Lögreglukonur ósáttar við ójöfnuð á EM Snærós Sindradóttir skrifar 2. júní 2016 07:00 Helsta hlutverk lögregluþjónanna er að aðstoða íslenska stuðningsmenn landsliðsins á meðan á keppninni í Frakklandi stendur. vísir/vilhelm Kurr er meðal lögreglukvenna vegna þeirrar ákvörðunar að senda bara karla í þeim hópi átta lögregluþjóna sem fara fyrir hönd Íslands á EM. Lögregluþjónarnir koma allir frá Ríkislögreglustjóra en það embætti er verst statt varðandi kynjahlutföll lögregluþjóna á landinu, að frátöldu embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra þar sem hlutfallið er eins, eða konur 5 prósent og karlar 95 prósent. Fjórar konur starfa sem lögreglumenn hjá Ríkislögreglustjóra samkvæmt tölum lögreglunnar frá 1. febrúar. Heimildir Fréttablaðsins herma að óánægja ríki hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, jafnt á meðal kvenna og karla, vegna þess að aðeins var leitað til lögreglumanna hjá Ríkislögreglustjóra.Klara BjartmarzKlara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að félagið hafi ekki haft milligöngu á milli franskra og íslenskra yfirvalda. „Ég á svolítið erfitt með að tjá mig um þetta en auðvitað finnst mér persónulega að þarna eigi að vera kona. Við getum alveg tekið sem dæmi að Rauði krossinn sendir tvo sjálfboðaliða. Þar var ákveðið strax að hafa kynjahlutföllin jöfn.“ Í svari frá Thelmu Þórðardóttur hjá Ríkislögreglustjóra segir að „þar sem lögreglukonur embættisins gáfu ekki kost á sér í það er verkefnið mannað með lögreglumönnum frá alþjóðadeild og sérsveit embættisins“.Sigrún SigurðardóttirSigrún Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglukona, hefur fylgst með óánægju lögreglukvenna grassera síðustu daga. Sjálf fór hún í stórum hópi lögregluþjóna á Ólympíuleikana í Atlanta í Bandaríkjunum árið 1996. „Það var ótrúlega góð reynsla. Eins og komið hefur fram er ekki óskað eftir sérsveitarmönnum eða vopnuðu fólki. Ef það á að aðstoða Íslendinga myndi ég telja að það væri alltaf gott að hafa karla og konur,“ segir Sigrún. „Mér finnst svo sérstakt að það eru bara karlar. Ég skil ekki hvers vegna ekki er leitað út fyrir þennan ákveðna hóp. Það er sagt að einhverjum konum hafi verið boðið sem ekki gátu tekið þetta að sér. Af hverju er þá ekki leitað út fyrir það? Það hallar á konur í lögreglunni, sem er verulegt vandamál. Þetta er ekki til að hvetja konur.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Klara: Vona að fólk fjölmenni og segi takk Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að Knattspyrnusambandið hafi í mörg horn að líta fyrir EM í knattspyrnu í sumar, en lokaundirbúningur Íslands er nú í fullum gangi. 1. júní 2016 22:00 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Kurr er meðal lögreglukvenna vegna þeirrar ákvörðunar að senda bara karla í þeim hópi átta lögregluþjóna sem fara fyrir hönd Íslands á EM. Lögregluþjónarnir koma allir frá Ríkislögreglustjóra en það embætti er verst statt varðandi kynjahlutföll lögregluþjóna á landinu, að frátöldu embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra þar sem hlutfallið er eins, eða konur 5 prósent og karlar 95 prósent. Fjórar konur starfa sem lögreglumenn hjá Ríkislögreglustjóra samkvæmt tölum lögreglunnar frá 1. febrúar. Heimildir Fréttablaðsins herma að óánægja ríki hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, jafnt á meðal kvenna og karla, vegna þess að aðeins var leitað til lögreglumanna hjá Ríkislögreglustjóra.Klara BjartmarzKlara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að félagið hafi ekki haft milligöngu á milli franskra og íslenskra yfirvalda. „Ég á svolítið erfitt með að tjá mig um þetta en auðvitað finnst mér persónulega að þarna eigi að vera kona. Við getum alveg tekið sem dæmi að Rauði krossinn sendir tvo sjálfboðaliða. Þar var ákveðið strax að hafa kynjahlutföllin jöfn.“ Í svari frá Thelmu Þórðardóttur hjá Ríkislögreglustjóra segir að „þar sem lögreglukonur embættisins gáfu ekki kost á sér í það er verkefnið mannað með lögreglumönnum frá alþjóðadeild og sérsveit embættisins“.Sigrún SigurðardóttirSigrún Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglukona, hefur fylgst með óánægju lögreglukvenna grassera síðustu daga. Sjálf fór hún í stórum hópi lögregluþjóna á Ólympíuleikana í Atlanta í Bandaríkjunum árið 1996. „Það var ótrúlega góð reynsla. Eins og komið hefur fram er ekki óskað eftir sérsveitarmönnum eða vopnuðu fólki. Ef það á að aðstoða Íslendinga myndi ég telja að það væri alltaf gott að hafa karla og konur,“ segir Sigrún. „Mér finnst svo sérstakt að það eru bara karlar. Ég skil ekki hvers vegna ekki er leitað út fyrir þennan ákveðna hóp. Það er sagt að einhverjum konum hafi verið boðið sem ekki gátu tekið þetta að sér. Af hverju er þá ekki leitað út fyrir það? Það hallar á konur í lögreglunni, sem er verulegt vandamál. Þetta er ekki til að hvetja konur.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Klara: Vona að fólk fjölmenni og segi takk Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að Knattspyrnusambandið hafi í mörg horn að líta fyrir EM í knattspyrnu í sumar, en lokaundirbúningur Íslands er nú í fullum gangi. 1. júní 2016 22:00 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Klara: Vona að fólk fjölmenni og segi takk Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að Knattspyrnusambandið hafi í mörg horn að líta fyrir EM í knattspyrnu í sumar, en lokaundirbúningur Íslands er nú í fullum gangi. 1. júní 2016 22:00