Vil spila allar mínútur á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2016 06:00 Eiður á tali við Lagerbäck landsliðsþjálfara. vísir/vilhelm Noregsdvölin virðist hafa gert Eiði Smára Guðjohnsen gott. Hann hefur spilað vel með Molde, undir stjórn Ole Gunnar Solkjær sem hefur verið óspar á að lofa hann í fjölmiðlum ytra. Það má heyra á Eiði Smára sjálfum að hann hefur nýtt tímann vel. „Ég er mjög sáttur við hvernig þetta hefur farið hjá mér. Þetta hefði í raun ekki getað verið betra. Ég hef fengið fullt af mínútum en verið líka hlíft við of miklu álagi. Ég ætti að geta komið inn í landsliðið eins ferskur og hægt er,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýmættur á sína fyrstu landsliðsæfingu eftir að EM-hópurinn var tilkynntur þann 9. maí. Þar með rættist gamall draumur Eiðs Smára um að fara með Íslandi á stórmót í knattspyrnu.Hef beðið í 20 ár „Þetta er í fyrsta sinn sem maður fær það almennilega á tilfinninguna að undirbúningurinn sé hafinn fyrir fullt og allt. Það er tímapunktur sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eiður Smári sem hefur líklega beðið einna lengst. „Já, í um 20 ár,“ segir hann og brosir. Hann segist ætla að nálgast verkefnið eins og hann hefur ávallt gert á sínum ferli - að hann sé að fara að spila frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Þannig ætti hver einasti leikmaður að hugsa. Við verðum allir að vera undir það búnir að spila og taka svo því hlutverki sem okkur verður gefið,“ segir Eiður Smári.Hafa alla heila Lars Lagerbäck sagði við Fréttablaðið í gær að það væri nú fyrst og fremst verkefni þjálfaranna að nota hvern og einn leikmann á réttan hátt, fremur en að tefla fram endilega sterkasta liðinu í æfingaleiknum gegn Noregi á morgun og svo Liechtenstein á mánudag. Eiður Smári hefur góðan skilning á því. „Sumir okkar hafa verið í fríi í nokkrar vikur en aðrir spilað mjög mikið. Þetta snýst um að hafa alla heila þegar mótið hefst og því geri ég ráð fyrir að allt sem við gerum næstu vikurnar miði að því að hafa alla leikmenn í toppstandi þegar fyrsti leikur hefst,“ segir Eiður Smári. Í dag eru tvær vikur í að Ísland mætir Portúgal í St. Etienne í Frakklandi, í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Noregsdvölin virðist hafa gert Eiði Smára Guðjohnsen gott. Hann hefur spilað vel með Molde, undir stjórn Ole Gunnar Solkjær sem hefur verið óspar á að lofa hann í fjölmiðlum ytra. Það má heyra á Eiði Smára sjálfum að hann hefur nýtt tímann vel. „Ég er mjög sáttur við hvernig þetta hefur farið hjá mér. Þetta hefði í raun ekki getað verið betra. Ég hef fengið fullt af mínútum en verið líka hlíft við of miklu álagi. Ég ætti að geta komið inn í landsliðið eins ferskur og hægt er,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýmættur á sína fyrstu landsliðsæfingu eftir að EM-hópurinn var tilkynntur þann 9. maí. Þar með rættist gamall draumur Eiðs Smára um að fara með Íslandi á stórmót í knattspyrnu.Hef beðið í 20 ár „Þetta er í fyrsta sinn sem maður fær það almennilega á tilfinninguna að undirbúningurinn sé hafinn fyrir fullt og allt. Það er tímapunktur sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eiður Smári sem hefur líklega beðið einna lengst. „Já, í um 20 ár,“ segir hann og brosir. Hann segist ætla að nálgast verkefnið eins og hann hefur ávallt gert á sínum ferli - að hann sé að fara að spila frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Þannig ætti hver einasti leikmaður að hugsa. Við verðum allir að vera undir það búnir að spila og taka svo því hlutverki sem okkur verður gefið,“ segir Eiður Smári.Hafa alla heila Lars Lagerbäck sagði við Fréttablaðið í gær að það væri nú fyrst og fremst verkefni þjálfaranna að nota hvern og einn leikmann á réttan hátt, fremur en að tefla fram endilega sterkasta liðinu í æfingaleiknum gegn Noregi á morgun og svo Liechtenstein á mánudag. Eiður Smári hefur góðan skilning á því. „Sumir okkar hafa verið í fríi í nokkrar vikur en aðrir spilað mjög mikið. Þetta snýst um að hafa alla heila þegar mótið hefst og því geri ég ráð fyrir að allt sem við gerum næstu vikurnar miði að því að hafa alla leikmenn í toppstandi þegar fyrsti leikur hefst,“ segir Eiður Smári. Í dag eru tvær vikur í að Ísland mætir Portúgal í St. Etienne í Frakklandi, í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira