Óttast að íbúar séu myrtir og pyntaðir af stjórnarliðum Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2016 09:54 Talið er að um 50 þúsund súnnítar sitji fastir í Fallujah og séu notaðir til að skýla vígamönnum. Svo virðist sem að flótti sé ekki það besta í stöðunni fyrir fólkið. Vísir/AFP Talið er að hundruð almennra borgara Fallujah, sem tilheyri súnnítum, hafi verið pyntaðir og myrtir af vopnuðum sveitum sjíta sem berjast með her Írak við borgina. Borgararnir eru sagðir hafa verið á flótta frá Fallujah sem er í haldi Íslamska ríkisins. Einnig hafa borist fréttir af því að vígamenn ISIS hafi skotið fólk sem reyni að flýja frá borginni. Í samtali við Telegraph staðfesta embættismenn í Anbar héraði að vopnaðar sveitir sjíta hafi handsamað um 600 súnníta í einu þorpi nærri Fallujah og tugi þar að auki sem flúið hafi frá borginni. Einn embættismaður segir fólkið hafa verið flutt til nærliggjandi herstöðvar þar sem menn hafi verið pyntaðir grimmilega. Hjúkrunarfræðingur sem blaðamenn Telegraph ræddi við segir tugi alvarlega meiddra manna hafi verið flutt á nærliggjandi sjúkrahús. Þar að auki hafi nokkur „brotin“ lík verið flutt þangað. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um að svona atvik gætu komið upp og hafa þessar vopnuðu sveitir sjíta, sem kallast Popular Mobilistation Units, einungis fengið að berjast við jaðar borgarinnar. Íbúar Fallujah eru að miklum meirihluta súnnítar. Talið er að um 50 þúsund manns séu í Fallujah. Áðurnefndur hjúkrunarfræðingur segir að mennirnir sem hann hafi hlúð af, hafi trúað því að stjórnarliðar myndu koma þeim til aðstoðar við að komast í öryggi. Blaðamenn Telegraph hafa skoðað myndir af fólkinu sem virðist hafa verið pyntað. Í umfjöllun þeirra er tekið fram að meiðsl fólksins séu margskonar en einn maður virðist hafa verið húðflettur að hluta.PMF sveitirnar hafa margsinnis verið sakaðar um að beita súnníta ofbeldi frá því að sókn Íraka gegn ISIS hófst. Yfirvöld hafa ávalt neitað slíkum ásökunum, en þrátt fyrir það hefur verið ákveðið að sveitirnar munu ekki koma að sókninni inn í Fallujah. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vígamenn sagðir skjóta á borgara á flótta Herinn telur tuga borgara hafa fallið frá því að árásin gegn borginni hófst fyrir um tveimur vikum. 6. júní 2016 13:56 Íraksher reynir að endurheimta Fallúdsja Daish-samtökin hafa haft Fallúdsja í Írak á sínu valdi í meira en tvö ár. Búist er við langvinnum átökum sem bitni hart á um 50 þúsund íbúum borgarinnar. 31. maí 2016 07:00 Sýrlenskar hersveitir nálgast höfuðborg ISIS Ljóst er að mjög er nú sótt að ISIS úr öllum áttum. 4. júní 2016 13:48 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Talið er að hundruð almennra borgara Fallujah, sem tilheyri súnnítum, hafi verið pyntaðir og myrtir af vopnuðum sveitum sjíta sem berjast með her Írak við borgina. Borgararnir eru sagðir hafa verið á flótta frá Fallujah sem er í haldi Íslamska ríkisins. Einnig hafa borist fréttir af því að vígamenn ISIS hafi skotið fólk sem reyni að flýja frá borginni. Í samtali við Telegraph staðfesta embættismenn í Anbar héraði að vopnaðar sveitir sjíta hafi handsamað um 600 súnníta í einu þorpi nærri Fallujah og tugi þar að auki sem flúið hafi frá borginni. Einn embættismaður segir fólkið hafa verið flutt til nærliggjandi herstöðvar þar sem menn hafi verið pyntaðir grimmilega. Hjúkrunarfræðingur sem blaðamenn Telegraph ræddi við segir tugi alvarlega meiddra manna hafi verið flutt á nærliggjandi sjúkrahús. Þar að auki hafi nokkur „brotin“ lík verið flutt þangað. Miklar áhyggjur hafa verið uppi um að svona atvik gætu komið upp og hafa þessar vopnuðu sveitir sjíta, sem kallast Popular Mobilistation Units, einungis fengið að berjast við jaðar borgarinnar. Íbúar Fallujah eru að miklum meirihluta súnnítar. Talið er að um 50 þúsund manns séu í Fallujah. Áðurnefndur hjúkrunarfræðingur segir að mennirnir sem hann hafi hlúð af, hafi trúað því að stjórnarliðar myndu koma þeim til aðstoðar við að komast í öryggi. Blaðamenn Telegraph hafa skoðað myndir af fólkinu sem virðist hafa verið pyntað. Í umfjöllun þeirra er tekið fram að meiðsl fólksins séu margskonar en einn maður virðist hafa verið húðflettur að hluta.PMF sveitirnar hafa margsinnis verið sakaðar um að beita súnníta ofbeldi frá því að sókn Íraka gegn ISIS hófst. Yfirvöld hafa ávalt neitað slíkum ásökunum, en þrátt fyrir það hefur verið ákveðið að sveitirnar munu ekki koma að sókninni inn í Fallujah.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vígamenn sagðir skjóta á borgara á flótta Herinn telur tuga borgara hafa fallið frá því að árásin gegn borginni hófst fyrir um tveimur vikum. 6. júní 2016 13:56 Íraksher reynir að endurheimta Fallúdsja Daish-samtökin hafa haft Fallúdsja í Írak á sínu valdi í meira en tvö ár. Búist er við langvinnum átökum sem bitni hart á um 50 þúsund íbúum borgarinnar. 31. maí 2016 07:00 Sýrlenskar hersveitir nálgast höfuðborg ISIS Ljóst er að mjög er nú sótt að ISIS úr öllum áttum. 4. júní 2016 13:48 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Vígamenn sagðir skjóta á borgara á flótta Herinn telur tuga borgara hafa fallið frá því að árásin gegn borginni hófst fyrir um tveimur vikum. 6. júní 2016 13:56
Íraksher reynir að endurheimta Fallúdsja Daish-samtökin hafa haft Fallúdsja í Írak á sínu valdi í meira en tvö ár. Búist er við langvinnum átökum sem bitni hart á um 50 þúsund íbúum borgarinnar. 31. maí 2016 07:00
Sýrlenskar hersveitir nálgast höfuðborg ISIS Ljóst er að mjög er nú sótt að ISIS úr öllum áttum. 4. júní 2016 13:48