Zlatan segist vera of góður fyrir Malmö-liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2016 09:00 Zlatan Ibrahimovic var á blaðamananfundi í morgun og þótti það ekki leiðinlegt. Vísir/Getty Zlatan Ibrahimovic er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Frakklandi með sænska landsliðinu en hann færi mikið af spurningum um framhaldið því ekki er enn vitað hvar þessi frábæri leikmaður muni spila á næstu leiktíð. Zlatan Ibrahimovic hefur verið orðaður við enska liðið Manchester United en á blaðamannafundi í morgun var þessi 34 ára leikmaður spurður út í möguleikann á því að snúa aftur til gamla félagsins síns Malmö FF. Með Malmö FF spila einmitt Íslendingararnir Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson en Viðar Örn hefur skorað 8 mörk í síðustu 6 deildarleikjum með liðinu og heldur betur kominn á flug eftir rólega byrjun. „Ég er of góður fyrir Allsvenskan," var svarið sem sænsku blaðamennirnir fengu frá sínum manni í morgun. Zlatan er ekki þekktur fyrir annað en að tala með miklu sjálfstrausti. Hann hefur líka efni á því. Zlatan Ibrahimovic var með 38 mörk og 13 stoðsendingar í 31 leik þegar lið hans Paris Saint-Germain burstaði frönsku deildina á þessu tímabili. Þetta er enginn venjuleg tölfræði hjá honum og það er ljóst að mörg af bestu liðum Evrópu vilja fá hann í framlínu sína. Zlatan Ibrahimovic grínaðist síðan í framhaldinu þegar blaðamennirnir voru áfram forvitnir um hvaða félag myndi njóta hæfileika hans á næstu leiktíð. „Ég vil að þið skrifið ykkar fréttir og ég ætla að sjá hver ykkar getur búið til bestu fréttina. Þegar ég verð orðinn leiður á því að lesa þær þá mun ég láta ykkur vita hvar ég ætla að spila," sagði Zlatan Ibrahimovic glottandi. Zlatan Ibrahimovic er væntanlega að spila sína síðustu landsleiki á EM í Frakklandi í sumar en eftir það ætlar hann að einbeita sér að félagsliðinu. Hvaða lið það verður fáum við ekki að vita alveg strax. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Frakklandi með sænska landsliðinu en hann færi mikið af spurningum um framhaldið því ekki er enn vitað hvar þessi frábæri leikmaður muni spila á næstu leiktíð. Zlatan Ibrahimovic hefur verið orðaður við enska liðið Manchester United en á blaðamannafundi í morgun var þessi 34 ára leikmaður spurður út í möguleikann á því að snúa aftur til gamla félagsins síns Malmö FF. Með Malmö FF spila einmitt Íslendingararnir Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson en Viðar Örn hefur skorað 8 mörk í síðustu 6 deildarleikjum með liðinu og heldur betur kominn á flug eftir rólega byrjun. „Ég er of góður fyrir Allsvenskan," var svarið sem sænsku blaðamennirnir fengu frá sínum manni í morgun. Zlatan er ekki þekktur fyrir annað en að tala með miklu sjálfstrausti. Hann hefur líka efni á því. Zlatan Ibrahimovic var með 38 mörk og 13 stoðsendingar í 31 leik þegar lið hans Paris Saint-Germain burstaði frönsku deildina á þessu tímabili. Þetta er enginn venjuleg tölfræði hjá honum og það er ljóst að mörg af bestu liðum Evrópu vilja fá hann í framlínu sína. Zlatan Ibrahimovic grínaðist síðan í framhaldinu þegar blaðamennirnir voru áfram forvitnir um hvaða félag myndi njóta hæfileika hans á næstu leiktíð. „Ég vil að þið skrifið ykkar fréttir og ég ætla að sjá hver ykkar getur búið til bestu fréttina. Þegar ég verð orðinn leiður á því að lesa þær þá mun ég láta ykkur vita hvar ég ætla að spila," sagði Zlatan Ibrahimovic glottandi. Zlatan Ibrahimovic er væntanlega að spila sína síðustu landsleiki á EM í Frakklandi í sumar en eftir það ætlar hann að einbeita sér að félagsliðinu. Hvaða lið það verður fáum við ekki að vita alveg strax.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira