Stór mál bíða afgreiðslu Snærós Sindradóttir skrifar 4. júní 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson tilkynntu þann 6. apríl síðastliðinn að kosningar yrðu í haust. Þeir hafa síðan þurft að margítreka að þeir hyggist standa við stóru orðin. Þingflokksformaður Framsóknar segir vilja til að flýta kosningum en dagsetning þeirra velti á hvenær þingmálalisti ríkisstjórnarinnar sé tæmdur. Fréttablaðið/Ernir Búvörusamningar, Samgönguáætlun, tollasamningar, LÍN frumvarp og ríkisfjármálaáætlun er á meðal stóru málanna sem stjórnarflokkarnir hyggjast klára á sumarþinginu í ágúst. Þá hefur utanríkisráðherra lýst yfir vilja til að klára fullgildingu Loftslagssamkomulags Sameinuðu þjóðanna á kjörtímabilinu. Eitthvað mun bætast við af frumvörpum sem eru liður í losun gjaldeyrishafta. Alþingi kemur aftur saman 15.ágúst. Þá stefnir Framsóknarflokkurinn að því að frumvarp um verðtryggingu verði lagt fram. Allt kapp verður lagt á að klára það frumvarp á þeim tíu vikum sem eru til stefnu. Í næstu viku er nefndavika hjá Alþingi og aftur strax eftir verslunarmannahelgi. Um búvörusamninga ríkir ekki einhugur. Samningarnir, eins og þeir standa núna, gilda í tíu ár og ganga langt. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur látið hafa eftir sér að hún muni aldrei samþykkja samninginn.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins á sama máli og setja það sem skilyrði fyrir samþykkt samningsins að tollasamningur við Evrópusambandið verði samþykktur um leið. Tollasamningurinn gengur út á að fella niður tolla á unnar landbúnaðarvörur, svo sem súkkulaði. Þá verði þeir lækkaðir eða felldir niður á óunnum landbúnaðarvörum á borð við villibráð og ýmsu grænmeti. Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér sömuleiðis að klára samgönguáætlun en sitjandi ríkisstjórn hefur hingað til ekki samþykkt slíka áætlun. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, skrifaði grein í Bændablaðinu í apríl og sagði plaggið ónýtt. „Málaflokkurinn er síst betur staddur hvað fjárveitingar snertir en á erfiðustu árunum eftir hrun.“ Að lokum má nefna frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem kynnt var í lok maímánaðar, sem og frumvarp um aðgerðir gegn skattaskjólum sem unnið er að frumkvæði efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að þessi mál verði að klárast áður en gengið verður til kosninga. Fyrir liggur að þingmenn Framsóknar eru tregir til að ganga til kosninga og enn hefur ekki verið gefin út dagsetning á kjördegi. „Við höfum sagt að það eigi að vera mögulegt bæði að flýta þeim málum sem ríkisstjórnin ætlar að klára á þessu kjörtímabili og kjósa fyrr. Þetta tvennt geti farið saman en það verði þá líka að fara saman. Það eru ekki bara kosningar í haust, það er líka þannig að menn ætla að klára þau mál sem við ætlum að klára,“ segir Ásmundur. Þetta segir Ásmundur aðspurður ekki vera hótun gegn stjórnarandstöðunni svo hún hagi sér vel og hleypi málum nokkuð auðveldlega í gegn. „Það liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur umboð til 26. apríl 2017. Ríkisstjórnin fer ekki í kosningar án þess að vera búin með þau mál sem hún ætlaði sér að klára. Það felst engin hótun í því. Það hefur gengið vel að afgreiða mál og engin ástæða til að ætla að það verði einhver breyting á því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Búvörusamningar, Samgönguáætlun, tollasamningar, LÍN frumvarp og ríkisfjármálaáætlun er á meðal stóru málanna sem stjórnarflokkarnir hyggjast klára á sumarþinginu í ágúst. Þá hefur utanríkisráðherra lýst yfir vilja til að klára fullgildingu Loftslagssamkomulags Sameinuðu þjóðanna á kjörtímabilinu. Eitthvað mun bætast við af frumvörpum sem eru liður í losun gjaldeyrishafta. Alþingi kemur aftur saman 15.ágúst. Þá stefnir Framsóknarflokkurinn að því að frumvarp um verðtryggingu verði lagt fram. Allt kapp verður lagt á að klára það frumvarp á þeim tíu vikum sem eru til stefnu. Í næstu viku er nefndavika hjá Alþingi og aftur strax eftir verslunarmannahelgi. Um búvörusamninga ríkir ekki einhugur. Samningarnir, eins og þeir standa núna, gilda í tíu ár og ganga langt. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur látið hafa eftir sér að hún muni aldrei samþykkja samninginn.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins á sama máli og setja það sem skilyrði fyrir samþykkt samningsins að tollasamningur við Evrópusambandið verði samþykktur um leið. Tollasamningurinn gengur út á að fella niður tolla á unnar landbúnaðarvörur, svo sem súkkulaði. Þá verði þeir lækkaðir eða felldir niður á óunnum landbúnaðarvörum á borð við villibráð og ýmsu grænmeti. Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér sömuleiðis að klára samgönguáætlun en sitjandi ríkisstjórn hefur hingað til ekki samþykkt slíka áætlun. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, skrifaði grein í Bændablaðinu í apríl og sagði plaggið ónýtt. „Málaflokkurinn er síst betur staddur hvað fjárveitingar snertir en á erfiðustu árunum eftir hrun.“ Að lokum má nefna frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem kynnt var í lok maímánaðar, sem og frumvarp um aðgerðir gegn skattaskjólum sem unnið er að frumkvæði efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að þessi mál verði að klárast áður en gengið verður til kosninga. Fyrir liggur að þingmenn Framsóknar eru tregir til að ganga til kosninga og enn hefur ekki verið gefin út dagsetning á kjördegi. „Við höfum sagt að það eigi að vera mögulegt bæði að flýta þeim málum sem ríkisstjórnin ætlar að klára á þessu kjörtímabili og kjósa fyrr. Þetta tvennt geti farið saman en það verði þá líka að fara saman. Það eru ekki bara kosningar í haust, það er líka þannig að menn ætla að klára þau mál sem við ætlum að klára,“ segir Ásmundur. Þetta segir Ásmundur aðspurður ekki vera hótun gegn stjórnarandstöðunni svo hún hagi sér vel og hleypi málum nokkuð auðveldlega í gegn. „Það liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur umboð til 26. apríl 2017. Ríkisstjórnin fer ekki í kosningar án þess að vera búin með þau mál sem hún ætlaði sér að klára. Það felst engin hótun í því. Það hefur gengið vel að afgreiða mál og engin ástæða til að ætla að það verði einhver breyting á því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira