Clinton búin að tryggja sér útnefningu Demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2016 07:53 Hillary Clinton sem barist hefur fyrir útnefningu flokks síns, Demókrata, til að verða forsetaefni í næstu kosningum, hefur nú náð nægilegum fjölda kjörmanna til að tryggja sér útnefningu flokksins. Þetta fullyrðir AP fréttastofan.Samkvæmt nýjustu talningu þeirra á þeim kjörmönnum sem þegar eru komnir fram nýtur Clinton stuðnings 2,383 þeirra kjörmanna sem að lokum munu sækja flokksþing þar sem frambjóðandinn verður formlega útnefndur. Clinton er því fyrsta konan til að hljóta útnefningu stórs stjórnmálaflokks í Bandaríkjunum. Samkvæmt talningunni hefur Clinton fengið 1.812 kjörmenn í kosningum og 571 svokallaða ofurkjörmenn sem geta ákveðið sjálfir hvern þeir styðja. Enn hafa 95 af 714 ofurkjörmönnum ekki gefið upp hvern þeir muni styðja. CNN hefur komist að sömu niðurstöðu. 2,383 er nákvæmlega sú tala sem hún þarf til að tryggja sig þannig að Bernie Sanders, mótframbjóðandi hennar, á ekki tæknilega möguleika á því að ná henni. Sanders vill þó ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. hann bendir á að í þessari tölu séu fjöldi svokallaðra ofurkjörmanna, sem þurfa ekki að gefa upp skoðun sína, fyrr en á sjálfu þinginu.Sanders ætlar sér að telja ofurkjörmönnum trú um að hann sé betur til þess fallinn að etja kappi við Donald Trump í forsetakosningunum. AP, sem hefur reglulega hringt í umrædda kjörmenn á síðustu sjö mánuðum, bendir hins vegar á að á þeim tíma hafi enginn þeirra sem lýst hafa yfir stuðningi við Clinton skipt um skoðun og stutt Sanders. Yfir heildina hefur Clinton fengið rúmlega þremur milljónum fleiri atkvæði en Sanders og unnið í 29 forvölum gegn 21 hjá Sanders. Í dag stendur þó til að kjósa í þeim sex ríkjum sem eru eftir í forvalinu. Kaliforníu, New Jersey, Montana, New Mexico og Norður- og Suður Dakóta. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Hillary Clinton sem barist hefur fyrir útnefningu flokks síns, Demókrata, til að verða forsetaefni í næstu kosningum, hefur nú náð nægilegum fjölda kjörmanna til að tryggja sér útnefningu flokksins. Þetta fullyrðir AP fréttastofan.Samkvæmt nýjustu talningu þeirra á þeim kjörmönnum sem þegar eru komnir fram nýtur Clinton stuðnings 2,383 þeirra kjörmanna sem að lokum munu sækja flokksþing þar sem frambjóðandinn verður formlega útnefndur. Clinton er því fyrsta konan til að hljóta útnefningu stórs stjórnmálaflokks í Bandaríkjunum. Samkvæmt talningunni hefur Clinton fengið 1.812 kjörmenn í kosningum og 571 svokallaða ofurkjörmenn sem geta ákveðið sjálfir hvern þeir styðja. Enn hafa 95 af 714 ofurkjörmönnum ekki gefið upp hvern þeir muni styðja. CNN hefur komist að sömu niðurstöðu. 2,383 er nákvæmlega sú tala sem hún þarf til að tryggja sig þannig að Bernie Sanders, mótframbjóðandi hennar, á ekki tæknilega möguleika á því að ná henni. Sanders vill þó ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. hann bendir á að í þessari tölu séu fjöldi svokallaðra ofurkjörmanna, sem þurfa ekki að gefa upp skoðun sína, fyrr en á sjálfu þinginu.Sanders ætlar sér að telja ofurkjörmönnum trú um að hann sé betur til þess fallinn að etja kappi við Donald Trump í forsetakosningunum. AP, sem hefur reglulega hringt í umrædda kjörmenn á síðustu sjö mánuðum, bendir hins vegar á að á þeim tíma hafi enginn þeirra sem lýst hafa yfir stuðningi við Clinton skipt um skoðun og stutt Sanders. Yfir heildina hefur Clinton fengið rúmlega þremur milljónum fleiri atkvæði en Sanders og unnið í 29 forvölum gegn 21 hjá Sanders. Í dag stendur þó til að kjósa í þeim sex ríkjum sem eru eftir í forvalinu. Kaliforníu, New Jersey, Montana, New Mexico og Norður- og Suður Dakóta.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira