15 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt Sveinn Arnarsson skrifar 8. júní 2016 09:42 Héraðsdómur Norðurlands eystra Vísir/Pjetur Fyrrum fjármálastjóri byggingarfyrirtækisins Hyrnu var dæmd í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra í gær fyrir stórfelldan fjárdrátt. Hafði hún á fimmtán ára tímabili dregið sér fé frá byggingarfyrirtækinu. Konan játaði skýlaust brot sín fyrir dómi. Ekki var unnt að mati dómara að skilorðsbinda dóminn vegna eðlis og umfangs brots konunnar. Hafði hún fyrst árið 2000 dregið sér fé frá fyrirtækinu og stóð fjárdrátturinn yfir í um fimmtán ár. Síðasta færslan sem ákærð var fyrir eru frá 12. maí árið 2015. Yfir þetta tímabil hafði konan náð að draga sér rúmar fimmtíu milljónir króna. Millifærði á fyrirtæki sonar síns. Konan millifærði féð bæði beint inn á sína eigin bankareikninga en einnig nýtti hún sér í seinni tíð bankareikninga Sushi stofunnar ehf. sem var í eigu sonar hennar. Ákærða var einnig stjórnarformaður félagsins og sá um fjármál þess. Voru fjármagnsflutningarnir þannig skipulagðir allan þennan tíma og höfðu ágerst síðustu þrjú ár og því hafi komist upp um afbrot fjármálastjórans. Málið kom upp í júní í fyrra og sagði Örn Jóhannesson, eigandi byggingarfyrirtækisins Hyrnu, að fjármálastjórinn, sú ákærða, hefði játað brot sitt, skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis og hætt störfum. Að mati dómsins var brotið alvarlegt. Var konan því dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar, 239.830 krónur. Brot konunnar vörðuðu við 247.gr hegningarlaga en þar segir að ef einstaklingur dregur sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum. Tengdar fréttir Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Fyrrum fjármálastjóri byggingarfyrirtækisins Hyrnu var dæmd í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra í gær fyrir stórfelldan fjárdrátt. Hafði hún á fimmtán ára tímabili dregið sér fé frá byggingarfyrirtækinu. Konan játaði skýlaust brot sín fyrir dómi. Ekki var unnt að mati dómara að skilorðsbinda dóminn vegna eðlis og umfangs brots konunnar. Hafði hún fyrst árið 2000 dregið sér fé frá fyrirtækinu og stóð fjárdrátturinn yfir í um fimmtán ár. Síðasta færslan sem ákærð var fyrir eru frá 12. maí árið 2015. Yfir þetta tímabil hafði konan náð að draga sér rúmar fimmtíu milljónir króna. Millifærði á fyrirtæki sonar síns. Konan millifærði féð bæði beint inn á sína eigin bankareikninga en einnig nýtti hún sér í seinni tíð bankareikninga Sushi stofunnar ehf. sem var í eigu sonar hennar. Ákærða var einnig stjórnarformaður félagsins og sá um fjármál þess. Voru fjármagnsflutningarnir þannig skipulagðir allan þennan tíma og höfðu ágerst síðustu þrjú ár og því hafi komist upp um afbrot fjármálastjórans. Málið kom upp í júní í fyrra og sagði Örn Jóhannesson, eigandi byggingarfyrirtækisins Hyrnu, að fjármálastjórinn, sú ákærða, hefði játað brot sitt, skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis og hætt störfum. Að mati dómsins var brotið alvarlegt. Var konan því dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar, 239.830 krónur. Brot konunnar vörðuðu við 247.gr hegningarlaga en þar segir að ef einstaklingur dregur sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum.
Tengdar fréttir Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27