Rúnar hrósar Lars: Á langstærstan þátt í uppgangi landsliðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2016 19:15 Rúnar Kristinsson er á sínu öðru tímabili sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström. Eiríkur Stefán Ásgeirsson hitti kappann á heimili hans í Noregi á dögunum. „Þjálfunin sem slík er ekkert ólík, þetta eru allt fótboltamenn og við stefnum allir að sama marki, að verða betri,“ sagði Rúnar aðspurður um muninn á íslenska og norska boltanum „En auðvitað er öll umgjörð stærri, meiri pressa og fleiri í kringum þetta sem hafa skoðanir.“ Rúnar segist vera ánægður í starfi þrátt fyrir að það séu ekki alltaf jólin í þessu starfi. „Sveiflurnar eru miklar en maður vill halda áfram í þessu starfi, reyna að búa sér til feril í þjálfun og sjá hvort maður komist á stærra svið,“ sagði Rúnar sem gerði KR tvisvar sinnum að Íslandsmeisturum og þrisvar sinnum að bikarmeisturum áður en hann tók við Lilleström.Rúnar var einnig afar farsæll leikmaður og er leikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi. Hann hlakkar að sjálfsögðu til EM í Frakklandi þar sem Ísland verður á meðal þátttökuliða í fyrsta sinn. Hann segir að Lars Lagerbäck eigi stærstan þátt í uppgangi landsliðsins á undanförnum árum. „Hann á langstærstan þátt í því. Þetta eru auðvitað frábærir leikmenn en það þarf að stjórna þeim og skipuleggja leik liðsins. Það er allt skipulagt í þaula hjá þeim. Þeir spila nánast alltaf sama leikkerfið og leikmenn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera,“ segir Rúnar. En dreymir hann um að þjálfa íslenska landsliðið? „Ég held að maður þurfi að bíða aðeins þangað til maður verður eldri og reyndari. Þú labbar ekkert úr því að vera leikmaður og yfir í þjálfun. Þetta er hörkuvinna og maður er alltaf að læra,“ sagði Rúnar sem hefur trú á að íslenska liðið fari upp úr sínum riðli á EM.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Rúnar Kristinsson er á sínu öðru tímabili sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström. Eiríkur Stefán Ásgeirsson hitti kappann á heimili hans í Noregi á dögunum. „Þjálfunin sem slík er ekkert ólík, þetta eru allt fótboltamenn og við stefnum allir að sama marki, að verða betri,“ sagði Rúnar aðspurður um muninn á íslenska og norska boltanum „En auðvitað er öll umgjörð stærri, meiri pressa og fleiri í kringum þetta sem hafa skoðanir.“ Rúnar segist vera ánægður í starfi þrátt fyrir að það séu ekki alltaf jólin í þessu starfi. „Sveiflurnar eru miklar en maður vill halda áfram í þessu starfi, reyna að búa sér til feril í þjálfun og sjá hvort maður komist á stærra svið,“ sagði Rúnar sem gerði KR tvisvar sinnum að Íslandsmeisturum og þrisvar sinnum að bikarmeisturum áður en hann tók við Lilleström.Rúnar var einnig afar farsæll leikmaður og er leikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi. Hann hlakkar að sjálfsögðu til EM í Frakklandi þar sem Ísland verður á meðal þátttökuliða í fyrsta sinn. Hann segir að Lars Lagerbäck eigi stærstan þátt í uppgangi landsliðsins á undanförnum árum. „Hann á langstærstan þátt í því. Þetta eru auðvitað frábærir leikmenn en það þarf að stjórna þeim og skipuleggja leik liðsins. Það er allt skipulagt í þaula hjá þeim. Þeir spila nánast alltaf sama leikkerfið og leikmenn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera,“ segir Rúnar. En dreymir hann um að þjálfa íslenska landsliðið? „Ég held að maður þurfi að bíða aðeins þangað til maður verður eldri og reyndari. Þú labbar ekkert úr því að vera leikmaður og yfir í þjálfun. Þetta er hörkuvinna og maður er alltaf að læra,“ sagði Rúnar sem hefur trú á að íslenska liðið fari upp úr sínum riðli á EM.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira