Heimir vonar að Aron og Kolbeinn spili á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2016 11:00 Kolbeinn Sigþórsson er allur að koma til eftir meiðsli. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, er vongóður um að þeir Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson muni koma við sögu í æfingaleiknum gegn Noregi ytra á morgun. Báðir hafa verið að glíma við meiðsli en Aron Einar sagði á blaðamannafundi landsliðsins í Ósló í dag að honum líði vel. Kolbeinn er sömuleiðis á góðum batavegi. „Ég vona að þeir geti eitthvað spilað á morgun. Það er langt síðan að þeir spiluðu og þetta eru einmitt leikir sem við hugsuðum fyrir þá leikmenn sem hættu að spila með félagsliðum sínum fyrir nokkru síðan,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum. „Við erum ánægðir með sjúkraliðið okkar og hvað það hefur gert góða hluti. Standið á leikmönnum er gott.“ Arnór Ingvi Traustason missti af síðstu leikjum sínum með Norrköping í Svíþjóð en Heimir sagði að hann hafi komið vel úr æfingunni í gær. „Hann var með á allri æfingunni og engin slæm viðbrögð. Hann er því bara klár.“ Heimir sagði að þeir leikmenn sem hafa spilað mikið með félagsliðum sínum á Norðurlöndunum síðustu daga og vikur munu fá frí á morgun. Meðal þeirra er markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Ísland skilar 23 manna lista sínum til Knattspyrnusambands Evrópu í kvöld en það verður endanlegur EM-hópur Íslands. „Hann er í sjálfu sér opinn ennþá og verður það þangað til að við skilum honum í kvöld. Það er ekkert í stöðunni núna, nema að eitthvað gerist á æfingunni á eftir, sem fengi okkur til að breyta honum,“ sagði Heimir. „En auðvitað voru tímapunktar í þessu ferli þar sem maður hugsaði „hvað ef?“ en sem betur fer kom ekki til þess.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58 Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30 Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30 Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, er vongóður um að þeir Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson muni koma við sögu í æfingaleiknum gegn Noregi ytra á morgun. Báðir hafa verið að glíma við meiðsli en Aron Einar sagði á blaðamannafundi landsliðsins í Ósló í dag að honum líði vel. Kolbeinn er sömuleiðis á góðum batavegi. „Ég vona að þeir geti eitthvað spilað á morgun. Það er langt síðan að þeir spiluðu og þetta eru einmitt leikir sem við hugsuðum fyrir þá leikmenn sem hættu að spila með félagsliðum sínum fyrir nokkru síðan,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum. „Við erum ánægðir með sjúkraliðið okkar og hvað það hefur gert góða hluti. Standið á leikmönnum er gott.“ Arnór Ingvi Traustason missti af síðstu leikjum sínum með Norrköping í Svíþjóð en Heimir sagði að hann hafi komið vel úr æfingunni í gær. „Hann var með á allri æfingunni og engin slæm viðbrögð. Hann er því bara klár.“ Heimir sagði að þeir leikmenn sem hafa spilað mikið með félagsliðum sínum á Norðurlöndunum síðustu daga og vikur munu fá frí á morgun. Meðal þeirra er markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Ísland skilar 23 manna lista sínum til Knattspyrnusambands Evrópu í kvöld en það verður endanlegur EM-hópur Íslands. „Hann er í sjálfu sér opinn ennþá og verður það þangað til að við skilum honum í kvöld. Það er ekkert í stöðunni núna, nema að eitthvað gerist á æfingunni á eftir, sem fengi okkur til að breyta honum,“ sagði Heimir. „En auðvitað voru tímapunktar í þessu ferli þar sem maður hugsaði „hvað ef?“ en sem betur fer kom ekki til þess.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58 Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30 Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30 Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira
Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út Kolbeinn Sigþórsson er vongóður um að hnéð muni halda þegar EM í Frakklandi hefst eftir tvær vikur. 30. maí 2016 14:58
Eiður Smári: Búinn að bíða eftir þessum degi í 20 ár Íslenska landsliðið kom loksins allt saman til að hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Frakklandi. 30. maí 2016 19:30
Aron Einar: FIFA-listinn skiptir okkur ekki það miklu máli "En það er alltaf gott að vera fyrir ofan hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir landsliðsfyrirliðinn í fótbolta. 31. maí 2016 11:30
Heimir: Íslendingar halda alltaf að þeir muni vinna Eurovision Væntingar á Íslandi eru miklar fyrir EM í fótbolta segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 31. maí 2016 10:30