Costco mun umturna íslenskum markaði Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2016 10:15 Bjarki og Trausti meta það svo að íslensk verslun sé býsna andvaralaus, því innkoma Costco mun umturna íslenska markaðinum. Costco býður að jafnaði upp á 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. Gera má ráð fyrir því að þegar Costco opnar á Íslandi muni það bylta hinum íslenska markaði; áhrifin verða gríðarleg. Þetta segja þeir Bjarki Pétursson og Trausti Haraldsson frá Zenter markaðsrannsóknarfyrirtæki, sem hafa kannað sérstaklega hvaða áhrif koma Costco mun hafa á íslenskan markað. Þeir voru í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun.Leggja aðeins 15 prósent ofan á vöruverð Bjarki og Trausti hafa skrifað skýrslu um áhrifin en þeir hafa verið að vinna fyrir tugi fyrirtækja á smásölumarkaði hér heima. Þeir ákváðu að fara út og kíkja á Costco í grennd við London, sem er svipaðrar stærðar og til stendur að rísi hér á Íslandi. Þeir fengu viðtal við stjórnendur þar sem kynntu þeim búðina. Verð sem Costco býður uppá er að jafnað þrjátíu prósentum lægra en það sem gerist og gengur erlendis. En, hvað gerist þegar Costco kemur til Íslands? Mun það sama gilda hér. Bjarki og Trausti meta það sem svo. „Þeir voru mjög harðir á því að eini kostnaðurinn sem leggst ofan á sé flutningskostnaður.“ Þetta mun þó að einhverju leyti vera mismunandi hvað varðar ákveðnar vörur og að teknu tilliti til tolls og vasks. En, mottó fyrirtækisins er að leggja einungis 15 prósent ofan á vöruna, sem er miklum mun minna þekkist á Íslandi.Íslensk verslun andvaralaus Costco er fjölbreytt búð þar er boðið uppá mikið vöruúrval; raftæki, matvöru, heimilistæki, skrifstofuvörur, húsgögn, dekk, skartgripi, úr, föt, eldsneyti, gleraugu... „Þetta er annað stærsta verslunarkeðja í heiminum. Og veltir um það bil tíu sinnum meiru en íslenska hagkerfið. Þeir eru bara með gæðavörur. Þeir eru með meðlimakerfi, menn fá ekki að versla nema þeir séu meðlimir,“ segir þeir Bjarki og Trausti. Þá byggja þeir mikið á tilboðum og það að vera svona stórir mun hafa veruleg áhrif á markaðinn íslenska. Costco eru að fara að færa sig inn á skandinavískan markað og er Ísland nánast prótótýpa, með það hvernig þeir þar ætla að bera sig að við að koma undir sig fótunum þar. Bjarki og Trausti telja íslenska verslun vera nokkuð andvaralausa hvað varðar þessi gríðarlegu áhrif sem þeir ætla að verði með innkomu Costco. Íslenskir neytendur ættu ekki að láta viðtalið við Bjarka og Trausta fram hjá sér fara, en það má hlusta á hér neðar. Tengdar fréttir Costco opnar í nóvember „Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar. 24. maí 2016 11:43 Telja markaðsvirði N1 milljarði of hátt Capacent telur verulegan vöxt N1 á eldsneytismarkaði ólíklegan. 27. janúar 2016 08:00 Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að takast á við samkeppni erlendis frá. 17. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Costco býður að jafnaði upp á 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. Gera má ráð fyrir því að þegar Costco opnar á Íslandi muni það bylta hinum íslenska markaði; áhrifin verða gríðarleg. Þetta segja þeir Bjarki Pétursson og Trausti Haraldsson frá Zenter markaðsrannsóknarfyrirtæki, sem hafa kannað sérstaklega hvaða áhrif koma Costco mun hafa á íslenskan markað. Þeir voru í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun.Leggja aðeins 15 prósent ofan á vöruverð Bjarki og Trausti hafa skrifað skýrslu um áhrifin en þeir hafa verið að vinna fyrir tugi fyrirtækja á smásölumarkaði hér heima. Þeir ákváðu að fara út og kíkja á Costco í grennd við London, sem er svipaðrar stærðar og til stendur að rísi hér á Íslandi. Þeir fengu viðtal við stjórnendur þar sem kynntu þeim búðina. Verð sem Costco býður uppá er að jafnað þrjátíu prósentum lægra en það sem gerist og gengur erlendis. En, hvað gerist þegar Costco kemur til Íslands? Mun það sama gilda hér. Bjarki og Trausti meta það sem svo. „Þeir voru mjög harðir á því að eini kostnaðurinn sem leggst ofan á sé flutningskostnaður.“ Þetta mun þó að einhverju leyti vera mismunandi hvað varðar ákveðnar vörur og að teknu tilliti til tolls og vasks. En, mottó fyrirtækisins er að leggja einungis 15 prósent ofan á vöruna, sem er miklum mun minna þekkist á Íslandi.Íslensk verslun andvaralaus Costco er fjölbreytt búð þar er boðið uppá mikið vöruúrval; raftæki, matvöru, heimilistæki, skrifstofuvörur, húsgögn, dekk, skartgripi, úr, föt, eldsneyti, gleraugu... „Þetta er annað stærsta verslunarkeðja í heiminum. Og veltir um það bil tíu sinnum meiru en íslenska hagkerfið. Þeir eru bara með gæðavörur. Þeir eru með meðlimakerfi, menn fá ekki að versla nema þeir séu meðlimir,“ segir þeir Bjarki og Trausti. Þá byggja þeir mikið á tilboðum og það að vera svona stórir mun hafa veruleg áhrif á markaðinn íslenska. Costco eru að fara að færa sig inn á skandinavískan markað og er Ísland nánast prótótýpa, með það hvernig þeir þar ætla að bera sig að við að koma undir sig fótunum þar. Bjarki og Trausti telja íslenska verslun vera nokkuð andvaralausa hvað varðar þessi gríðarlegu áhrif sem þeir ætla að verði með innkomu Costco. Íslenskir neytendur ættu ekki að láta viðtalið við Bjarka og Trausta fram hjá sér fara, en það má hlusta á hér neðar.
Tengdar fréttir Costco opnar í nóvember „Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar. 24. maí 2016 11:43 Telja markaðsvirði N1 milljarði of hátt Capacent telur verulegan vöxt N1 á eldsneytismarkaði ólíklegan. 27. janúar 2016 08:00 Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að takast á við samkeppni erlendis frá. 17. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Costco opnar í nóvember „Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar. 24. maí 2016 11:43
Telja markaðsvirði N1 milljarði of hátt Capacent telur verulegan vöxt N1 á eldsneytismarkaði ólíklegan. 27. janúar 2016 08:00
Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að takast á við samkeppni erlendis frá. 17. febrúar 2016 10:00