúningur úr þekktu dægurlagi, lýsir því kannski ágætlega sem hefur verið að gerast. Við sjáum þetta skýrlega á margföldun gagnaflutnings um farsímakerfin. Það 200-faldaðist milli áranna 2008 og 2015. Það er í svona tölum sem við sjáum á einum stað það sem við rekum stundum augun í í fermingarveislunum, þegar eldra fólkið lítur unglinginn í símanum hornauga. Öflugri farsímanet af sífellt nýrri kynslóð kalla á aukna flutningsgetu burðarnetsins sem tengir saman möstur og miðstöðvar farsímafyrirtækjanna. Þar er Gagnaveita Reykjavíkur að störfum með því að reka slíkt opið net af öryggi, sem sinnir þessari margföldun gagnaumferðar um farsímakerfin. Það er ljósleiðaranet sem þjónar þessum og raunar einnig fleiri fyrirtækjum sem þurfa að koma miklu magni gagna fljótt og örugglega á milli staða. En fólkið nýtur líka Ljósleiðarans beint í sífellt auknum mæli. Á svipuðu tímabili og gagnaflutningur um farsíma 200-faldaðist hefur ljósleiðaratengdum heimilum á Íslandi fjölgað nærri þrítugfalt. Þegar Gagnaveita Reykjavíkur var að stíga sín fyrstu spor, árið 2007, voru slíkar tengingar rúmlega 1.200 talsins. Í lok síðasta árs voru virkar ljósleiðaratengingar á Íslandi tæplega 34.000 og þeim fjölgar dag frá degi. Þetta er bylting sem hefur ekki farið hátt. Víða í þéttbýlinu hafa íbúar orðið varið við það meðan á ljósleiðaravæðingunni hefur staðið og öðru hvoru rekum við augun í fréttir af byggðarlögum sem nýta ljósleiðaratengingar til að bæta lífsskilyrði fólks og fyrirtækja. Tölur á borð við þessar sjást hins vegar sjaldan dregnar saman. Ljósleiðari Gagnaveitu Reykjavíkur hefur haft þá sérstöðu að með samningum við sveitarfélög hefur öllum heimilum innan þéttbýlis sveitarfélaganna staðið til boða að tengjast Ljósleiðaranum. Gagnaveitan býður ekki þjónustu um tenginguna og er því ekki í samkeppni við þá viðskiptavini fyrirtækisins sem það gera. Þetta viðskiptalíkan hefur gefist stórvel. Í lok þessa árs munu heimili tengd Ljósleiðara GR verða orðin 77 þúsund talsins. Reykjavík er öll tengd og fjöldi annarra stórra sveitarfélaga sem sjást á þessu yfirliti. Þéttbýli þeirra sveitarfélaga sem þar eru verður allt fulltengt í árslok 2018. Það er bylting.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erling Freyr Guðmundsson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Það er sama hvort fólk ætlar að hittast í matarboði, hóa til ættarmóts eða hafa samband við fjarstaddan félaga að tæknin sem við notum til að koma þessu í kring hefur gjörbreyst á örfáum árum. Áður hefðum við líklega notað heimasímann til flestra þessara hluta en nú hafa tölvurnar okkar og snjallsímarnir leyst hann af hólmi. Raunar hefur heimasímatengingum, sem heita fastlínutengingar á fagmálinu, fækkað um næstum 30 þúsund á einum áratug. Sífellt færri eru með heimasíma. Gögnin eru annars konar og fara eftir öðrum leiðum. Fyrirsögnin hér að ofan, sem er útúrsnúningur úr þekktu dægurlagi, lýsir því kannski ágætlega sem hefur verið að gerast. Við sjáum þetta skýrlega á margföldun gagnaflutnings um farsímakerfin. Það 200-faldaðist milli áranna 2008 og 2015. Það er í svona tölum sem við sjáum á einum stað það sem við rekum stundum augun í í fermingarveislunum, þegar eldra fólkið lítur unglinginn í símanum hornauga. Öflugri farsímanet af sífellt nýrri kynslóð kalla á aukna flutningsgetu burðarnetsins sem tengir saman möstur og miðstöðvar farsímafyrirtækjanna. Þar er Gagnaveita Reykjavíkur að störfum með því að reka slíkt opið net af öryggi, sem sinnir þessari margföldun gagnaumferðar um farsímakerfin. Það er ljósleiðaranet sem þjónar þessum og raunar einnig fleiri fyrirtækjum sem þurfa að koma miklu magni gagna fljótt og örugglega á milli staða. En fólkið nýtur líka Ljósleiðarans beint í sífellt auknum mæli. Á svipuðu tímabili og gagnaflutningur um farsíma 200-faldaðist hefur ljósleiðaratengdum heimilum á Íslandi fjölgað nærri þrítugfalt. Þegar Gagnaveita Reykjavíkur var að stíga sín fyrstu spor, árið 2007, voru slíkar tengingar rúmlega 1.200 talsins. Í lok síðasta árs voru virkar ljósleiðaratengingar á Íslandi tæplega 34.000 og þeim fjölgar dag frá degi. Þetta er bylting sem hefur ekki farið hátt. Víða í þéttbýlinu hafa íbúar orðið varið við það meðan á ljósleiðaravæðingunni hefur staðið og öðru hvoru rekum við augun í fréttir af byggðarlögum sem nýta ljósleiðaratengingar til að bæta lífsskilyrði fólks og fyrirtækja. Tölur á borð við þessar sjást hins vegar sjaldan dregnar saman. Ljósleiðari Gagnaveitu Reykjavíkur hefur haft þá sérstöðu að með samningum við sveitarfélög hefur öllum heimilum innan þéttbýlis sveitarfélaganna staðið til boða að tengjast Ljósleiðaranum. Gagnaveitan býður ekki þjónustu um tenginguna og er því ekki í samkeppni við þá viðskiptavini fyrirtækisins sem það gera. Þetta viðskiptalíkan hefur gefist stórvel. Í lok þessa árs munu heimili tengd Ljósleiðara GR verða orðin 77 þúsund talsins. Reykjavík er öll tengd og fjöldi annarra stórra sveitarfélaga sem sjást á þessu yfirliti. Þéttbýli þeirra sveitarfélaga sem þar eru verður allt fulltengt í árslok 2018. Það er bylting.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun