Körfubolti

Carberry til Þórs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carberry er mikill skemmtikraftur á velli.
Carberry er mikill skemmtikraftur á velli. vísir/anton
Bandaríski körfuboltamaðurinn Tobin Carberry hefur samið við Þór Þorlákshöfn og mun leika með liðinu í Domino's deildinni á næsta tímabili.

Carberry, sem er 25 ára bakvörður, hefur undanfarin tvö ár leikið með Hetti en hann vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Domino's deildinni á síðasta tímabili.

Carberry skoraði 28,2 stig að meðaltali í leik í fyrra, tók 9,3 fráköst, gaf 5,0 stoðsendingar og stal 2,3 boltum. Hann var næststigahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Sherrod Wright, leikmanni Snæfells.

Carberry er þriðji leikmaðurinn sem Þórsarar fá til sín eftir að tímabilinu lauk en áður voru Njarðvíkingarnir Maciej Baginski og Ólafur Helgi Jónsson búnir að semja við félagið.

Þór endaði í 5. sæti Domino's deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði 3-1 fyrir Haukum í 8-liða úrslitum. Þá komst liðið alla leið í bikarúrslit þar sem það beið lægri hlut fyrir KR.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×