Þingveturinn „ömurlegur“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2016 20:33 Óttarr Proppé. Vísir/Stefán „Þingveturinn sem nú er að líða hefur verið hreint út sagt ömurlegur,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Sagði hann það vera eina orðið yfir þennan þingvetur. Afhjúpanir úr Panama-skjölunum, viðtalið fræga við fyrrverandi forsætisráðherra, afsögn forsætisráðherra hafa haft djúpstæð áhrif, ekki bara á stjórnmálin heldur á Íslendinga alla. Hann sagði Panama-gögnin hafa leitt í ljós að á Íslandi eru tvær þjóðir, þeir sem búa við forréttindi, innmúruð völd, tækifæri umfram aðra og síðan eru það allir hinir. „Tengsl stjórnmálamanna við vafasama viðskiptahætti aflandsfélaga, og það að hafa vísvitandi leynt þeim tengslum, reyndist þjóðinni ómögulegt að kyngja. Enda er það gjörsamlega óásættanlegt. Þetta er hreinlega ekki heiðarlegt. Það er ekkert skrýtið við það að þjóðfélagið fari á hvolf og stjórnmálalífið sé lamað eftir.“ Óttarr sagði lottóvinninga á borð við aukinn ferðamannastraum, makrílgegnd og lágt olíuverð hafa stuðlað að endurreisn efnahagslífsins. „Nýtum lærdóminn af panamaskjölunum til breytinga. Breytum kerfinu þar sem það er ekki að virka. Byggjum á því sem virkar og gerum það enn betra. Tímar meðvirkni og fortíðarþrár eru liðnir. Það er búið að gefa því séns. Það hefur ekki gengið upp.“ Hann sagði Bjarta framtíð hafa lagt áherslu á að ungt fólk hafi tækifæri til að mennta sig, geti eignast húsnæði og sjá fram á atvinnulíf sem er fjölbreytt, skapandi og hentar þeim. Hann sagði að okkur hafa fengið jörðina í arf frá forfeðrum okkar en vildi sjálfur meina að við séum ekki síðar með hana í láni frá komandi kynslóðum. Þetta eigi sannarlega við um náttúruna og samfélagið allt, efnahagslífið og mannlífið. „Réttlæti og gagnsæi er grunngildi sem skipta miklu máli fyrir samfélagið í dag. En þau eru algjör forsenda inn í framtíðina.“ „Við þurfum að hafa kjark til þess að viðurkenna vandann og hugrekki til þess að taka á honum. Við þurfum sýn um heiðarlegt og réttlátt samfélag þar sem kraftar allra nýtast og tækifærin bjóðast öllum en ekki bara sumum. Við þurfum að tryggja að arður af sameiginlegum auðlindum okkar nýtist öllu samfélaginu en ekki bara sumum. Við þurfum að þora að hugsa til framtíðarinnar en ekki bara sætta okkur við að lappa upp á það sem einu sinni gekk og vonast síðan til þess að það reddist. Samtal við þjóðina um þessa sýn og um grundvallargildi getur ekki beðið.“ Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Þingveturinn sem nú er að líða hefur verið hreint út sagt ömurlegur,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Sagði hann það vera eina orðið yfir þennan þingvetur. Afhjúpanir úr Panama-skjölunum, viðtalið fræga við fyrrverandi forsætisráðherra, afsögn forsætisráðherra hafa haft djúpstæð áhrif, ekki bara á stjórnmálin heldur á Íslendinga alla. Hann sagði Panama-gögnin hafa leitt í ljós að á Íslandi eru tvær þjóðir, þeir sem búa við forréttindi, innmúruð völd, tækifæri umfram aðra og síðan eru það allir hinir. „Tengsl stjórnmálamanna við vafasama viðskiptahætti aflandsfélaga, og það að hafa vísvitandi leynt þeim tengslum, reyndist þjóðinni ómögulegt að kyngja. Enda er það gjörsamlega óásættanlegt. Þetta er hreinlega ekki heiðarlegt. Það er ekkert skrýtið við það að þjóðfélagið fari á hvolf og stjórnmálalífið sé lamað eftir.“ Óttarr sagði lottóvinninga á borð við aukinn ferðamannastraum, makrílgegnd og lágt olíuverð hafa stuðlað að endurreisn efnahagslífsins. „Nýtum lærdóminn af panamaskjölunum til breytinga. Breytum kerfinu þar sem það er ekki að virka. Byggjum á því sem virkar og gerum það enn betra. Tímar meðvirkni og fortíðarþrár eru liðnir. Það er búið að gefa því séns. Það hefur ekki gengið upp.“ Hann sagði Bjarta framtíð hafa lagt áherslu á að ungt fólk hafi tækifæri til að mennta sig, geti eignast húsnæði og sjá fram á atvinnulíf sem er fjölbreytt, skapandi og hentar þeim. Hann sagði að okkur hafa fengið jörðina í arf frá forfeðrum okkar en vildi sjálfur meina að við séum ekki síðar með hana í láni frá komandi kynslóðum. Þetta eigi sannarlega við um náttúruna og samfélagið allt, efnahagslífið og mannlífið. „Réttlæti og gagnsæi er grunngildi sem skipta miklu máli fyrir samfélagið í dag. En þau eru algjör forsenda inn í framtíðina.“ „Við þurfum að hafa kjark til þess að viðurkenna vandann og hugrekki til þess að taka á honum. Við þurfum sýn um heiðarlegt og réttlátt samfélag þar sem kraftar allra nýtast og tækifærin bjóðast öllum en ekki bara sumum. Við þurfum að tryggja að arður af sameiginlegum auðlindum okkar nýtist öllu samfélaginu en ekki bara sumum. Við þurfum að þora að hugsa til framtíðarinnar en ekki bara sætta okkur við að lappa upp á það sem einu sinni gekk og vonast síðan til þess að það reddist. Samtal við þjóðina um þessa sýn og um grundvallargildi getur ekki beðið.“
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira