Guðni Th. fór fram á að vera færður til vegna kvennalandsliðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2016 08:58 Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni með kvennalandsliðinu á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/stefán Kvennalandsliðið í knattspyrnu getur tryggt sæti sitt í lokakeppni EM árið 2017 í Hollandi með sigri á Makedóníu á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og fram hefur komið verður allur leikurinn í beinni útsendingu á RÚV 2, hliðarrás RÚV, vegna viðtalsþáttar við Guðna Th. Jóhannesson forsetaframbjóðanda sem hefst klukkan 19:35 á RÚV. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Viðtöl við alla níu forsetaframbjóðendurna verða á dagskrá RÚV klukkan 19:35 næstu tvær vikurnar og ríður Guðni á vaðið í kvöld. Viðtölin hafa þegar verið tekin upp og því aðeins spurning um tímasetninguna á því hvenær þau eru birt. Gagnrýnt hefur verið að æfinga- og kveðjuleikur karlaliðsins gegn Liechtenstein í gærkvöldi var á RÚV og því einnnig aðgengilegur í háskerpu, ólíkt hliðarrásinni. RÚV brást við athugasemdum og hliðraði til í dagskránni á aðalrásinni svo að síðari hálfleikurinn verður sýndur á RÚV og RÚV HD. Guðni Th. greinir frá því á Facebook að hann hafi hvatt RÚV til þess að hliðra sínum þætti í kvöld til þess að kvennalandsleikurinn geti verið öllum aðgengilegur á RÚV. „Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég vildi endilega að væntanlegur sjónvarpsþáttur um mitt forsetaframboð yrði færður til eins og þyrfti svo að unnt yrði að sýna kvennaleikinn allan á aðalrás RÚV annað kvöld. Skilaboð um það voru send upp í Efstaleiti en þar var ákveðið að ekki mætti hnika til dagskrártíma. Það verður þá að hafa það.“ Guðni var meðal áhorfenda á Laugadalsvelli í gær og sömu sögu er að segja um Davíð Oddsson. Þeir urðu vitni að 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta leiknum á íslenskri grundu undir stjórn Lars Lagerbäck. Karlaliðið heldur til Frakklands í dag. Forsetakosningar 2016 Fótbolti Tengdar fréttir Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27 RÚV bregst við og sýnir seinni hálfleikinn strax að loknu viðtali við Guðna Th. Stelpurnar okkar tryggja sér að öllum líkindum sæti á EM annað kvöld þegar Makedónía kemur í heimsókn á Laugardalsvöll. 6. júní 2016 10:18 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Kvennalandsliðið í knattspyrnu getur tryggt sæti sitt í lokakeppni EM árið 2017 í Hollandi með sigri á Makedóníu á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og fram hefur komið verður allur leikurinn í beinni útsendingu á RÚV 2, hliðarrás RÚV, vegna viðtalsþáttar við Guðna Th. Jóhannesson forsetaframbjóðanda sem hefst klukkan 19:35 á RÚV. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Viðtöl við alla níu forsetaframbjóðendurna verða á dagskrá RÚV klukkan 19:35 næstu tvær vikurnar og ríður Guðni á vaðið í kvöld. Viðtölin hafa þegar verið tekin upp og því aðeins spurning um tímasetninguna á því hvenær þau eru birt. Gagnrýnt hefur verið að æfinga- og kveðjuleikur karlaliðsins gegn Liechtenstein í gærkvöldi var á RÚV og því einnnig aðgengilegur í háskerpu, ólíkt hliðarrásinni. RÚV brást við athugasemdum og hliðraði til í dagskránni á aðalrásinni svo að síðari hálfleikurinn verður sýndur á RÚV og RÚV HD. Guðni Th. greinir frá því á Facebook að hann hafi hvatt RÚV til þess að hliðra sínum þætti í kvöld til þess að kvennalandsleikurinn geti verið öllum aðgengilegur á RÚV. „Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég vildi endilega að væntanlegur sjónvarpsþáttur um mitt forsetaframboð yrði færður til eins og þyrfti svo að unnt yrði að sýna kvennaleikinn allan á aðalrás RÚV annað kvöld. Skilaboð um það voru send upp í Efstaleiti en þar var ákveðið að ekki mætti hnika til dagskrártíma. Það verður þá að hafa það.“ Guðni var meðal áhorfenda á Laugadalsvelli í gær og sömu sögu er að segja um Davíð Oddsson. Þeir urðu vitni að 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta leiknum á íslenskri grundu undir stjórn Lars Lagerbäck. Karlaliðið heldur til Frakklands í dag.
Forsetakosningar 2016 Fótbolti Tengdar fréttir Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27 RÚV bregst við og sýnir seinni hálfleikinn strax að loknu viðtali við Guðna Th. Stelpurnar okkar tryggja sér að öllum líkindum sæti á EM annað kvöld þegar Makedónía kemur í heimsókn á Laugardalsvöll. 6. júní 2016 10:18 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27
RÚV bregst við og sýnir seinni hálfleikinn strax að loknu viðtali við Guðna Th. Stelpurnar okkar tryggja sér að öllum líkindum sæti á EM annað kvöld þegar Makedónía kemur í heimsókn á Laugardalsvöll. 6. júní 2016 10:18