Liverpool með flesta leikmenn á EM í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2016 12:30 Liverpool á flesta leikmenn á EM. Vísir/Getty Liverpool-stuðningsmenn geta ekki montað sig yfir árangri liðsins á nýloknu tímabili þar sem liðið endaði í áttunda sæti en ekkert félagslið í Evrópu á hinsvegar fleiri fulltrúa á EM í Frakklandi í sumar. Þjálfar liðanna 24 á Evrópumótinu í Frakklandi höfðu frest þangað til í gærkvöldi til að tilkynna EM-hópa sína inn til UEFA og nú er því ljóst hvaða leikmenn munu spila með sínum þjóðum á EM í ár. Liverpool á alls tólf leikmenn meðal þeirra 552 leikmanna sem voru valdir eða jafnmarga og ítalska liðið Juventus. Liverpool-mennirnir eru James Milner, Adam Lallana, Nathaniel Clyne, Jordan Henderson og Daniel Sturridge (Englandi), Joe Allen og Danny Ward (wales), Martin Skrtel (Slóvakíu), Emre Can (Þýskalandi), Simon Mignolet, Divock Origi og Christian Benteke (Belgíu). Tottenham mun verða með ellefu leikmenn á EM og tíu koma frá Manchester United. Enska úrvalsdeildin á alls 103 leikmenn eða næstum því 20 prósent af öllum leikmönnunum. Einn af þeim er að sjálfsögðu Gylfi Þór Sigurðsson okkar Íslendinga. Spænsku liðin Real Madrid (Meistaradeildin) og Sevilla (Evrópudeildin) urðu Evrópumeistarar í vor en spænska deildin á samt bara 34 leikmenn á EM í Frakklandi sem er aðeins þriðjungur af þeim leikmönnum sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Enska b-deildin er með 31 leikmann á EM sem er aðeins þremur minni en spænska og meira en franska deildin. Þar á meðal eru íslensku landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Það er hægt að finna skemmtilega úttekt á leikmönnum EM á pólsku síðunni Ekstrastats.Lið sem eiga flesta leikmenn á EM 2016: 1. Juventus 12 2. Liverpool 12 3. Tottenham 11 4. Manchester United 10 5. Barcelona 9 6. Bayern München 9 7. Real Madrid 8 8. Arsenal 8 9. Basel 8 10. CSKA Moskva 8 11. Fenerbahce 8 12. Roma 8 13. Besiktas 7 14. Dynamo Kiev 7 15. Southampton 7 16. Shakhtar Donetsk 7 17. Chelsea 6 18. Dynamo Zagreb 6 19. Ferencvaros 6 20. Manchester City 6 21. Napoli 6 22. Viktoria Pilzen 6 23. Zenit 6 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
Liverpool-stuðningsmenn geta ekki montað sig yfir árangri liðsins á nýloknu tímabili þar sem liðið endaði í áttunda sæti en ekkert félagslið í Evrópu á hinsvegar fleiri fulltrúa á EM í Frakklandi í sumar. Þjálfar liðanna 24 á Evrópumótinu í Frakklandi höfðu frest þangað til í gærkvöldi til að tilkynna EM-hópa sína inn til UEFA og nú er því ljóst hvaða leikmenn munu spila með sínum þjóðum á EM í ár. Liverpool á alls tólf leikmenn meðal þeirra 552 leikmanna sem voru valdir eða jafnmarga og ítalska liðið Juventus. Liverpool-mennirnir eru James Milner, Adam Lallana, Nathaniel Clyne, Jordan Henderson og Daniel Sturridge (Englandi), Joe Allen og Danny Ward (wales), Martin Skrtel (Slóvakíu), Emre Can (Þýskalandi), Simon Mignolet, Divock Origi og Christian Benteke (Belgíu). Tottenham mun verða með ellefu leikmenn á EM og tíu koma frá Manchester United. Enska úrvalsdeildin á alls 103 leikmenn eða næstum því 20 prósent af öllum leikmönnunum. Einn af þeim er að sjálfsögðu Gylfi Þór Sigurðsson okkar Íslendinga. Spænsku liðin Real Madrid (Meistaradeildin) og Sevilla (Evrópudeildin) urðu Evrópumeistarar í vor en spænska deildin á samt bara 34 leikmenn á EM í Frakklandi sem er aðeins þriðjungur af þeim leikmönnum sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Enska b-deildin er með 31 leikmann á EM sem er aðeins þremur minni en spænska og meira en franska deildin. Þar á meðal eru íslensku landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Það er hægt að finna skemmtilega úttekt á leikmönnum EM á pólsku síðunni Ekstrastats.Lið sem eiga flesta leikmenn á EM 2016: 1. Juventus 12 2. Liverpool 12 3. Tottenham 11 4. Manchester United 10 5. Barcelona 9 6. Bayern München 9 7. Real Madrid 8 8. Arsenal 8 9. Basel 8 10. CSKA Moskva 8 11. Fenerbahce 8 12. Roma 8 13. Besiktas 7 14. Dynamo Kiev 7 15. Southampton 7 16. Shakhtar Donetsk 7 17. Chelsea 6 18. Dynamo Zagreb 6 19. Ferencvaros 6 20. Manchester City 6 21. Napoli 6 22. Viktoria Pilzen 6 23. Zenit 6
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira