„Við verðum ekki sögulaus flokkur“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2016 19:54 Árni Páll Árnason, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Ernir „Við verðum ekki sögulaus flokkur,“ sagði Árni Páll Árnason sem ávarpaði Alþingi í síðasta sinn sem formaður Samfylkingarinnar við eldhúsdagsumræður í kvöld. Þar sagði hann þjóðina sýna í viðhorfskönnuna að hún sé óþreyjufull og vilji skýra sýn á framtíðina. Hann sagði Samfylkinguna skilja þau skilaboð sem þjóðin hefur sent flokknum í gegnum viðhorfskannanir en sagði flokkinn eiga eftir að mæta aftur til leiks í haust með nýja liðskipan, vopnuð hinum sígilda leiðarvísi sem reynst hefur vel. „Samfélagssýn norrænnar jafnaðarstefnu sem boðar ábyrgt, opið markaðshagkerfi, einstaklingsfrelsi, efnahagslegan stöðugleika og félagslegt réttlæti,“ sagði Árni.Hann sagði Samfylkingarfólk stolt af afrekum við stjórn landsins á örlagatímum og Samfylkingin ein hafi staðið að öllum þeim ákvörðunum sem þurft hefur að taka til að koma Íslandi á réttan kjöl. „Hvort sem við vorum í stjórn eða stjórnarandstöðu. Við sveiflumst ekki eftir gusti tíðarandans og segjum ekki eitt í dag og annað á morgun. Við þekkjum líka þau mistök sem við höfum gert, höfum gengist við þeim og erum fyrir vikið ólíklegri en aðrir til að gera þau á nýjan leik,“ sagði Árni. „Jafnaðarstefnan ógnar kyrrstöðu og hún ógnar sérhagsmunum, því hún krefst almennra leikreglna. Hún ógnar möguleikum ráðandi afla að skammta sér aðstöðu, hygla vildarvinum og deila með sér völdum. Þess vegna hefur það alltaf verið og er enn örþrifaráð valdamanna að spyrða alla þá sem ógna óbreyttu ástandi við Samfylkinguna. Við tökum því sem hrósi.“ Hann sagði Íslendingum hafa tekist vel í glímunni við hrunið og eftirleik þess. Efnahagslífið sé í blóma og allar forsendur til að Ísland eigi bjarta framtíð. „En stjórnmálin – og þjóðmálaumræðan utan þessa húss – hafa markast af harðvítugum átökum og óvægnari orðræðu en dæmi eru um. Samt er það svo að um mikilvægustu ákvarðanirnar frá hruni hefur verið víðtæk samstaða á vettvangi stjórnmálanna og enn erum við saman að vinna að góðum málum. Nýjasta dæmið eru ný frumvörp um húsnæðismál, sem vonandi verða að lögum á næstu dögum,“ sagði Árni. Hann sagði Samfylkinguna hafa lengi kallað eftir aðgerðum til úrlausnar þess brýna vanda og telur hún ekki nógu langt gengið að öllu leyti. „En við munum standa með verkalýðshreyfingunni og ríkisstjórnarflokkunum að þessum framfaraskrefum. Þetta fordæmi á að verða okkur öllum hvatning um að finna nýjan takt í því hvernig við tölum saman, því þrátt fyrir allt getum við náð saman um svo margt okkur öllum til heilla.“ Alþingi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
„Við verðum ekki sögulaus flokkur,“ sagði Árni Páll Árnason sem ávarpaði Alþingi í síðasta sinn sem formaður Samfylkingarinnar við eldhúsdagsumræður í kvöld. Þar sagði hann þjóðina sýna í viðhorfskönnuna að hún sé óþreyjufull og vilji skýra sýn á framtíðina. Hann sagði Samfylkinguna skilja þau skilaboð sem þjóðin hefur sent flokknum í gegnum viðhorfskannanir en sagði flokkinn eiga eftir að mæta aftur til leiks í haust með nýja liðskipan, vopnuð hinum sígilda leiðarvísi sem reynst hefur vel. „Samfélagssýn norrænnar jafnaðarstefnu sem boðar ábyrgt, opið markaðshagkerfi, einstaklingsfrelsi, efnahagslegan stöðugleika og félagslegt réttlæti,“ sagði Árni.Hann sagði Samfylkingarfólk stolt af afrekum við stjórn landsins á örlagatímum og Samfylkingin ein hafi staðið að öllum þeim ákvörðunum sem þurft hefur að taka til að koma Íslandi á réttan kjöl. „Hvort sem við vorum í stjórn eða stjórnarandstöðu. Við sveiflumst ekki eftir gusti tíðarandans og segjum ekki eitt í dag og annað á morgun. Við þekkjum líka þau mistök sem við höfum gert, höfum gengist við þeim og erum fyrir vikið ólíklegri en aðrir til að gera þau á nýjan leik,“ sagði Árni. „Jafnaðarstefnan ógnar kyrrstöðu og hún ógnar sérhagsmunum, því hún krefst almennra leikreglna. Hún ógnar möguleikum ráðandi afla að skammta sér aðstöðu, hygla vildarvinum og deila með sér völdum. Þess vegna hefur það alltaf verið og er enn örþrifaráð valdamanna að spyrða alla þá sem ógna óbreyttu ástandi við Samfylkinguna. Við tökum því sem hrósi.“ Hann sagði Íslendingum hafa tekist vel í glímunni við hrunið og eftirleik þess. Efnahagslífið sé í blóma og allar forsendur til að Ísland eigi bjarta framtíð. „En stjórnmálin – og þjóðmálaumræðan utan þessa húss – hafa markast af harðvítugum átökum og óvægnari orðræðu en dæmi eru um. Samt er það svo að um mikilvægustu ákvarðanirnar frá hruni hefur verið víðtæk samstaða á vettvangi stjórnmálanna og enn erum við saman að vinna að góðum málum. Nýjasta dæmið eru ný frumvörp um húsnæðismál, sem vonandi verða að lögum á næstu dögum,“ sagði Árni. Hann sagði Samfylkinguna hafa lengi kallað eftir aðgerðum til úrlausnar þess brýna vanda og telur hún ekki nógu langt gengið að öllu leyti. „En við munum standa með verkalýðshreyfingunni og ríkisstjórnarflokkunum að þessum framfaraskrefum. Þetta fordæmi á að verða okkur öllum hvatning um að finna nýjan takt í því hvernig við tölum saman, því þrátt fyrir allt getum við náð saman um svo margt okkur öllum til heilla.“
Alþingi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira