„Þakklátur fyrir að hafa Eið Smára“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2016 14:00 Eiður Smári Guðjohnsen fer á EM með strákunum okkar. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson á von á því að Eiður Smári Guðjohnsen verði vinsæll hjá fjölmiðlum á EM í Frakklandi þegar mótið hefst eftir tæpar tvær vikur. Eiður Smári er 38 ára og hefur margsinnis talað um að hann hafi ávallt dreymt um að fá að spila með Íslandi á stórmóti. Sá draumur er nú að fara að rætast. Aron Einar, fyrirliði íslenska landsliðsins, var spurður út í þátt Eiðs Smára í liðinu á blaðamannafundi í Ósló í dag. „Hann færir liðinu eitthvað öðruvísi. Hann býr að öðruvísi reynslu, til dæmis eftir að hafa unnið marga titla líkt og í Meistaradeild Evrópu,“ sagði fyrirliðinn. „Ég veit að hann verður í mikilli eftirspurn hjá fjölmiðlum, sérstaklega í Frakklandi. Þetta er mikil og stór saga hjá honum. Ég er fyrst og fremst bara ánægður að hann sé hérna með okkur.“ Aron Einar segir að Eiður Smári sé mikill húmoristi og sé með annars konar húmor en aðrir í landsliðinu. „Og hann er líka frábær fótboltamaður. Afar fljótur að hugsa og þarf í raun ekki hraðann sem hann hafði eitt sinn. Það er gott að hann sé í liðinu og hann mun hjálpa okkur mikið, hvort sem hann byrjar eða ekki.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30 Vil spila allar mínútur á EM Eiður Smári Guðjohnsen segist koma inn í íslenska landsliðið í góðu formi eftir góða mánuði með Molde í Noregi. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari er ánægður með stöðu íslenska liðsins sem nú býr sig undir vináttulandsleik geg 31. maí 2016 06:00 Heimir um Lars: „Við höfum aldrei rifist“ Heimir Hallgrímsson segir að það hafi verið mikill happafengur í því að hafa fengið Lars Lagerbäck til starfa hjá íslenska knattspyrnusambandinu. 31. maí 2016 12:00 Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30 Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30 Heimir vonar að Aron og Kolbeinn spili á morgun Arnór Ingvi Traustason er klár í slaginn eftir að að hafa misst af síðustu leikjum sínum með félagsliði sínu. 31. maí 2016 11:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson á von á því að Eiður Smári Guðjohnsen verði vinsæll hjá fjölmiðlum á EM í Frakklandi þegar mótið hefst eftir tæpar tvær vikur. Eiður Smári er 38 ára og hefur margsinnis talað um að hann hafi ávallt dreymt um að fá að spila með Íslandi á stórmóti. Sá draumur er nú að fara að rætast. Aron Einar, fyrirliði íslenska landsliðsins, var spurður út í þátt Eiðs Smára í liðinu á blaðamannafundi í Ósló í dag. „Hann færir liðinu eitthvað öðruvísi. Hann býr að öðruvísi reynslu, til dæmis eftir að hafa unnið marga titla líkt og í Meistaradeild Evrópu,“ sagði fyrirliðinn. „Ég veit að hann verður í mikilli eftirspurn hjá fjölmiðlum, sérstaklega í Frakklandi. Þetta er mikil og stór saga hjá honum. Ég er fyrst og fremst bara ánægður að hann sé hérna með okkur.“ Aron Einar segir að Eiður Smári sé mikill húmoristi og sé með annars konar húmor en aðrir í landsliðinu. „Og hann er líka frábær fótboltamaður. Afar fljótur að hugsa og þarf í raun ekki hraðann sem hann hafði eitt sinn. Það er gott að hann sé í liðinu og hann mun hjálpa okkur mikið, hvort sem hann byrjar eða ekki.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30 Vil spila allar mínútur á EM Eiður Smári Guðjohnsen segist koma inn í íslenska landsliðið í góðu formi eftir góða mánuði með Molde í Noregi. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari er ánægður með stöðu íslenska liðsins sem nú býr sig undir vináttulandsleik geg 31. maí 2016 06:00 Heimir um Lars: „Við höfum aldrei rifist“ Heimir Hallgrímsson segir að það hafi verið mikill happafengur í því að hafa fengið Lars Lagerbäck til starfa hjá íslenska knattspyrnusambandinu. 31. maí 2016 12:00 Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30 Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30 Heimir vonar að Aron og Kolbeinn spili á morgun Arnór Ingvi Traustason er klár í slaginn eftir að að hafa misst af síðustu leikjum sínum með félagsliði sínu. 31. maí 2016 11:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30
Vil spila allar mínútur á EM Eiður Smári Guðjohnsen segist koma inn í íslenska landsliðið í góðu formi eftir góða mánuði með Molde í Noregi. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari er ánægður með stöðu íslenska liðsins sem nú býr sig undir vináttulandsleik geg 31. maí 2016 06:00
Heimir um Lars: „Við höfum aldrei rifist“ Heimir Hallgrímsson segir að það hafi verið mikill happafengur í því að hafa fengið Lars Lagerbäck til starfa hjá íslenska knattspyrnusambandinu. 31. maí 2016 12:00
Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30
Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30
Heimir vonar að Aron og Kolbeinn spili á morgun Arnór Ingvi Traustason er klár í slaginn eftir að að hafa misst af síðustu leikjum sínum með félagsliði sínu. 31. maí 2016 11:00