Heimir um Lars: „Við höfum aldrei rifist“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2016 12:00 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa starfað vel saman. vísir/getty „Auðvitað verður hans sárt saknað,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag. Hann var þá spurður út í þá staðreynd að Lars Lagerbäck mun hætta sem þjálfari íslenska liðsins eftir EM í Frakklandi. „Við vissum að þetta myndi gerast einn daginn. En hann mun skilja við okkur í góðum höndum Heimis sem hefur lært mikið af honum,“ sagði Aron Einar.Sjá einnig:Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Sjálfur sagði Heimir að Ísland hafi dottið í lukkupottinn þegar KSÍ tókst að ráða Lars Lagerbäck á mun lægri launum en maður með hans reynslu hefði getað fengið hjá stærra landsliði. „Við vorum afar heppnir að fá mann með jafn mikla reynslu og þekkingu og hann býr yfir. Það var okkur mjög til happs að hann var laus árið 2011.“ „Enginn okkar í KSÍ hefur reynslu af því að keppa á stórmóti og því er það frábært fyrir okkur öll að hafa einhvern eins og Lars sem hefur upplifað þetta allt saman áður.“ Heimir var spurður hvernig samstarfið hefði gengið og hvernig þeim hefði tekist að takast á við ágreining þeirra á milli. „Okkur hefur alltaf tekist að ræða um hlutina án þess að það komi til ágreinings. Það er örugglega eitthvað sænskt því ekki er það íslenska leiðin,“ sagði Heimir. „Við tölum saman þar til að við erum báðir sáttir við lausnina. Annars reyni ég bara að tala meira en hann,“ sagði hann í léttum dúr. Aron Einar segir að stærsti kostur Lars sé hversu reyndur hann er. En hann stendur líka fast á sínu, án þess að skipta skapi. „Ég hef aldrei séð hann reiðast. Ég hef heldur ekki séð þennan mann reiðan,“ sagði hann og benti á Heimi. „Ég veit ekki hvað er að honum,“ bætti hann við í léttum dúr. „Heimir hefur lært mikið af honum. Hann er af nýrri kynslóð þjálfara sem nýtir til dæmis mikið af tölfræði. Þeir hafa notið góðs af því að starfa saman.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58 „Þakklátur fyrir að hafa Eið Smára“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir að saga Eiðs Smára Guðjohnsen vekji eðlilega mikla athygli. 31. maí 2016 14:00 Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30 Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30 Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
„Auðvitað verður hans sárt saknað,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag. Hann var þá spurður út í þá staðreynd að Lars Lagerbäck mun hætta sem þjálfari íslenska liðsins eftir EM í Frakklandi. „Við vissum að þetta myndi gerast einn daginn. En hann mun skilja við okkur í góðum höndum Heimis sem hefur lært mikið af honum,“ sagði Aron Einar.Sjá einnig:Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Sjálfur sagði Heimir að Ísland hafi dottið í lukkupottinn þegar KSÍ tókst að ráða Lars Lagerbäck á mun lægri launum en maður með hans reynslu hefði getað fengið hjá stærra landsliði. „Við vorum afar heppnir að fá mann með jafn mikla reynslu og þekkingu og hann býr yfir. Það var okkur mjög til happs að hann var laus árið 2011.“ „Enginn okkar í KSÍ hefur reynslu af því að keppa á stórmóti og því er það frábært fyrir okkur öll að hafa einhvern eins og Lars sem hefur upplifað þetta allt saman áður.“ Heimir var spurður hvernig samstarfið hefði gengið og hvernig þeim hefði tekist að takast á við ágreining þeirra á milli. „Okkur hefur alltaf tekist að ræða um hlutina án þess að það komi til ágreinings. Það er örugglega eitthvað sænskt því ekki er það íslenska leiðin,“ sagði Heimir. „Við tölum saman þar til að við erum báðir sáttir við lausnina. Annars reyni ég bara að tala meira en hann,“ sagði hann í léttum dúr. Aron Einar segir að stærsti kostur Lars sé hversu reyndur hann er. En hann stendur líka fast á sínu, án þess að skipta skapi. „Ég hef aldrei séð hann reiðast. Ég hef heldur ekki séð þennan mann reiðan,“ sagði hann og benti á Heimi. „Ég veit ekki hvað er að honum,“ bætti hann við í léttum dúr. „Heimir hefur lært mikið af honum. Hann er af nýrri kynslóð þjálfara sem nýtir til dæmis mikið af tölfræði. Þeir hafa notið góðs af því að starfa saman.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58 „Þakklátur fyrir að hafa Eið Smára“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir að saga Eiðs Smára Guðjohnsen vekji eðlilega mikla athygli. 31. maí 2016 14:00 Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30 Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30 Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58
„Þakklátur fyrir að hafa Eið Smára“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir að saga Eiðs Smára Guðjohnsen vekji eðlilega mikla athygli. 31. maí 2016 14:00
Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30
Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30
Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30