Alfreð: Ef okkur gengur vel á EM gleymist Noregsleikurinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2016 15:05 Alfreð Finnbogason viðurkennir að íslenska landsliðið í fótbolta hafi spilað illa í vináttulandsleiknum gegn Noregi á miðvikudaginn. „Við vitum það manna best að við spiluðum illa og erum mjög sjálfsgagnrýnir,“ sagði Alfreð fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. „Þetta var lélegt og ekki margt jákvætt nema kannski að við töpuðum bara 3-2 á móti liði Noregs sem stjórnaði leiknum allan fyrri hálfleikinn. Við skoruðum tvö mörk úr föstum leikatriðum og þá held ég að jákvæðu punktarnir séu upptaldir,“ bætti framherjinn við en hann spilaði í klukkutíma á miðvikudaginn. Gengi Íslands í undanförnum vináttulandsleikjum hefur ekki verið upp á marga fiska. En hvenær má búast við því að íslensku strákarnir fari almennilega í gang? „Form er ekki einhver takki sem þú kveikir á og verður allt í einu klár. Við ætluðum að fara í þennan Noregsleik af fullum krafti, byrja á fullri ferð og keyra almennilega á þá en sú varð ekki raunin,“ sagði Alfreð. „Leikmenn eru í mjög mismunandi ástandi, sumir spiluðu leik um helgina á meðan aðrir eru ekki búnir að spila í mánuð. Ég held að allir séu mest að hugsa um sjálfa sig og að vera í sem bestu standi eftir tvær vikur. „Þetta var svolítið eins og æfingaleikur fyrir keppnistímabil. Þú vilt vinna alla leiki en mikilvægast er að fá mínútur. Og þegar uppi verður staðið, og ef við náum góðum árangri á EM, held ég að enginn eigi eftir að muna eftir þessum Noregsleik.“Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Alfreð Finnbogason viðurkennir að íslenska landsliðið í fótbolta hafi spilað illa í vináttulandsleiknum gegn Noregi á miðvikudaginn. „Við vitum það manna best að við spiluðum illa og erum mjög sjálfsgagnrýnir,“ sagði Alfreð fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. „Þetta var lélegt og ekki margt jákvætt nema kannski að við töpuðum bara 3-2 á móti liði Noregs sem stjórnaði leiknum allan fyrri hálfleikinn. Við skoruðum tvö mörk úr föstum leikatriðum og þá held ég að jákvæðu punktarnir séu upptaldir,“ bætti framherjinn við en hann spilaði í klukkutíma á miðvikudaginn. Gengi Íslands í undanförnum vináttulandsleikjum hefur ekki verið upp á marga fiska. En hvenær má búast við því að íslensku strákarnir fari almennilega í gang? „Form er ekki einhver takki sem þú kveikir á og verður allt í einu klár. Við ætluðum að fara í þennan Noregsleik af fullum krafti, byrja á fullri ferð og keyra almennilega á þá en sú varð ekki raunin,“ sagði Alfreð. „Leikmenn eru í mjög mismunandi ástandi, sumir spiluðu leik um helgina á meðan aðrir eru ekki búnir að spila í mánuð. Ég held að allir séu mest að hugsa um sjálfa sig og að vera í sem bestu standi eftir tvær vikur. „Þetta var svolítið eins og æfingaleikur fyrir keppnistímabil. Þú vilt vinna alla leiki en mikilvægast er að fá mínútur. Og þegar uppi verður staðið, og ef við náum góðum árangri á EM, held ég að enginn eigi eftir að muna eftir þessum Noregsleik.“Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira