Orðstír þjóðar Salvör Jónsdóttir skrifar 7. júní 2016 16:15 Á dögunum birtist viðtal í vikublaði við glæsilegasta „sendiherra“ okkar Íslendinga. Hér er átt við mann sem hefur á eigin verðleikum orðið fulltrúi Íslands á erlendri grund. Hann hefur hlotið heimsathygli fyrir hæfileika, framkomu, túlkun á mennsku og náttúru og við erum stolt að hann skuli vera Íslendingur. Það skiptir máli hverjir eru kynntir til leiks á erlendri grundu sem Íslendingar, því við erum þátttakendur í samfélagi þjóða, við erum ekki einangrað eyland sem betur fer, framkoma okkar og orðspor skiptir máli. Söngvarinn góði sem ég vísa til hér að ofan, sagði meðal annars frá því í viðtalinu hversu erfitt það væri að starfa erlendis þegar orðspor þjóðarinnar væri svert. Því miður höfum við orðið fyrir því óþarflega oft síðastliðinn áratug. Þó svo að stjórnvöld haldi því fram að orðspor okkar hafi ekki skaðast að undanförnu, gengur það þvert á reynslu okkar margra sem störfum erlendis. En í slíkum hremmingum felast tækifæri til að bæta fyrir það sem farið hefur úrskeiðis, við getum sýnt umheiminum að hér búi hugsandi fólk, sem lærir af reynslu og er tilbúið til að skapa bjarta framtíð fyrir land og þjóð. Nú á næstunni gefst þjóðinni tækifæri til að velja einstakling í embætti forseta, „sendiherra“ sem mun verða kynntur sem fulltrúi þjóðarinnar á erlendri grund. Við erum svo heppin að eiga ungt og vel meinandi fólk sem er tilbúið til að taka að sér þetta verkefni. En við getum aðeins valið einn í þessum mikilvægu kosningum. Við þurfum að velja einstakling sem mun standa vörð um það sem er dýrmætast og gerir okkur að Íslendingum; landið, þjóðina og tunguna. Andri Snær Magnason er augljós valkostur. Hann hefur nú þegar vakið athygli um víða veröld fyrir hæfileika sína. Hér heima hefur hann verið óþreytandi að benda á mikilvægi þess að við fórnum ekki náttúru landsins fyrir tálsýn eða stundargróða, heldur byggjum upp framtíð fyrir komandi kynslóðir þar sem virðing er borin fyrir landi rétt eins og þjóð og tungu. Andri Snær hefur náð einstaklega vel til ungra lesenda um allan heim með skrifum sínum og boðskap. Það er ekki hægt að segja börnum að bækur séu góðar, en þau skynja hinsvegar hið fagra, góða og sanna. Frjór hugur Andra Snæs og góðir hæfileikar hans til samskipta og samvinnu munu gera hann að afbragðs fulltrúa þjóðarinnar bæði innanlands og utan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist viðtal í vikublaði við glæsilegasta „sendiherra“ okkar Íslendinga. Hér er átt við mann sem hefur á eigin verðleikum orðið fulltrúi Íslands á erlendri grund. Hann hefur hlotið heimsathygli fyrir hæfileika, framkomu, túlkun á mennsku og náttúru og við erum stolt að hann skuli vera Íslendingur. Það skiptir máli hverjir eru kynntir til leiks á erlendri grundu sem Íslendingar, því við erum þátttakendur í samfélagi þjóða, við erum ekki einangrað eyland sem betur fer, framkoma okkar og orðspor skiptir máli. Söngvarinn góði sem ég vísa til hér að ofan, sagði meðal annars frá því í viðtalinu hversu erfitt það væri að starfa erlendis þegar orðspor þjóðarinnar væri svert. Því miður höfum við orðið fyrir því óþarflega oft síðastliðinn áratug. Þó svo að stjórnvöld haldi því fram að orðspor okkar hafi ekki skaðast að undanförnu, gengur það þvert á reynslu okkar margra sem störfum erlendis. En í slíkum hremmingum felast tækifæri til að bæta fyrir það sem farið hefur úrskeiðis, við getum sýnt umheiminum að hér búi hugsandi fólk, sem lærir af reynslu og er tilbúið til að skapa bjarta framtíð fyrir land og þjóð. Nú á næstunni gefst þjóðinni tækifæri til að velja einstakling í embætti forseta, „sendiherra“ sem mun verða kynntur sem fulltrúi þjóðarinnar á erlendri grund. Við erum svo heppin að eiga ungt og vel meinandi fólk sem er tilbúið til að taka að sér þetta verkefni. En við getum aðeins valið einn í þessum mikilvægu kosningum. Við þurfum að velja einstakling sem mun standa vörð um það sem er dýrmætast og gerir okkur að Íslendingum; landið, þjóðina og tunguna. Andri Snær Magnason er augljós valkostur. Hann hefur nú þegar vakið athygli um víða veröld fyrir hæfileika sína. Hér heima hefur hann verið óþreytandi að benda á mikilvægi þess að við fórnum ekki náttúru landsins fyrir tálsýn eða stundargróða, heldur byggjum upp framtíð fyrir komandi kynslóðir þar sem virðing er borin fyrir landi rétt eins og þjóð og tungu. Andri Snær hefur náð einstaklega vel til ungra lesenda um allan heim með skrifum sínum og boðskap. Það er ekki hægt að segja börnum að bækur séu góðar, en þau skynja hinsvegar hið fagra, góða og sanna. Frjór hugur Andra Snæs og góðir hæfileikar hans til samskipta og samvinnu munu gera hann að afbragðs fulltrúa þjóðarinnar bæði innanlands og utan.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun