Liverpool með flesta leikmenn á EM í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2016 12:30 Liverpool á flesta leikmenn á EM. Vísir/Getty Liverpool-stuðningsmenn geta ekki montað sig yfir árangri liðsins á nýloknu tímabili þar sem liðið endaði í áttunda sæti en ekkert félagslið í Evrópu á hinsvegar fleiri fulltrúa á EM í Frakklandi í sumar. Þjálfar liðanna 24 á Evrópumótinu í Frakklandi höfðu frest þangað til í gærkvöldi til að tilkynna EM-hópa sína inn til UEFA og nú er því ljóst hvaða leikmenn munu spila með sínum þjóðum á EM í ár. Liverpool á alls tólf leikmenn meðal þeirra 552 leikmanna sem voru valdir eða jafnmarga og ítalska liðið Juventus. Liverpool-mennirnir eru James Milner, Adam Lallana, Nathaniel Clyne, Jordan Henderson og Daniel Sturridge (Englandi), Joe Allen og Danny Ward (wales), Martin Skrtel (Slóvakíu), Emre Can (Þýskalandi), Simon Mignolet, Divock Origi og Christian Benteke (Belgíu). Tottenham mun verða með ellefu leikmenn á EM og tíu koma frá Manchester United. Enska úrvalsdeildin á alls 103 leikmenn eða næstum því 20 prósent af öllum leikmönnunum. Einn af þeim er að sjálfsögðu Gylfi Þór Sigurðsson okkar Íslendinga. Spænsku liðin Real Madrid (Meistaradeildin) og Sevilla (Evrópudeildin) urðu Evrópumeistarar í vor en spænska deildin á samt bara 34 leikmenn á EM í Frakklandi sem er aðeins þriðjungur af þeim leikmönnum sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Enska b-deildin er með 31 leikmann á EM sem er aðeins þremur minni en spænska og meira en franska deildin. Þar á meðal eru íslensku landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Það er hægt að finna skemmtilega úttekt á leikmönnum EM á pólsku síðunni Ekstrastats.Lið sem eiga flesta leikmenn á EM 2016: 1. Juventus 12 2. Liverpool 12 3. Tottenham 11 4. Manchester United 10 5. Barcelona 9 6. Bayern München 9 7. Real Madrid 8 8. Arsenal 8 9. Basel 8 10. CSKA Moskva 8 11. Fenerbahce 8 12. Roma 8 13. Besiktas 7 14. Dynamo Kiev 7 15. Southampton 7 16. Shakhtar Donetsk 7 17. Chelsea 6 18. Dynamo Zagreb 6 19. Ferencvaros 6 20. Manchester City 6 21. Napoli 6 22. Viktoria Pilzen 6 23. Zenit 6 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Liverpool-stuðningsmenn geta ekki montað sig yfir árangri liðsins á nýloknu tímabili þar sem liðið endaði í áttunda sæti en ekkert félagslið í Evrópu á hinsvegar fleiri fulltrúa á EM í Frakklandi í sumar. Þjálfar liðanna 24 á Evrópumótinu í Frakklandi höfðu frest þangað til í gærkvöldi til að tilkynna EM-hópa sína inn til UEFA og nú er því ljóst hvaða leikmenn munu spila með sínum þjóðum á EM í ár. Liverpool á alls tólf leikmenn meðal þeirra 552 leikmanna sem voru valdir eða jafnmarga og ítalska liðið Juventus. Liverpool-mennirnir eru James Milner, Adam Lallana, Nathaniel Clyne, Jordan Henderson og Daniel Sturridge (Englandi), Joe Allen og Danny Ward (wales), Martin Skrtel (Slóvakíu), Emre Can (Þýskalandi), Simon Mignolet, Divock Origi og Christian Benteke (Belgíu). Tottenham mun verða með ellefu leikmenn á EM og tíu koma frá Manchester United. Enska úrvalsdeildin á alls 103 leikmenn eða næstum því 20 prósent af öllum leikmönnunum. Einn af þeim er að sjálfsögðu Gylfi Þór Sigurðsson okkar Íslendinga. Spænsku liðin Real Madrid (Meistaradeildin) og Sevilla (Evrópudeildin) urðu Evrópumeistarar í vor en spænska deildin á samt bara 34 leikmenn á EM í Frakklandi sem er aðeins þriðjungur af þeim leikmönnum sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Enska b-deildin er með 31 leikmann á EM sem er aðeins þremur minni en spænska og meira en franska deildin. Þar á meðal eru íslensku landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Það er hægt að finna skemmtilega úttekt á leikmönnum EM á pólsku síðunni Ekstrastats.Lið sem eiga flesta leikmenn á EM 2016: 1. Juventus 12 2. Liverpool 12 3. Tottenham 11 4. Manchester United 10 5. Barcelona 9 6. Bayern München 9 7. Real Madrid 8 8. Arsenal 8 9. Basel 8 10. CSKA Moskva 8 11. Fenerbahce 8 12. Roma 8 13. Besiktas 7 14. Dynamo Kiev 7 15. Southampton 7 16. Shakhtar Donetsk 7 17. Chelsea 6 18. Dynamo Zagreb 6 19. Ferencvaros 6 20. Manchester City 6 21. Napoli 6 22. Viktoria Pilzen 6 23. Zenit 6
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira